Bikarmeistararnir mæta Gróttu hér heima

Dregið var í 16-liða úrslit Coca-cola bikars karla í hádeginu í gær. Ríkjandi bikarmeistarar ÍBV drógust þar á móti Gróttu og mun mæta þeim í Eyjum . ÍBV 2 drógst hins vegar á móti liði ÍR og fá einnig heimaleik. Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru þessir: Vík­ing­ur – FH HK – Val­ur Val­ur 2 […]

Fjórfaldir meistarar nálgast botninn eftir tap gegn KA í kvöld

KA-menn mættu galvaskir til Eyja í kvöld og mættu þar ÍBV í leik í Olís-deild karla. Gestirnir tóku strax forystuna í leiknum og gáfu hana aldrei eftir, staðan í hálfleik var 11-17 KA í vil. Eyjamenn náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum hvorki í vörn né sókn fyrir utan um tíu mínútna kafla […]

Einn sigur í æfingaleikjum helgarinnar

Um helgina léku meistaraflokkar ÍBV, karla og kvenna í knattspyrnu, sitthvora tvo æfingaleikina, bæði lið undir stjórn nýs þjálfara. Það er nú reyndar erfitt að halda því fram að Jón Óli Daníelsson sé nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV en hann tekur við því að nýju eftir fjögurra ára fjarveru sem aðalþjálfari liðsins. Stelpurnar léku fyrri leikinn […]

Stelpurnar á toppnum

Stelpurnar unnu 28:25-sig­ur á KA/Þ​ór í 10. um­ferð Olís­deild­ar kvenna í hand­bolta og eru þar með komnar á toppinn með 15 stig. KA/Þór byrjaði leikinn tölu­vert bet­ur og voru fjór­um mörk­um yfir snemma í leiknum. ÍBV tókst þó að snúa því við og voru með tveggja marka for­ystu í hálfleik og gáfu ekkert eftir í […]

ÍBV semur við markmann og markaskorara

Skrifað var undir samninga við tvo leikmenn sem munu ganga í raðir ÍBV fyrir næsta tímabil og spila með meistaraflokki karla. Jonathan Glenn skrifaði undir samning við ÍBV sem gildir út árið 2020. Glenn kom fyrst til félagsins árið 2014 og fór héðan til Breiðabliks, hann spilaði hjá Fylki á nýafstöðnu tímabili þar sem hann […]

Tap í háspennuleik í Hafnarfirði

Strákarnir í ÍBV heimsóttu Hafnarfjörðinn í kvöld þar sem þeir mættu FH í leik í áttundu umferð Olís-deildar karla. Heimamenn byrjuðu betur en Eyjamenn tóku þó fljótlega við sér og komust í 8-5 eftir frábæran varnarleik. Staðan í hálfleik 12-14 ÍBV í vil. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn að miklim krafti og voru með fimm marka […]

Sannfærandi sigur gegn HK

ÍBV sótti HK heim í Kópavoginn nú í kvöld í leik í níundu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Eyjastúlkur mættu vel stemmdar til leiks og sigu hægt og bítandi framúr. Í hálfleik var staðan orðin 7-13 Eyjastúlkum í vil. Í síðari hálfleik hélt sama sagan áfram og endaði leikurinn með afar sannfærandi sigri ÍBV 20-31. […]

Samningar undirritaðir hjá meistaraflokki kvenna

Á fimmtudag skrifuðu tveir leikmenn ÍBV undir samning við félagið. Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur snúið aftur heim í ÍBV eftir stutta dvöl í Noregi þar sem hún varð Noregsmeistari með Lilleström. Sigríður Lára hefur skrifað undir 4.ára samning við sitt uppeldisfélag sem er lengsti samningur sem kvennalið ÍBV hefur gert. Þá mun Sigríður Lára taka […]

Sísí Lára á leiðinni heim

Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við ÍBV eft­ir að hafa síðustu mánuði verið hjá Lilleström og orðið Nor­egs­meist­ari með liðinu. Þetta eru afar góðar frétt­ir fyr­ir ÍBV en Sísí, eins og hún er kölluð, hef­ur verið al­gjör lyk­ilmaður í Eyjaliðinu síðustu ár. Þess má geta að ÍBV á enn eft­ir […]

Sigurður Arnar skrifaði undir hjá ÍBV

Sigurður Arnar Magnússon skrifaði undir nýjan samning hjá ÍBV íþróttafélagi og gildir hann út árið 2020. Sigurður kom sterkur inn í lið ÍBV síðasta sumar og er einn af efnilegri fótboltapeyjum félagsins og hlaut Fréttabikarinn 2018 á lokahófi ÍBV eftir síðasta tímabil. Næsta verkefni hans er með U21 landsliði Íslands. Hann er á leiðinni með […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.