Rútuferð á leikinn á sunnudaginn

Næsta orrusta í stríðinu við Hauka verður sunnudaginn 5.maí kl.16.00 á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi þriðji leikur er gífurlega mikilvægur upp á framhaldið og höfum við fundið fyrir áhuga á því að hafa ferð fyrir stuðningsmenn á leikinn. Stuðningurinn við liðið hefur verið stórkostlegur og viljum við nú láta strákunum líða eins og á heimavelli […]
Vel heppnað konukvöld hjá ÍBV

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt afar veglegt og flott konukvöld í vikunni. Þemað á kvöldinu var Bollywood og var salurinn fallega skreyttur í því þema. Kokkarnir Siggi á Gott og Einsi Kaldi sáu um matseldina og gáfu þeir alla sína vinnu. Páll Óskar sá svo um að skemmta gestum á sinn einstaka hátt. (meira…)
Fjögur rauð spjöld og ÍBV jafnaði einvígið

ÍBV tók á móti Haukum nú í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn var í járnum allt frá byrjun til enda og skiptust liðin á að leiða. Eyjamenn náðu fimm marka forrystu um miðbik fyrri hálfleiks, 9-5, en Haukar náðu að snúa því við og leiddu með einu marki, 18-19, […]
Tveggja marka tap gegn tvöföldum meisturum Breiðablik

Eyjastúlkur tóku á móti bikar- og Íslandsmeisturum Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn byrjaði með miklum látum og sóttu bæði lið stíft. Agla María Albertsdóttir kom þá Blikastúlkum yfir á 11. mínútu. Níu mínútum síðar varð Ingibjörg Lucia Ragnarsdóttir leikmaður ÍBV fyrir því óhappi að fá fyrirgjöf Blikastúlkunnar Karólínu Leu í sig og […]
Mikilvægur leikur á heimavelli

Í dag fimmtudag kl. 19.00 fer fram leikur tvö hjá ÍBV og Haukum í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Staðan er 1 – 0 fyrir Haukum í einvíginu og því mikilvægur leikur á heimavelli. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að okkar menn eru bestir í þessari stöðu, á heimavelli með bestu stuðningsmennina á bak við sig. […]
ÍBV sló bikarmeistara Stjörnunnar út eftir framlengdan leik

ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarkeppni karla nú í kvöld. Leikurinn var frekar tíðindalítill en bæði lið sýnu fínan leik. Eyjamenn áttu þó ef eitthvað er fleiri hættuleg færi, sér í lagi í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja. Stjörnumenn byrjuðu framlenginguna […]
Haukar leiða einvígið eftir fimm marka sigur í fyrsta leik

ÍBV sótti Hauka heim í Hafnarfjörðinn nú í kvöld í fyrsta leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu fljótlega tveggja marka forystu. Eyjamenn vöknuðu þó til lífsins um miðbik hálfleiksins og náðu eins mark forskoti. Það hefði getað orðið þrjú mörk en Grétar Ari Guðjónsson markvörður Hauka varði í kjölfarið tvívegis frá […]
Brösuleg byrjun ÍBV í Pepsi Max-deild karla

ÍBV átti ekki draumabyrjun í Pepsi Max-deild karla er þeir tóku á móti Fylki á Hásteinsvelli í fyrsta leik sumarins. ÍBV spilaði 5-3-2 og var þannig skipað: Mark: Halldór Páll Geirsson. Vörn: Diogo Coelho, Sigurður Arnar Magnússon, Gilson Correia, Telmo Castanheira, Matt Garner (Evariste Ngolok 80). Miðja: Priestley Griffiths (Guðmundur Magnússon 54), Sindri Snær Magnússon, Jonathan Franks. Sókn: Jonathan Glenn, Víðir Þorvarðarson (Felix […]
Daníel Ingi endaði í öðru sæti

Global Junior golfmótinu á Spáni lauk í gær. Daníel Ingi Sigurjónsson endaði þar í 2.sæti aðeins einu höggi frá efsta manni. Einnig léku þeir Lárus Garðar Long og Nökkvi Snær Óðinsson á mótinu og endaði Lárus í 6. sæti og Nökkvi í 9 sæti. Leikið var á La Serana golfvellinum á Suður-Spáni og voru mjög krefjandi […]
Verðum að sýna styrk okkar og karakter í hverjum einasta leik

Karlalið ÍBV í Pepsi Max deildinni, eins og efstadeild Íslandsmótsins heitir þetta árið, hefur leik í dag, laugardag, er fá Fylki í heimsókn. Leikurinn sem fer fram á Hásteinsvelli hefst kl. 14.00. Nýr þjálfari tók við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni við lok síðasta tímabils, Pedro Hipolito. Pedro hefur verið við þjálfun á Íslandi frá því […]