Ætla að klára þjálfaramálin fyrir næsta leik

ÍBV stefnir á að ganga frá þjálfararáðningu fyrir leik liðsins gegn FH á laugardaginn.  Pedro Hipolito var rekinn eftir tap gegn Stjörnunni um þarsíðustu helgi og Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari, stýrði liðinu í 2-1 tapi gegn KR um síðustu helgi. „Þetta verður klárað núna í vikunni. Þetta er í vinnslu og verður klárt fyrir næsta leik,” sagði […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda á morgun, en hægt er að lesa blaðið á netinu hérna. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði og er blaðið að sjálfsögðu tileinkað Goslokunum. Það var þann 3. júlí 1973 þegar Almannavarnanefnd tilkynnti að gosinu væri lokið að […]

Afmælisrit í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins

Þegar afmælisnefnd í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar hóf formlega störf 10. september 2018 biðu hennar fjölmörg verkefni. Áður höfðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi bæjarstjórnar um nokkur atriði sem tengjast afmælinu. Meðal fyrstu verkefna var að taka ákvörðun um með hvaða hætti þessara merku tímamóta væri minnst á prenti. Niðurstaðan var að gefa […]

Pedro Hipolito hættir sem þjálfari ÍBV

Knattspyrnuráð ÌBV og Pedro Hipolito hafa komist að samkomulagi um að ljúka samstarfi. ÍBV þakkar Pedro fyrir það það mikla og óeingjarna starf sem hann lagði á sig og òskar honum velfarnaðar ì framtíðinni. Fyrst um sinn mun Ian Jeffs taka yfir þjálfun meistaraflokks ÌBV, segir í tilkynnngu frá ÍBV. (meira…)

Kristófer Tjörvi valinn í unglingalandslið Íslands í golfi

Greg­or Brodie, af­reks­stjóri Golf­sam­bands Íslands, og Ólaf­ur Björn Lofts­son, aðstoðara­freks­stjóri, hafa til­kynnt hvaða leik­menn skipa landslið Íslands sem tek­ur þátt á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í liðakeppni sem fram fer í Svíþjóð, á Ítal­íu, í Frakklandi og á Spáni í júlí. Alls völdu þeir leik­menn í fjög­ur landslið sem taka þátt fyr­ir Íslands hönd á EM en öll […]

Strákarnir dottnir úr bikarnum

ÍBV er úr leik í Mjólk­ur­bik­arkeppni karla í knatt­spyrnu eft­ir tap gegn Víking Reykjavík á Há­steinsvelli í Vest­manna­eyj­um í dag í átta liða úr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar ÍBV voru í hálfleik að vinna með tveimur mörkum en það var Guðmund­ur Magnús­son sem kom Eyja­mönn­um yfir strax á 13. mín­útu með lag­legu skoti úr teign­um. Guðmund­ur var aft­ur […]

Bikarslagur í kvöld

Í kvöld á Hásteinsvelli tekur ÍBV á móti Víking í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Leikurinn hefst klukkan 18.00  og er hann í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)

2500 manns heimsækir Eyjuna í vikunni

Í dag byrja ungir knattspyrnumenn að streyma á Eyjuna til að taka þátt í 36. Orkumótinu. En mótið í ár er það stærsta frá upphafi með 112 liðum frá 39 félögum. Von er á 1150 keppendum, tæplega 300 þjálfurum/fararstjórum ásamt foreldrum og er því hægt að gera ráð fyrir því að hátt í 2500 manns heimsæki eyjuna í […]

Mik­ill hiti var bæði í leik­mönn­um og þjálf­ur­um

Val­ur sótti þrjú stig til Eyja í gær þegar þær unnu 3:1-sig­ur á ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í knatt­spyrnu. Eyjakonur komust þó fljótlegar yfir þegar Emma Kelly skoraði á fjórðu mínútu. ÍBV hélt for­skot­inu allt fram á 39. mín­útu Valur jafnaði met­in eft­ir horn­spyrnu. Á loka­mín­útu fyrri hálfleiks komst svo Val­ur yfir með sjálfs­marki, aft­ur […]

Stórleikur hjá stelpunum í dag

Í dag mætast ÍBV og Valur í Pepsimax deild kvenna. Leikið verður á Hásteinsvelli klukkan 17:00. ÍBV er nú í 4.sæti deildarinnar og Valur á toppnum. Eyjamenn fjölmennum á Hásteinsvöll og hvetjum ÍBV til sigurs. ÁFRAM ÍBV (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.