Eyjablikksmótið tókst vel um liðna helgi

Um helgina hélt ÍBV Eyjablikksmótið, en það er fyrir stúlkur og drengi á eldra ári í 5. flokk í handbolta. Mótið gekk heilt yfir mjög vel en það voru um 400 keppendur sem tóku þátt í mótinu. ÍBV átti fimm lið á mótinu 3 karlalið og 2 kvennalið. Stelpurnar í ÍBV1 urðu deildarmeistarar í 1. deild […]

Sigurður Arnar til Kína með KSÍ

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið lokahóp úr leikmönnum sem leika á Íslandi til farar á 4 landa mót í Kína. Leikið verður gegn Kína. Mexíkó og Thaílandi. Eyjólfur valdi Sigurð Arnar Magnússon frá ÍBV en Sigurður hefur verið í landsliðshóp Eyjólfs undanfarna leiki.  Sigurður er vel að þessu vali komin en […]

Eyverjar færðu Ægi ágóða uppistands

Í gær mættu Eyverjar færandi hendi á boccia æfingu hjá Íþróttafélaginu Ægi. Þar afhenti Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, formaður Eyverja, 150.000 kr. sem var ágóðinn af góðgerðaruppistandi sem Eyverjar héldu á Háaloftinu um síðustu helgi. Það var Anton Sigurðsson félagsmaður í Ægi sem tók við styrknum. (meira…)

Stelpurnar upp í annað sætið

Stelpurnar eru komnar upp í annað sæti Olís­deild­ar kvenna í hand­bolta eft­ir 27:22, útisig­ur á Stjörn­unni í dag. Staðan í hálfleik var 10:7, ÍBV í vil og náði Stjarn­an aldrei að jafna í seinni hálfleik. Kristrún Hlyns­dótt­ir og Arna Sif Páls­dótt­ir áttu góða leiki fyr­ir ÍBV og skorðu fimm mörk hvor og Ester Óskars­dótt­ir, Greta Kavaliu­skaite og […]

Agnar Smári og Róbert Aron fóru illa með gömlu félagana

Valsmenn með þá Agnar Smára Jónsson og Róbert Aron Hostert heimsóttu Eyjarnar í kvöld í leik í Olís-deild karla. Það er greinilegt að þeim líður vel í Eyjum því þeir skoruð samtals 16 mörk í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks en þegar á leið voru Valsmenn heldur sterkari aðilinn. Staðan í […]

Strákarnir fá Valsmenn í heimsókn í dag

Í dag kl. 18.00 fer fram leikur ÍBV og Vals í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum. Eins og alltaf þegar þessi lið mætast má búast við spennandi og skemmtilegum handboltaleik. Valur er með einu stigi ofar en ÍBV í deildinni eins og staðan er í dag, þannig að með sigri kæmist ÍBV upp fyrir þá í töflunni. […]

Öruggar áfram í bikarnum eftir 31 marks sigur

ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með Víkingsstúlkur í 1. umferð Coca-cola bikars kvenna í Víkinni í kvöld. ÍBV stúlkur sitja í þriðja sæti Olísdeildarinnar á meðan Víkingu er í níunda sæti 1. deildar. Staðan í hálfleik var 7-22 og notaði Hrafnhildur Skúladóttir tækifærið og gaf ungum leikmönnum tækifæri á að spila. Fór svo að […]

Suðurlandsslagur í kvöld

ÍBV tekur á móti Selfoss í Olís-deild kvenna í kvöld, leikurinn hefst kl 18:30. Eftir sex umferðir er ÍBV er í þriðja sæti með 7 stig en Selfossi eru á botni deildarinnar og hafa ekki unnið leik. (meira…)

Halldór Páll hefur fengið samningi sínum rift

Halldór Páll Geirsson, markvörður meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu hefur ákveðið að nýta uppsagnarákvæði í samningi sínum og fengið honum rift.  Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net. Halldór Páll hefur verið í viðræðum við ÍBV en samkomulag enn ekki nást. Hann segist hafa fundið fyrir áhuga hjá öðrum liðum en ekkert gert í því af […]

Erlingur byrjar undankeppni EM vel

Hol­lend­ing­ar, und­ir stjórn Erl­ings Rich­ards­son­ar, byrja vel í undan­keppni EM karla í handknatt­leik og burstuðu Eista í gær, fimmtudag. Hol­land sigraði 35:25 en leikið var í Hollandi. Þjóðirn­ar eru í 4. riðli með Slóven­íu og Lettlandi en Slóven­ar unnu sex marka sig­ur þegar þær þjóðir mætt­ust. Hol­land og Slóven­ía eru því efst í riðlin­um eft­ir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.