Svekkjandi tap eftir að hafa leitt allan leikinn

ÍBV sótti heim Selfoss í æsispennandi leik í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn höfðu frumkvæðið lungann úr leiknum og leiddi í hálfleik 14-16. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var ÍBV með þriggja marka forystu, 24-27. Nokkrum töpuðum boltum síðar vara flautað til leiksloka og lokatölur 30-28 Selfoss í vil. Ótrúlegur viðsnúningur Selfyssinga […]
Hlynur Andrésson á nýju Íslandsmeti

Vestmanneyingurinn og hlauparinn Hlynur Andrésson keppti í 3000 metra hlaupi í Belgíu á laugardaginn þar sem hann bar sigur úr býtum. Tíminn hans var 8:08,24 mínútur og er það nýtt Íslandsmet. Fyrra metið var 8:10,94 mínútur sem Kári Steinn Karlsson átti frá árinu 2007. Hlynur hefur hlaupið vegalengdina á 8:02,08 mínútum en ekki á löglegri […]
Eins marks tap gegn KR í Lengjubikarnum

Meistaraflokkur ÍBV karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardaginn þegar þeir mættu KR-ingum í Egilshöll. Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 21. mínútu. 1-0 sigur KR því staðreynd. ÍBV og KR eru í 2. riðli Lengjubikarsins ásamt Fylki, Njarðvík, Víkingi Ólafsvík og Þrótti Reykjavík. Næsti […]
Aðeins eitt stig úr tvennu gærdagsins

ÍBV reið ekki feitum hesti frá tvennu gærdagsins þegar bæði karla- og kvennalið ÍBV í handbolta léku heimaleiki. Aðeins eitt stig sat eftir. Frítt var á leikina í boði Ísfélagsins. Stelpurnar riðu á vaðið kl. 18 þegar þær fengu Valsstúlkur í heimsókn. ÍBV eiginlega sá aldrei til sólar í leiknum gegn toppliði Vals sem tók […]
Stelpurnar og strákarnir spila í kvöld

Í dag verður tvenna hjá okkur í handboltanum. Stelpurnar mæta Val kl. 18.00 og Strákarnir mæta ÍR kl. 20.00. Ísfélagið ætlar að bjóða Eyjamönnum frítt á báða leikina og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Styðjum okkar lið Áfram ÍBV (meira…)
Ester Óskarsdóttir er íþróttamaður ársins 2018

Ester Óskarsdóttir leikmaður ÍBV í handbolta var útnefnd Íþróttamaður Vestmannaeyja 2018 og Sigurður Arnar Magnússon, knattspyrnumaður Íþróttamaður æskunnar 2018. Þetta var tilkynnt á fjölmennri uppskeruhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja í Akóges í gærkvöldi þar sem leikmenn og velunnarar félagsins voru samankomnir. Tilkynnt var um íþróttamann hvers aðildarfélags og Heiðursmerki afhent. Fimleikafélagið Rán tilnefndi Sigrúnu Gígju Sigurjónsdóttur sem […]
Eyjamaður ársins er Sjálfboðaliðinn

Hin árlega afhending fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Þetta var í 28. skipti sem fréttapýramídinn var veittur. Þeir sem Eyjafréttir völdu að þessu sinnu hafa allir tekið þátt í að stimpla Vestmanneyjar frekar inn á kortið og auðga okkar samfélag, hver á sinn hátt. Fjórar viðurkenningar voru veittar. Fyrir framlag […]
Íþróttamaður ársins verður valinn á morgun

Héraðssamband ÍBV stendur fyrir uppskeruhátíð í Akoges á morgun en þar verða íþróttamenn innan sambandsins á öllum aldri heiðraðir fyrir sín störf. Tilkynnt verður um íþróttamann hvers aðildarfélags, íþróttamaður ársins og æskunnar verða valdir ásamt því að Heiðursmerki verður afhent. Öllum leikmönnum, velunnurum og íþróttaáhugafólki er boðið á hátíðina, sem hefst kl:20 í Agokes. (meira…)
Yfir tuttugu börn mættu á skákmót

Á fimmtudaginn fór fram Vetrarmót Taflfélags Vestmannaeyja. Alls mættu 20 galvaskir keppendur til leiks. Tefldar voru 5 skákir með 5 mínútna umhugsunartíma. Allir fengu glaðning að loknu móti frá Símanum og einnig voru dregin gjafabréf frá Kránni og 900 Grillhús. Kristófer Gautason var í liðinni viku með skákkennslu bæði í grunnskólanum fyrir 2.-4. bekk og […]
Margir Eyjamenn á HM í handbolta

Það voru margir Eyjamenn sem fylgdu Íslenska landsliðinu til Þýskalands á liðnum dögum. Mikil stemming var í hópnum þó úrslit leikjanna hafi ekki alltaf verið samkvæmt óskum. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir var í Þýskalandi og tók þessar myndir. (meira…)