Búningsklefarnir við Hásteinsvöll

ÍBV íþróttafélag sendi bæjarráði erindi þar sem óskað var eftir því við bæjarráð að flytj fjármagn vegna framkvæmda sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019, frá Týsheimili yfir í stúkuna við Hásteinsvöll. Markmiðið er áfram að endurbæta aðstöðu leikmanna, dómara og starfsfólks í tengslum við knattspyrnuleiki á Hásteinsvelli, en þeirri aðstöðu verði komið […]
Góður sigur ÍBV gegn Akureyri

Akureyri komst loks til Eyja til að leika margfrestaðan leik gegn ÍBV í Olís-deild karla nú í kvöld. Eyjamenn voru lengi í gang og stóðu leikar 13-14 Akureyri í vil í hálfleik. Í síðari hálfleik fundu strákarnir þó þjölina sína og voru komnir með þriggja marka forskot þegar fimm mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá […]
Leikur ÍBV og Akureyrar verður spilaður í kvöld

Hinn margfrestaði leikur á milli ÍBV og Akureyrar í 17. umferð Olís-deildar karla í handknattleik verður spilaður í Vestmannaeyjum í kvöld. Þrívegis hefur þurft að fresta leiknum en í tilkynningu frá HSÍ segir að Akureyringarnir hafi komið með Herjólfi í gærkvöldi og hefst leikurinn klukkan 18. Íslandsmeistarar ÍBV eru í 6. sæti deildarinnar með 15 […]
Mjög mikilvægt að ná í þessi tvö stig

ÍBV unnu Stjörnuna með tveggja marka mun 25:23 þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í Olís-deild kvenna í kvöld. Arna Sif Pálsdóttir átti góðan leik og skoraði sjö mörk. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti einnig flottan leik í markinu og varði 14 skot. Guðný Jenný var virkilega sátt með sigur liðsins á móti Stjörnunni. Hún átti góðan […]
Herrakvöld ÍBV

Vel lítur út með Herrakvöld ÍBV handbolta sem haldið verður í Golfskálanum 5. apríl n.k. Halli Hannesar og Gústi Halldórs veislustjórar lofa miklu fjöri. Jói Pé mun fara yfir það helsta sem gengið hefur á í Eyjum sl. ár og átti að fara leynt. Þá mun Þorsteinn Guðmundsson mæta og svara loksins spurningunni eru álfar kannski […]
6-0 sigur KFS í fyrsta leik tímabilsins

KFS hóf nýtt knattspyrnutímabil með miklum krafti er þeir mættu Kóngunum frá Reykjavík í leik í 1.riðli C-deildar Lengubikarsins og jafnframt fyrsta leik tímabilsins hjá KFS. KFS undir stjórn Andra Ólafssonar, þjálfara, gerði sér lítið fyrir og vann leikinn með sex mörkum gegn engu. Mörk KFS skoruðu þeir Guðlaugur Gísli Guðmundsson, Hallgrímur Heimisson, Erik Ragnar Gíslason, […]
Tveggja marka sigur gegn Þrótti Reykjavík

Meistaraflokkur ÍBV í knattspyrnu mættu Þrótti Reykjavík í leik í Lengjubikarnum karla í gær. Matt Garner kom Eyjamönnum yfir á 32. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Frans Sigurðsson tryggði svo ÍBV tveggja marka sigur með góðu marki á 85. mínútu eftir að hafa verið aðeins í 10 mínútur á vellinum. Fyrsti sigur ÍBV […]
Á meðan ég hef gaman af þessu og hef tækifæri til að spila sem atvinnumaður

Valur Marvin Pálsson er fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í tölvuleik. Hann er núna búsettur í Los Angeles þar sem hann spilar í liði með öðrum fyrir Kanadískt fyrirtæki. Draumurinn er að komast sem lengst sem lið og vinna til peningaverðlauna. Hægt er að lesa viðtalið við Val Marvín í síðasta tölublaði af Eyjafréttum eða hér að […]
Fyrsti sigur ÍBV kvenna í Faxaflóamótinu

Meistaraflokkur ÍBV kvenna í knattspyrnu vann sinn fyrsta sigur í Faxaflóamótinu í gær þegar þær mættu HK/Víkingi í Kórnum. HK/Víkingur komst yfir á 25. mínútu en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Það var svo Cloe Lacasse sem tryggði ÍBV sigurinn með marki þegar tæpar tíu mínútur voru til […]
Gilson Correia semur loksins við ÍBV

Það styttist óðum í að knattspyrnu sumarið skelli á og undirbúningur liðana í fullum gangi. Félagaskiptagluggin í íslensku knattspyrnunni opnaði 21. febrúar og er opinn fram í miðjan maí. Síðan glugginn opnaði hefur meistaraflokkur karla bætt þónokkuð við mannskapinn hjá sér og einhverjir hafa farið. Nýjasta viðbótin er varnarmaðurinn Gilson Vorreia frá Peniche í Portúgal. Vorreia […]