ÍBV sló bikarmeistara Stjörnunnar út eftir framlengdan leik

ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarkeppni karla nú í kvöld. Leikurinn var frekar tíðindalítill en bæði lið sýnu fínan leik. Eyjamenn áttu þó ef eitthvað er fleiri hættuleg færi, sér í lagi í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja. Stjörnumenn byrjuðu framlenginguna […]

Haukar leiða einvígið eftir fimm marka sigur í fyrsta leik

ÍBV sótti Hauka heim í Hafnarfjörðinn nú í kvöld í fyrsta leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu fljótlega tveggja marka forystu. Eyjamenn vöknuðu þó til lífsins um miðbik hálfleiksins og náðu eins mark forskoti. Það hefði getað orðið þrjú mörk en Grétar Ari Guðjónsson markvörður Hauka varði í kjölfarið tvívegis frá […]

Brösuleg byrjun ÍBV í Pepsi Max-deild karla

ÍBV átti ekki draumabyrjun í Pepsi Max-deild karla er þeir tóku á móti Fylki á Hásteinsvelli í fyrsta leik sumarins. ÍBV spilaði 5-3-2 og var þannig skipað: Mark: Halldór Páll Geirsson. Vörn: Diogo Coelho, Sigurður Arnar Magnússon, Gilson Correia, Telmo Castanheira, Matt Garner (Evariste Ngolok 80). Miðja: Priestley Griffiths (Guðmundur Magnússon 54), Sindri Snær Magnússon, Jonathan Franks. Sókn: Jonathan Glenn, Víðir Þorvarðarson (Felix […]

Daníel Ingi endaði í öðru sæti

Global Junior golfmótinu á Spáni lauk í gær.  Daníel Ingi Sigurjónsson endaði þar í 2.sæti aðeins einu höggi frá efsta manni. Einnig léku þeir Lárus Garðar Long og Nökkvi Snær Óðinsson á mótinu og endaði Lárus í 6. sæti og Nökkvi í 9 sæti. Leikið var á La Serana golfvellinum á Suður-Spáni og voru mjög krefjandi […]

Verðum að sýna styrk okkar og karakter í hverjum einasta leik

Karlalið ÍBV í Pepsi Max deildinni, eins og efstadeild Íslandsmótsins heitir þetta árið, hefur leik í dag, laugardag, er fá Fylki í heimsókn. Leikurinn sem fer fram á Hásteinsvelli hefst kl. 14.00. Nýr þjálfari tók við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni við lok síðasta tímabils, Pedro Hipolito. Pedro hefur verið við þjálfun á Íslandi frá því […]

Spila á sterku áhugamannamóti á Spáni

Þrír af bestu og efnilegustu kylfingum golfklúbbs Vestmannaeyja eru að leika þessa stundina á sterku áhugamannamóti Global junior golf á Serena. Eftir fyrsta hring leiðir Lárus Garðar Long á 73 höggum. Daníel Ingi Sigurjónsson lék á 74 höggum og Nökkvi Snær Óðinsson lék á 79 höggum. Erfiðar aðstæður voru á vellinum í dag mikill vindur. […]

Áfram í undanúrslit eftir sannfærandi sigur á bikarmeisturum FH

Eyjamenn fengu FH í heimsókn í gær í öðrum leik liðanna í áttaliða úrslitum Olís-deildarinnar. ÍBV sigraði fyrri leikinn með fimm marka munn 23-28. Það var því að duga eða drepast fyrir FH. Heimamenn tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum leiddu nánast allan leikinn og höfðu sjö marka forystu í hálfleik 19-12. Síðari hálfleikur var svo […]

ÍBV spilar í átta liða úrslitum í dag

Leikur ÍBV og FH í átta liða úrslitunum er í dag mánudag klukkan 17:00. ÍBV vann frábæran sigur í fyrsta leiknum í Kaplakrika þar sem liðið spilaði frábærlega og Björn Viðar fór hreinlega á kostum og var með hátt í 50% markvörslu í leiknum. Strákarnir okkar ætla ekki að gefa neitt eftir og eru staðráðnir […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]

Stelpurnar komnar í sumarfrí eftir tap í gær

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta féllu úr leik í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með þriðja tapinu gegn Fram í gærkvöldi. Fram gerði útaf við leikinn strax á upphafsmínútum hans og skoruðu sjö fyrstu mörkin. Eftir ellefu mínútna leik var staðan orðin 10-1 enda sóknarleikur Eyjakvenna í molum. Staðan í hálfleik 19-11 Fram í vil. ÍBV lék […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.