Fékk öfluga einstaklinga með mér í stjórn

Í gær var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Miklar breytingar urðu á fundinum og þar á meðal urðu formannsskipti. Helgi Bragason hætti sem formaður eftir að hafa gengt því hlutverki í 18 ár. Ásamt Helga gengu einnig úr stjórn Haraldur Óskarsson, Eyþór Harðarson og Jón Árni Ólafsson. Nýr formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja er Sigursveinn Þórðason og sagði hann […]
Sex marka tap gegn Haukum

Haukar sóttu ÍBV heim í gærkvöldi í fyrsta heimaleik ársins í Olís-deild kvenna í handknattleik. Jafnræði var með liðunum í uppphafi en um miðbik fyrri hálfleiks tóku Haukakonur öll völd. Staðan í hálfleik 10-15, Haukum í vil. Guðný Jenný Ásmundsdóttir kom í mark ÍBV í síðari hálfleik og átti stórleik, varði níu skot. Hún átti […]
Arnór Gauti afgreiddi ÍBV með þrennu á þrettán mínútum

Arnór Gauti Ragnarsson sá um að afgreiða sína fyrrum félaga í ÍBV í leik í A-deild Fótbolta.net mótsins í gær en Arnór Gauti lék með ÍBV eitt tímabil, 2017. Viktor Karl Einarsson kom blikum yfir á 21. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Þegar sautján mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Arnór Gauti […]
ÍBV mætir Blikum í Fífunni í dag

Breiðabliksliðið mætir liði ÍBV í 1. umferð Fótbolta.net mótsins 2019 í Fífunni á sunnudaginn kl. 14.15. Þetta er fyrsti opinberi leikur beggja liða í móti árið 2019. Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV Breiðablik og ÍBV hafa mæst 94 sinnum í opinberri keppni. Þar til viðbótar eru margir óskráðir leikir í svokallaðri Bæjarkeppni liðanna sem var […]
Eiður Aron spilar sinn fyrsta landsleik í dag

Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins hefur opinberað byrjunarlið Íslands sem að mætir Svíþjóð í æfingaleik í Katar í dag. Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson byrjar í hjarta varnarinnar en þetta er hans fyrsti landsleikur fyrir Ísland. Hjörtur Hermannson er honum við hlið en Birkir Már og Böðvar Böðvarsson eru bakverðir. Fredrik Schram stendur í rammanum. (meira…)
Heiðar Smári á leið til Svíþjóðar í ameríska fótboltann

Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að leikmönnum í amerískum fótbolta á Íslandi. Enda, að mér vitanlegum, aðeins eitt lið sem æfir þá íþrótt á Íslandi, Einherji. Og var það stofnað árið 2015. Á meðal liðsmanna Einherja er Eyjamaðurinn Heiðar Smári Ingimarsson. Til að byrja með spiluðu leikmenn liðsins einungis innbyrðis en […]
Reynir að komast á atvinnumannsstig

Hlauparinn Hlynur Andrésson setti fjögur Íslandsmet á síðasta ári. Núna hefur hann lokið námi í Bandaríkjunum og ætlar að einbeita sér enn meira af hlaupinu. „Ég kláraði meistaranám í líffræði núna í byrjun ágúst og þurfti þá að ákveða hvort ég myndi fara beint í doktorsnám og gera hlaupin að áhugamáli, eða gefa bara allt […]
Stelpurnar steinlágu fyrir Val

Olís-deild kvenna í handbolta fór af stað í gærkvöldi eftir langt jólafrí. Stelpurnar sóttu þá heim Valskonur í toppslag. Valskonur byrjuðu mun betur, náðu fljótt undirtökunum og komust í 13-5 þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum. Þá hafði ÍBV ekki skorað í 15 mínútur. Eyjastúlkur klóruðu aðeins í bakkann áður en hálfleiknum lauk […]
Sísí Lára og Clara á æfingar hjá KSÍ

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu kvenna valdi í gær Sigríði Láru Garðarsdóttur í lokahóp sinn er kemur saman til æfinga og leikur æfingaleik gegn Skotum á La Manga á Spáni á næstu dögum. Þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn þeirra Jóns Þórs og Ian Jeffs. Þá valdi Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands […]
Gunnar K. Gunnarsson fékk ahentan gullpinna EHF

Fyrir leik Íslands og Barein fékk Gunnar K. Gunnarsson afhentan gullpinna EHF fyrir vel unnin störf í þágu handknattleikshreyfingarinnar. Gunnar hefur verið eftirlitsmaður bæði hér heima og erlendis síðustu áratugi en hann lét af störfum í vor. Það var Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sem afhenti Gunnari gullpinnann. View this post on Instagram […]