Spila á sterku áhugamannamóti á Spáni

Þrír af bestu og efnilegustu kylfingum golfklúbbs Vestmannaeyja eru að leika þessa stundina á sterku áhugamannamóti Global junior golf á Serena. Eftir fyrsta hring leiðir Lárus Garðar Long á 73 höggum. Daníel Ingi Sigurjónsson lék á 74 höggum og Nökkvi Snær Óðinsson lék á 79 höggum. Erfiðar aðstæður voru á vellinum í dag mikill vindur. […]

Áfram í undanúrslit eftir sannfærandi sigur á bikarmeisturum FH

Eyjamenn fengu FH í heimsókn í gær í öðrum leik liðanna í áttaliða úrslitum Olís-deildarinnar. ÍBV sigraði fyrri leikinn með fimm marka munn 23-28. Það var því að duga eða drepast fyrir FH. Heimamenn tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum leiddu nánast allan leikinn og höfðu sjö marka forystu í hálfleik 19-12. Síðari hálfleikur var svo […]

ÍBV spilar í átta liða úrslitum í dag

Leikur ÍBV og FH í átta liða úrslitunum er í dag mánudag klukkan 17:00. ÍBV vann frábæran sigur í fyrsta leiknum í Kaplakrika þar sem liðið spilaði frábærlega og Björn Viðar fór hreinlega á kostum og var með hátt í 50% markvörslu í leiknum. Strákarnir okkar ætla ekki að gefa neitt eftir og eru staðráðnir […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]

Stelpurnar komnar í sumarfrí eftir tap í gær

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta féllu úr leik í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með þriðja tapinu gegn Fram í gærkvöldi. Fram gerði útaf við leikinn strax á upphafsmínútum hans og skoruðu sjö fyrstu mörkin. Eftir ellefu mínútna leik var staðan orðin 10-1 enda sóknarleikur Eyjakvenna í molum. Staðan í hálfleik 19-11 Fram í vil. ÍBV lék […]

Starfshópur skipaður um framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamála

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti á síðasta fundi sínum vilja fjölskyldu- og tómstundaráðs að stofna starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs síðast liðinn mánudag lagði ráðið til að í starfshópnum sitji tveir fulltrúar meirihluta, Hrefna Jónsdóttir og Styrmir Sigurðarson, fulltrúi minnihlutans, Ingólfur Jóhannesson, einn fulltrúi […]

ÍBV með bakið upp við vegg eftir tap á heimavelli

Stelpurnar í ÍBV eru komnar með bakið upp við vegg í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir tap gegn Fram í gærkvöldi. Fram leiðir nú einvígið með tveimur sigrum gegn engum og geta klárað það á fimmtudaginn kemur í Safamýrinni. Fram byrjaði leikinn mun betur, skoraði fyrstu fjögur mörkin og var komið með 3-9 forystu eftir fjórtán mínútna […]

Stelpurnar mæta Fram á ný í kvöld

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta fá Framstúlkur í heimsókn í kvöld kl. 18.30 í annara viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta laugardag þar sem Fram stúlkur höfðu betur 31-25. Það tók ÍBV nokkrar mínútur að hrökkva í gang og skoraði Fram fyrstu þrjú mörk leiksins en ÍBV tók […]

Jafntefli í baráttuleik gegn Haukum

Strákarnir í ÍBV léku sinn síðasta heimaleik í Olís-deildinni, fyrir úrslitakeppnina, í gærkvöldi er þeir tóku á móti Haukum. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu frá upphafi til enda. Á fyrsti mínútum leiksins fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson að líta rauða spjaldið fyrir að skella Daníel Erni Griffin í gólfið sem  var fluttur á sjúkrahús til skoðunar […]

Stelpurnar enda í þriðja – Mæta Fram í úrslitum

Lokaumferð Olís-deildar kvenna fór fram í gærkvöldi þar sem ÍBV sótti Hauka heim í Schenker-höllina. Þar unnu Eyjastúlkur sannfærandi sigur 26-30. Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sex mörk og Sunna Jónsdóttir með fimm. Eftir úrslit gærkvöldsins er því ljóst að ÍBV endar í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig. Það þýðir að stelpurnar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.