Ölgerðin og ÍBV framlengja samstarfi

Í leikhléi í leik ÍBV og HK á laugardag undirrituðu fulltrúar Ölgerðarinnar og ÍBV-íþróttafélags nýjan 5. ára samstarfssamning. Ölgerðin og ÍBV hafa starfað saman í tæpa tvo áratugi og er þessi undirritun ÍBV mikils virði. Ölgerðin er stærsti styrktaraðili félagsins og var það vilji beggja að framlengja samninginn. Ölgerðin mun styrkja almenna uppbyggingu ÍBV á […]

Handboltaþrenna í dag

Laugardaginn 16.nóvember verður svokölluð tvenna í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum! Strákarnir í meistaraflokki karla ríða á vaðið og mæta HK-ingum í Olís deild karla, sá leikur hefst klukkan 14:00. Næst er svo komið að stelpunum okkar gegn Fram í Olís deild kvenna, sá leikur hefst klukkan 16:30. Þriðji og síðasti leikurinn verður svo leikur hjá U-liði […]

Haukar – ÍBV kvenna kl. 19:00

Í kvöld klukkan 19:00 mætast Haukar og ÍBV í CokaCola bikar kvenna á Ásvöllum. Þessi lið enduðu í 3. og 4. sæti á síðasta tímabili. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í vetur enda gengu þau bæði í gegnum mikilar breytingar á milli tímabila. Liðin eru í dag jöfn með 5 stig í 6. og […]

Eyjamenn á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 – Myndir

Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima flutti skemmtilegt erindi í Einarsstofu á í gær og sagði frá för fimm Eyjamanna á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þetta var mikil ævintýraferð fyrir 50 Íslendinga, þar af fimm Eyjamenn að koma úr fásinninu á Íslandi til Þýskalands sem þá var í miklum blóma. Þeir sem kepptu frá Eyjum voru Sigurður […]

Vel heppnað árgangamót – Myndir

Knattspyrnudeild ÍBV stóð fyrir árgangamóti í dag. Alls tóku átta lið þátt flest saman stóðu af blönduðum árgöngum. Góðir taktar sáust á köflum en þó áttu flestir leikmenn það sameiginlegt að muna fífil sinn feguri á fótboltavelli. Það var að lokum sameiginlegt lið 77, 78 og 79 sem sigraði árgang 83 í spennandi úrslitaleik með […]

Ester í hópnum hjá Arnari sem mætir Færeyjum

Arnar Pétursson þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til æfinga fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Færeyjum. Leikirnir fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði 23. og 24. nóvember nk. Landsliðið mun hefja æfingar á höfuðborgarsvæðinu þann 18. nóvember. Leikirnir gegn Færeyjum verða auglýstir nánar á miðlum HSÍ en frítt verður inn í boði KFC á […]

Skákkennsla barna í fullum gangi hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla barna í Grunnskóla Vestmannaeyja á vegum Taflfélagsins hófst að nýju í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 um miðjan september síðasliðin. Ákveðið var að loknu Beddamótinu í atskák 11. maí sl. að efla skákkennslu krakka TV í haust, en helsti styrkaraðilinn var og er Vinnslustöðin hf. Nú er kennt fjórum sinnum í viku hjá TV […]

Vel heppnað Eyjablikksmót – myndir

Um helgina fór fram fjölliðamót í 5. flokkur karla og kvenna – eldra ár. Hart var tekist á og mikil gleði. Meðal þess sem var í boði fyrir þátttakendur í mótinu annað en handbolti var brekkusöngur, landsleikur og diskótek. nánar um mótið og úrslit á facebook síðu mótsins (meira…)

Tvenna í dag

Í dag verður tvenna hjá meistaraflokkunum okkar í Olísdeildum karla og kvenna. Stelpurnar okkar byrja en þær fá feykisterkt lið Vals í heimsókn, leikurinn hefst klukkan 15:00. Strákarnir spila svo strax í kjölfarið við Fjölnismenn úr Grafarvogi, sá leikur hefst klukkan 17:15. Mætum öll í húsið og gerum okkur glaðan dag, tveir hörku handboltaleikir á […]

Eyjablikksmótið fer fram um helgina

Handball in the netting of a handball goal.

Um helgina verður haldið stórt fjölliðamót í Vestmannaeyjum. Um er að ræða eitt af mótunum sem telja í Íslandsmóti í 5.flokki karla og kvenna, eldra ár. Á annan tug félaga eru skráð til keppni, um 40 lið og tæplega 400 keppendur verða á mótinu. Við hvetjum áhugasama handknattleiksunnendur til þess að kíkja við í Íþróttamiðstöðinni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.