Spila á sterku áhugamannamóti á Spáni

Þrír af bestu og efnilegustu kylfingum golfklúbbs Vestmannaeyja eru að leika þessa stundina á sterku áhugamannamóti Global junior golf á Serena. Eftir fyrsta hring leiðir Lárus Garðar Long á 73 höggum. Daníel Ingi Sigurjónsson lék á 74 höggum og Nökkvi Snær Óðinsson lék á 79 höggum. Erfiðar aðstæður voru á vellinum í dag mikill vindur. […]
Áfram í undanúrslit eftir sannfærandi sigur á bikarmeisturum FH

Eyjamenn fengu FH í heimsókn í gær í öðrum leik liðanna í áttaliða úrslitum Olís-deildarinnar. ÍBV sigraði fyrri leikinn með fimm marka munn 23-28. Það var því að duga eða drepast fyrir FH. Heimamenn tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum leiddu nánast allan leikinn og höfðu sjö marka forystu í hálfleik 19-12. Síðari hálfleikur var svo […]
ÍBV spilar í átta liða úrslitum í dag

Leikur ÍBV og FH í átta liða úrslitunum er í dag mánudag klukkan 17:00. ÍBV vann frábæran sigur í fyrsta leiknum í Kaplakrika þar sem liðið spilaði frábærlega og Björn Viðar fór hreinlega á kostum og var með hátt í 50% markvörslu í leiknum. Strákarnir okkar ætla ekki að gefa neitt eftir og eru staðráðnir […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]
Stelpurnar komnar í sumarfrí eftir tap í gær

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta féllu úr leik í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með þriðja tapinu gegn Fram í gærkvöldi. Fram gerði útaf við leikinn strax á upphafsmínútum hans og skoruðu sjö fyrstu mörkin. Eftir ellefu mínútna leik var staðan orðin 10-1 enda sóknarleikur Eyjakvenna í molum. Staðan í hálfleik 19-11 Fram í vil. ÍBV lék […]
Starfshópur skipaður um framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamála

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti á síðasta fundi sínum vilja fjölskyldu- og tómstundaráðs að stofna starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs síðast liðinn mánudag lagði ráðið til að í starfshópnum sitji tveir fulltrúar meirihluta, Hrefna Jónsdóttir og Styrmir Sigurðarson, fulltrúi minnihlutans, Ingólfur Jóhannesson, einn fulltrúi […]
ÍBV með bakið upp við vegg eftir tap á heimavelli

Stelpurnar í ÍBV eru komnar með bakið upp við vegg í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir tap gegn Fram í gærkvöldi. Fram leiðir nú einvígið með tveimur sigrum gegn engum og geta klárað það á fimmtudaginn kemur í Safamýrinni. Fram byrjaði leikinn mun betur, skoraði fyrstu fjögur mörkin og var komið með 3-9 forystu eftir fjórtán mínútna […]
Stelpurnar mæta Fram á ný í kvöld

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta fá Framstúlkur í heimsókn í kvöld kl. 18.30 í annara viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta laugardag þar sem Fram stúlkur höfðu betur 31-25. Það tók ÍBV nokkrar mínútur að hrökkva í gang og skoraði Fram fyrstu þrjú mörk leiksins en ÍBV tók […]
Jafntefli í baráttuleik gegn Haukum

Strákarnir í ÍBV léku sinn síðasta heimaleik í Olís-deildinni, fyrir úrslitakeppnina, í gærkvöldi er þeir tóku á móti Haukum. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu frá upphafi til enda. Á fyrsti mínútum leiksins fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson að líta rauða spjaldið fyrir að skella Daníel Erni Griffin í gólfið sem var fluttur á sjúkrahús til skoðunar […]
Stelpurnar enda í þriðja – Mæta Fram í úrslitum

Lokaumferð Olís-deildar kvenna fór fram í gærkvöldi þar sem ÍBV sótti Hauka heim í Schenker-höllina. Þar unnu Eyjastúlkur sannfærandi sigur 26-30. Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sex mörk og Sunna Jónsdóttir með fimm. Eftir úrslit gærkvöldsins er því ljóst að ÍBV endar í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig. Það þýðir að stelpurnar […]