Fyrsta stigið undir stjórn Ian Jeffs í hús

ÍBV tók á móti KA í leik í botnbaráttu Pepsi Max-deildar karla í gær, sunnudag. KA byrjaði leikinn betur og uppskáru mark á 21. mínútu er Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði í markið af stuttu færi. Þannig stóðu leikar í hálfleik 0-1. Þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðasti hálfleik fengu KA menn dæmda á […]

Lutu í lægra haldi fyrir Val

ÍBV mætti Val í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta á laugardaginn. Þrátt fyrir fínan leik lutu þeir í lægra haldi gegn Valsmönnum og voru lokatölur 25-21,Val í vil. “Það er margt gott sem liðið getur tekið út úr mótinu og var það fínasti undirbúningur fyrir veturinn. Það er óhætt að segja að eftirvæntingin sé mikil fyrir […]

ÍBV leikur til úrslita á Ragnarsmótinu

Eins og Eyjafréttir sögðu frá í vikunni tekur meistaraflokkur karla ÍBV í handbolta þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi þessa dagana. Strákarnir unnu stórstigra í báðum sínum leikjum í riðlinum. Á miðvikudag unnu þeir stórsigur á Fram 30-19. Í gær mættu þeir svo Haukum og sigrðuðu þeir hann ekki síður sannfærandi 26-34. ÍBV leikur því til úrslita á […]

Stelpurnar sækja heim Stjörnuna í dag

Stelpurnar í ÍBV sækja heim Stjörnuna í Garðabæinn í dag kl. 18.00 í leik í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu. Mikið er undir hjá báðum liðum sem sitja við botn deildarinnar í harðri fallbaráttu. Fari svo að Keflavík vinni Þór/KA fyrir norðan, en sá leikur fer fram á sama tíma, fellur taplið viðureignar […]

Handboltinn að fara af stað

Meistaraflokkur karla ÍBV í handbolta hefur handboltavertíðina í dag er þeir taka þátt í Ragnarsmótinu, en það er haldið í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Ásamt ÍBV taka þátt í mótinu Fram, Haukar, ÍR, Selfoss og Valur og munu þeir spila 3 leiki á næstu dögum. Fyrsti leikurinn er gegn Fram í dag, miðvikudag klukkan 17:45. Annar […]

Níunda tapið í röð staðreynd

ÍBV sótti heim Víking í gær í leik í Pepsi Max-deild karla. Víkingur tók hins vegar öll völd á vellinum strax frá upphafi og leiddu leikinn 1-0 í hálfleik eftir mark á 38. mínútu. Síðari hálfleikurinn var svo meira af því sama og á 75. mínútu juku Víkingar muninn í tvö mörk. Sá munur hélst […]

Stelpurnar taka á móti KR í dag

Í dag kl. 18.00 á Hásteinsvelli taka stelpurnar í ÍBV á móti KR í leik í Pepsi Max-deild kvenna. Fyrir leikinn skilja aðeins tvö stig liðin að. ÍBV með 12 stig í 7. sæti en Kr í því 9. með 10 stig. Liðin berjast því við að komast uppí miðja deild. Það er því um […]

Kvennalið ÍBV semur við pólska skyttu og markmann

ÍBV hefur gengið frá samningi við tvo nýja leikmenn fyrir kvennaliðið ÍBV í Handbolta en það eru Marta Wawrzynkowska og Karolina Olszowa en báðar koma þær frá Póllandi. Marta er 27 ára gamall markvörður sem var síðast á mála hjá SPR Pogon Szcecin en hún gerir samning við ÍBV til eins árs. Karolina er 26 […]

GV Íslandsmeistarar í sveitakeppni í annari deild

Sveit GV gerði sér lítið fyrir og sigraði Golfklúbb Selfoss í dag í úrslitaleik sveitakeppni golfklúbba í 2. deild. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á 18. holu þar sem Daníel Ingi Sigurjónsson átti glæsilegt högg inn á grín, setti innan við metra frá holu og kláraði púttið svo af öryggi fyrir […]

Róbert Sigurðarson skrifaði undir tveggja ára samning

Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Róbert hefur verið á láni hjá ÍBV síðustu 2 ár og sýnt flotta takta á þeim tíma. Hann er stór og sterkur leikmaður sem er sérstaklega sterkur varnarlega. Nú hefur verið gengið frá félagaskiptum Róberts frá Akureyri (Þór) til ÍBV og er það mjög mikilvægt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.