Ársrit ÍBV

Út er komið ársrit ÍBV fyrir árið 2019. Um er að ræða samantekt á árinu sem er að líða. Ársritið kemur út á rafrænu formi og má finna viðtöl við okkar bestu leikmenn, þjálfara, Margréti Láru, Gumma Tóta o.fl. o.fl. Hlekkurinn á ársritið er hér: https://issuu.com/ibvsport/docs/ibv_arsrit_2019?fbclid=IwAR2pDjlqNqg7e3Od6bOUR3-zClMMFEtXGJPGwxL-zucjKVFpvjiJee_AwBY (meira…)
Gunnar Heiðar tekur við KFS

Desember er mánuður fagnaðarerindis og er sannarlega um slíkt að ræða hjá KFS að þessu sinni! Markakóngurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur tekið við þjálfun liðsins! Gunnar Heiðar er með gríðarlega reynslu af fótbolta og eru bundnar miklar vonir við þessa ráðningu. ÍBV og KFS eru í nánu samstarfi sem forsvarsmenn beggja aðila vilja efla og […]
Heiðmar Þór og Jón Bjarki unnu Jólapakkamót Taflfélagsins

Skákkennslu krakka í Grunnskóla Vm. á vegum Taflfélags Vm. lauk með jólapakkamóti 15. des. sl. í skákheimili TV við Heiðarveg. Alls tóku 20 krakkar þátt í mótinu en mun fleiri hafa tekið þátt í skákkennslu TV í haust. Heiðmar Þór Magnússon var í 1. sæti í eldri flokknum , Ernir Heiðarsson í öðru sæti og […]
Bikaróður Eyjamaður

Eyjafréttir greindu frá því í haust að von væri á lagi um Grétar Þór Eyþórsson eftir Ingólf Þórarinnson. Hér má sjá aftraksturinn, lagði verður svo frumflutt þann 22. desember en þá eru Desembertónleikar ÍBV með Ingó og Gumma Tóta ásamt stórhljómsveit. Tónleikarnir fara fram uppi í Höll og hefjast kl. 20.30. Miðasala er í fullum […]
Kári í 19 manna hópi

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag 19 manna leikmannahóp sinn fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar. Hópurinn verður skorinn niður um þrjá leikmenn fyrir fyrsta leik. Fjórir línumenn eru í höpnum og líklegt má teljast að fækkað verði í þeirri stöðu fyrir mót. Kristján Örn Kristjánsson og Elliði Snær viðarsson voru ásamt Kára í 28 mann hópi […]
Mixar síldarsalöt fyrir síldarkvöld

Nú á föstudaginn er Aðventusíld ÍBV. Um er að ræða glæsilegt síldarhlaðborð en kokkur kvöldsins er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV karla. „Ég er alinn upp í Neskaupstað, sennilega mesta síldarbæ landsins. Pabbi er mikill matgæðingur og var það mikill skóli að fylgjast með honum í eldhúsinu. Mamma gerir mjög fínan mat en stenst […]
Hlynur hafnaði í 40. sæti – myndir frá hlaupinu

Hlynur Andrésson hafnaði rétt í þessu í 40. sæti af 92 á Evrópumótinu í 10 km hlaupi á Erópumótinu í víðvangshlaupum sem fór fram í dag í Portúgal. Hlynur hljóp vegalengdina á 31 mínútu og 56 sekúndum en það var Svíinn Fisha Robel sem kom fyrstur í mark á tímanum 29:59. Meðal þáttakenda í hlaupinu eru […]
Hlynur á EM í víðavangshlaupum

Erópumótið í víðvangshlaupum fer fram í dag í Portúgal. Alls eru keppendur á mótinu 602 talsins frá 40 löndum og eiga Íslendingar einn fulltrúa. Hlynur Andrésson keppir fyrir Íslands hönd. Hann hefur keppni klukkan 12:35 og mun hlaupa 10.225 metra. Hlynur Andrésson er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og á þónokkur Íslandsmet allt frá því að […]
ÍBV – Fram karla kl. 16:00, stelpurnar frestast til morguns

Áður auglýstum leik ÍBV og HK í Olísdeild kvenna frestast til morguns kl. 14:00, en HK stúlkur ætluðu að fljúga til Eyja. Framstrákarnir tóku Herjólf í morgun og því fer leikurinn fram á áður auglýstum tíma. (meira…)
Þrenna í dag

Í dag laugardaginn 7.desember verður spiluð þrenna í Íþróttamiðstöðinni, en það eru leikir í Olísdeild karla og kvenna ásamt 2.deild karla. Stelpurnar byrja og fá HK-stelpur í heimsókn kl.14:00 í Olísdeild kvenna. Strákarnir í mfl.karla taka svo við með leik við Fram kl.16:00 í Olísdeild karla. Að lokum fá strákanir í ÍBV U lið Fram […]