Fékk öfluga einstaklinga með mér í stjórn

Í gær var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Miklar breytingar urðu á fundinum og þar á meðal urðu formannsskipti. Helgi Bragason hætti sem formaður eftir að hafa gengt því hlutverki í 18 ár. Ásamt Helga gengu einnig úr stjórn Haraldur Óskarsson, Eyþór Harðarson og Jón Árni Ólafsson. Nýr formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja er Sigursveinn Þórðason og sagði hann […]

Sex marka tap gegn Haukum

Haukar sóttu ÍBV heim í gærkvöldi í fyrsta heimaleik ársins í Olís-deild kvenna í handknattleik. Jafnræði var með liðunum í uppphafi en um miðbik fyrri hálfleiks tóku Haukakonur öll völd. Staðan í hálfleik 10-15, Haukum í vil. Guðný Jenný Ásmundsdóttir kom í mark ÍBV í síðari hálfleik og átti stórleik, varði níu skot. Hún átti […]

Arnór Gauti afgreiddi ÍBV með þrennu á þrettán mínútum

Arnór Gauti Ragnarsson sá um að afgreiða sína fyrrum félaga í ÍBV í leik í A-deild Fótbolta.net mótsins í gær en Arnór Gauti lék með ÍBV eitt tímabil, 2017. Viktor Karl Einarsson kom blikum yfir á 21. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Þegar sautján mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Arnór Gauti […]

ÍBV mætir Blikum í Fífunni í dag

Breiðabliksliðið mætir liði ÍBV í 1. umferð Fótbolta.net mótsins 2019 í Fífunni á sunnudaginn kl. 14.15. Þetta er fyrsti opinberi leikur beggja liða í móti árið 2019. Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV Breiðablik og ÍBV hafa mæst 94 sinnum í opinberri keppni. Þar til viðbótar eru margir óskráðir leikir í svokallaðri Bæjarkeppni liðanna sem var […]

Eiður Aron spilar sinn fyrsta landsleik í dag

Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins hefur opinberað byrjunarlið Íslands sem að mætir Svíþjóð í æfingaleik í Katar í dag. Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson byrjar í hjarta varnarinnar en þetta er hans fyrsti landsleikur fyrir Ísland. Hjörtur Hermannson er honum við hlið en Birkir Már og Böðvar Böðvarsson eru bakverðir. Fredrik Schram stendur í rammanum. (meira…)

Heiðar Smári á leið til Svíþjóðar í ameríska fótboltann

Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að leikmönnum í amerískum fótbolta á Íslandi. Enda, að mér vitanlegum, aðeins eitt lið sem æfir þá íþrótt á Íslandi, Einherji. Og var það stofnað árið 2015. Á meðal liðsmanna Einherja er Eyjamaðurinn Heiðar Smári Ingimarsson. Til að byrja með spiluðu leikmenn liðsins einungis innbyrðis en […]

Reynir að kom­ast á at­vinnu­manns­stig

Hlauparinn Hlyn­ur Andrés­son setti fjögur Íslands­met á síðasta ári. Núna hefur hann lokið námi í Banda­ríkj­un­um og ætlar að einbeita sér enn meira af hlaupinu. „Ég kláraði meist­ara­nám í líf­fræði núna í byrj­un ág­úst og þurfti þá að ákveða hvort ég myndi fara beint í doktors­nám og gera hlaup­in að áhuga­máli, eða gefa bara allt […]

Stelpurnar steinlágu fyrir Val

Olís-deild kvenna í handbolta fór af stað í gærkvöldi eftir langt jólafrí. Stelpurnar sóttu þá heim Valskonur í toppslag. Valskonur byrjuðu mun betur, náðu fljótt undirtökunum og komust í 13-5 þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum. Þá hafði ÍBV ekki skorað í 15 mínútur. Eyjastúlkur klóruðu aðeins í bakkann áður en hálfleiknum lauk […]

Sísí Lára og Clara á æfingar hjá KSÍ

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu kvenna valdi í gær Sigríði Láru Garðarsdóttur í lokahóp sinn er kemur saman til æfinga og leikur æfingaleik gegn Skotum á La Manga á Spáni á næstu dögum.  Þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn þeirra Jóns Þórs og Ian Jeffs. Þá valdi Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands […]

Gunnar K. Gunnarsson fékk ahentan gullpinna EHF

Fyrir leik Íslands og Barein fékk Gunnar K. Gunnarsson afhentan gullpinna EHF fyrir vel unnin störf í þágu handknattleikshreyfingarinnar. Gunnar hefur verið eftirlitsmaður bæði hér heima og erlendis síðustu áratugi en hann lét af störfum í vor. Það var Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sem afhenti Gunnari gullpinnann.   View this post on Instagram   […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.