Bikarmeistararnir mæta Gróttu hér heima

Dregið var í 16-liða úrslit Coca-cola bikars karla í hádeginu í gær. Ríkjandi bikarmeistarar ÍBV drógust þar á móti Gróttu og mun mæta þeim í Eyjum . ÍBV 2 drógst hins vegar á móti liði ÍR og fá einnig heimaleik. Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru þessir: Víkingur – FH HK – Valur Valur 2 […]
Fjórfaldir meistarar nálgast botninn eftir tap gegn KA í kvöld

KA-menn mættu galvaskir til Eyja í kvöld og mættu þar ÍBV í leik í Olís-deild karla. Gestirnir tóku strax forystuna í leiknum og gáfu hana aldrei eftir, staðan í hálfleik var 11-17 KA í vil. Eyjamenn náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum hvorki í vörn né sókn fyrir utan um tíu mínútna kafla […]
Einn sigur í æfingaleikjum helgarinnar

Um helgina léku meistaraflokkar ÍBV, karla og kvenna í knattspyrnu, sitthvora tvo æfingaleikina, bæði lið undir stjórn nýs þjálfara. Það er nú reyndar erfitt að halda því fram að Jón Óli Daníelsson sé nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV en hann tekur við því að nýju eftir fjögurra ára fjarveru sem aðalþjálfari liðsins. Stelpurnar léku fyrri leikinn […]
Stelpurnar á toppnum

Stelpurnar unnu 28:25-sigur á KA/Þór í 10. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta og eru þar með komnar á toppinn með 15 stig. KA/Þór byrjaði leikinn töluvert betur og voru fjórum mörkum yfir snemma í leiknum. ÍBV tókst þó að snúa því við og voru með tveggja marka forystu í hálfleik og gáfu ekkert eftir í […]
ÍBV semur við markmann og markaskorara

Skrifað var undir samninga við tvo leikmenn sem munu ganga í raðir ÍBV fyrir næsta tímabil og spila með meistaraflokki karla. Jonathan Glenn skrifaði undir samning við ÍBV sem gildir út árið 2020. Glenn kom fyrst til félagsins árið 2014 og fór héðan til Breiðabliks, hann spilaði hjá Fylki á nýafstöðnu tímabili þar sem hann […]
Tap í háspennuleik í Hafnarfirði

Strákarnir í ÍBV heimsóttu Hafnarfjörðinn í kvöld þar sem þeir mættu FH í leik í áttundu umferð Olís-deildar karla. Heimamenn byrjuðu betur en Eyjamenn tóku þó fljótlega við sér og komust í 8-5 eftir frábæran varnarleik. Staðan í hálfleik 12-14 ÍBV í vil. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn að miklim krafti og voru með fimm marka […]
Sannfærandi sigur gegn HK

ÍBV sótti HK heim í Kópavoginn nú í kvöld í leik í níundu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Eyjastúlkur mættu vel stemmdar til leiks og sigu hægt og bítandi framúr. Í hálfleik var staðan orðin 7-13 Eyjastúlkum í vil. Í síðari hálfleik hélt sama sagan áfram og endaði leikurinn með afar sannfærandi sigri ÍBV 20-31. […]
Samningar undirritaðir hjá meistaraflokki kvenna

Á fimmtudag skrifuðu tveir leikmenn ÍBV undir samning við félagið. Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur snúið aftur heim í ÍBV eftir stutta dvöl í Noregi þar sem hún varð Noregsmeistari með Lilleström. Sigríður Lára hefur skrifað undir 4.ára samning við sitt uppeldisfélag sem er lengsti samningur sem kvennalið ÍBV hefur gert. Þá mun Sigríður Lára taka […]
Sísí Lára á leiðinni heim

Sigríður Lára Garðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV eftir að hafa síðustu mánuði verið hjá Lilleström og orðið Noregsmeistari með liðinu. Þetta eru afar góðar fréttir fyrir ÍBV en Sísí, eins og hún er kölluð, hefur verið algjör lykilmaður í Eyjaliðinu síðustu ár. Þess má geta að ÍBV á enn eftir […]
Sigurður Arnar skrifaði undir hjá ÍBV

Sigurður Arnar Magnússon skrifaði undir nýjan samning hjá ÍBV íþróttafélagi og gildir hann út árið 2020. Sigurður kom sterkur inn í lið ÍBV síðasta sumar og er einn af efnilegri fótboltapeyjum félagsins og hlaut Fréttabikarinn 2018 á lokahófi ÍBV eftir síðasta tímabil. Næsta verkefni hans er með U21 landsliði Íslands. Hann er á leiðinni með […]