Búningsklefarnir við Hásteinsvöll

ÍBV íþróttafélag sendi bæjarráði erindi þar sem óskað var eftir því við bæjarráð að flytj fjármagn vegna framkvæmda sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019, frá Týsheimili yfir í stúkuna við Hásteinsvöll. Markmiðið er áfram að endurbæta aðstöðu leikmanna, dómara og starfsfólks í tengslum við knattspyrnuleiki á Hásteinsvelli, en þeirri aðstöðu verði komið […]

Góður sigur ÍBV gegn Akureyri

Akureyri komst loks til Eyja til að leika margfrestaðan leik gegn ÍBV í Olís-deild karla nú í kvöld. Eyjamenn voru lengi í gang og stóðu leikar 13-14 Akureyri í vil í hálfleik. Í síðari hálfleik fundu strákarnir þó þjölina sína og voru komnir með þriggja marka forskot þegar fimm mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá […]

Leikur ÍBV og Akureyrar verður spilaður í kvöld

Hinn marg­frestaði leik­ur á milli ÍBV og Ak­ur­eyr­ar í 17. um­ferð Olís-deild­ar karla í hand­knatt­leik verður spilaður í Vest­manna­eyj­um í kvöld. Þríveg­is hef­ur þurft að fresta leikn­um en í til­kynn­ingu frá HSÍ seg­ir að Ak­ur­eyr­ing­arn­ir hafi komið með Herjólfi í gærkvöldi og hefst leikurinn klukk­an 18. Íslands­meist­ar­ar ÍBV eru í 6. sæti deild­ar­inn­ar með 15 […]

Mjög mik­il­vægt að ná í þessi tvö stig

ÍBV unnu Stjörn­una með tveggja marka mun 25:23 þegar liðin átt­ust við í Vestmannaeyjum í Olís-deild kvenna í kvöld. Arna Sif Páls­dótt­ir átti góðan leik og skoraði sjö mörk. Guðný Jenný Ásmunds­dótt­ir átti einnig flott­an leik í mark­inu og varði 14 skot. Guðný Jenný var virki­lega sátt með sig­ur liðsins á móti Stjörn­unni. Hún átti góðan […]

Herrakvöld ÍBV

Vel lítur út með Herrakvöld ÍBV handbolta sem haldið verður í Golfskálanum 5. apríl n.k.  Halli Hannesar og Gústi Halldórs veislustjórar lofa miklu fjöri.  Jói Pé mun fara yfir það helsta sem gengið hefur á í Eyjum sl. ár og átti að fara leynt.  Þá mun Þorsteinn Guðmundsson mæta og svara loksins  spurningunni eru álfar kannski […]

6-0 sigur KFS í fyrsta leik tímabilsins

KFS hóf nýtt knattspyrnutímabil með miklum krafti er þeir mættu Kóngunum frá Reykjavík í leik í 1.riðli C-deildar Lengubikarsins og jafnframt fyrsta leik tímabilsins hjá KFS. KFS undir stjórn Andra Ólafssonar, þjálfara, gerði sér lítið fyrir og vann leikinn með sex mörkum gegn engu. Mörk KFS skoruðu þeir Guðlaugur Gísli Guðmundsson, Hallgrímur Heimisson, Erik Ragnar Gíslason, […]

Tveggja marka sigur gegn Þrótti Reykjavík

Meistaraflokkur ÍBV í knattspyrnu mættu Þrótti Reykjavík í leik í Lengjubikarnum karla í gær. Matt Garner kom Eyjamönnum yfir á 32. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Frans Sigurðsson tryggði svo ÍBV tveggja marka sigur með góðu marki á 85. mínútu eftir að hafa verið aðeins í 10 mínútur á vellinum. Fyrsti sigur ÍBV […]

Á meðan ég hef gaman af þessu og hef tækifæri til að spila sem atvinnumaður

Valur Marvin Pálsson er fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í tölvuleik. Hann er núna búsettur í Los Angeles þar sem hann spilar í liði með öðrum fyrir Kanadískt fyrirtæki. Draumurinn er að komast sem lengst sem lið og vinna til peningaverðlauna. Hægt er að lesa viðtalið við Val Marvín í síðasta tölublaði af Eyjafréttum eða hér að […]

Fyrsti sigur ÍBV kvenna í Faxaflóamótinu

Meistaraflokkur ÍBV kvenna í knattspyrnu vann sinn fyrsta sigur í Faxaflóamótinu í gær þegar þær mættu HK/Víkingi í Kórnum. HK/Víkingur komst yfir á 25. mínútu en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Það var svo Cloe Lacasse sem tryggði ÍBV sigurinn með marki þegar tæpar tíu mínútur voru til […]

Gilson Correia semur loksins við ÍBV

Það styttist óðum í að knattspyrnu sumarið skelli á og undirbúningur liðana í fullum gangi. Félagaskiptagluggin í íslensku knattspyrnunni opnaði 21. febrúar og er opinn fram í miðjan maí. Síðan glugginn opnaði hefur meistaraflokkur karla bætt þónokkuð við mannskapinn hjá sér og einhverjir hafa farið. Nýjasta viðbótin er varnarmaðurinn Gilson Vorreia frá Peniche í Portúgal. Vorreia […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.