Torsóttur sigur gegn nýliðunum

ÍBV tók á móti nýliðum Olís-deildar kvenna, Aftureldingu í Eyjum í dag. En það var engann nýliðabrag að sjá á þeim í dag og leikurinn jafn og spennandi allan tímann. Afturelding fór með forystuna allan fyrri hálfleikinn þó mörkin hefðu ekki verið mörg. Staðan í hálfleik 6-8, gestunum í vil. Sama jafnræðið var áfram með […]

Fyrsti leikurinn hjá stelpunum kl. 14:00 laugardag

Meistaraflokkur kvenna í handbolta leikur sinn fyrsta leik í Olís deildinni í vetur á heimavelli á móti Aftureldingu á laugardaginn kl. 14:00. Vegna óhagstæðrar veðurspár fyrir morgundaginn hefur mótanefnd HSÍ ákveðið að flýta leik ÍBV og Aftureldingar sem fer fram í Eyjum á morgun. Afturelding mun sigla í kvöld til Eyja og leikurinn fer fram […]

Clara Sigurðardóttir valin í æfingahóp U19

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 24 manna æfingahóp fyrir undankeppni EM 2020. Föstudaginn 27. september verður 20 manna hópur tilkynntur. Undanriðill Íslands fer fram hér á landi dagana 2.-8. október. Í riðlinum, ásamt Íslandi, eru Grikkland, Kasakstan og Spánn. Ísland mætir Grikklandi 2. október á Víkingsvelli, Kasakstan 5. október Würth vellinum og Spáni […]

Ester í fyrsta landsliðshópi Arnars

Eyjamaðurinn Arnar Pétursson nýráðinn þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið sinn fyrsta hóp. Í hópnum eru þeir 17 leikmenn sem mæta Króatíu og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Stelpurnar okkar spila við Króata í Osijk í austurhluta landsins miðvikudaginn 25. september kl. 16:00 að íslenskum tíma. Ísland mætir svo heimsmeisturum Frakklands á Ásvöllum sunnudaginn 29. […]

Kvennalið ÍBV skrefi nær öruggu sæti í efstu deild

Í kvöld vann kvennalið ÍBV í knattspyrnu sameiginlegt lið HK/Víkings, 3-1. Emma Rose Kelly skoraði eitt mark fyrir ÍBV og Brenna Lovera tvö. Clara Sigurðardóttir átti stórgóðan leik fyrir ÍBV, skapaði oft mikla hættu og gaf tvær stoðsendingar sem gáfu mark. Með sigrinum fór ÍBV langleiðina með að tryggja sæti sitt í efstu deild á […]

Botnslagur á Hásteinsvelli kl. 17:15

Stelpurnar taka á móti botnliði HK/Víkings á Hásteinsvelli í dag í frestuðum leik. HK/Víkingur situr á botni deildarinnar með sjö stig en á enn möguleika að bjarga sér frá falli á kostnað ÍBV og Keflavíkur. ÍBV getur með sigri í leiknum komið sér fimm stigum frá Keflavík í 9. Sæti og farið langt með að […]

Donni fer til Frakklands eftir tímabilið

Kristján Örn Kristjánsson eða Donni eins og hann er kallaður hefur samið við franska stórliðið PAUC frá Aix og fer til liðsins sumarið 2020. „Þetta er bolti sem fór af stað þegar við mættum þeim í Evrópukeppninni í Október í fyrra þeir hafa verið að fylgjast með honum og buðu honum út í janúar til […]

Sannfærandi sigur gegn Stjörnunni í fyrsta leik – myndir

Kristján Örn Kristjánsson fór fyrir sóknarleiknum og skoraði 12 mörk, þegar ÍBV tóku á móti Stjörnunni í fyrsta leik Olís-deildar karla í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir með 7-2 forystu eftir aðeins 11 mínútna leik. Þar var það góður varnaleikur og markvarsla sem spiluðu góða rullu. Staðan í hálfleik 17-10, […]

Fyrsti heimaleikur vetrarins hjá strákunum

Handbolta vertíðin hefst formlega í dag þegar ÍBV strákarnir taka á móti Stjörnunni kl. 16:00 í fyrstu umferð Olísdeildarinnar. ÍBV var á dögunum spáð þriðja sæti í árlegri spá liðanna en Stjörnunni því sjöunda. Stjarnan kemur með mikið breytt lið til keppni frá í fyrra og hefur bætt við sig sterkum leikmönnum þar á meðal […]

Börkur Þórðarson fyrstur í hálfmaraþoni – myndir

Vestmannaeyjahlaupið fór fram níunda sinn í dag í miklu votviðri. Keppendur létu það þó ekki á sig fá en alls tóku 134 þátt. Þrátt fyrir að aðstæður hefðu ekki verið eins og best verður á kosið var sett brautarmet í 5 km hlaupinu. Var þar á ferðinni Kári Steinn Karlsson sem á þá brautarmetið í öllum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.