Clara vekur athylgi hjá frökkum

Hin unga og efnilega Clara Sigurðardóttir vakti mikla athygli með Íslenska landsliðinu á norðulandamótinu sem haldið var fyrr í sumar þar sem Íslands náði 3.sæti eftir að hafa sigrað lið eins og Þýskaland og England. Nú hafa borist fyrirspurnir frá Frakklandi um Clöru en Franska knattspyrnan er ein sú sterkasta í heimi. Clara mun klára […]

Hlynur stefnir á sigur um helgina

Hlynur Andrésson sigurvegari síðustu þriggja ára í hálfu maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni stefnir ótrauður á sigur um næstu helgi fjórða árið í röð. Hlynur hefur á þessu ári sett Íslandsmet í þremur hlaupagreinum utanhúss, ruv.is greindi frá. Hlynur Andrésson bætti í mars Íslandsmet Kára Steins Karlssonar í 10.000 metra hlaupi á braut þegar hann hljóp […]

Komið ákveðið jafn­vægi í liðið

Strákarnir tóku þrjú stig í Kaplakrika í dag þegar þeir unnu FH-inga 2-0, en liðin átt­ust við í 16. um­ferð Pepsi-deild­ar karla. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði bæði mörk ÍBV í dag. Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV sagði í samtali við mbl.is í dag að leikurinn hafi gengið eftir eins og þeir höfðu lagt upp með, „FH-ing­arn­ir […]

Kvennasveit GV sigraði

Íslandsmót golfklúbba 2018 fór fram dagana 10-12. ágúst. Golfklúbbur Vestmannaeyja var með sveit í 2.deil Karla og 2.deild kvenna. 2.deild kvenna spilaði í Vestmannaeyjum um helgina. Konurnar gerð sér lítið fyrir og enduðu í 1. sæti eftir að hafa spilað átta auka holur til að skera úr um úrslitin. Lokastaðan í 2. kvenna 2018 – […]

Búið að vera frábær tími og ég hlakka til að njóta handboltans á annan hátt 

Það þarf vart að kynna Arnar Pétursson fyrir Eyjamönnum en hann er sonur hjónanna Guðbjargar Sigurgeirsdóttur og Péturs Steingrímssonar. Arnar hefur átt farsæl ár með meistaraflokki karla í handbolta hjá ÍBV síðustu misseri og fyrir þjálfunina átti hann farsælan feril sjálfur í handbolta. Hann hefur nú lagt skóna á hilluna og kláraði síðasta tímabilið sem […]

Strákarnir fara í heimsókn í Kaplakrika

ÍBV mun spila í Kaplakrika í dag þar sem þeir mæta FH í Pepsí-deild karla. FH er í 5. sæti deildarinnar með 23 stig og ÍBV sitja í 9. sæti með 16 stig. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er hann sýndur í beinni á Stöð 2 sport. (meira…)

Jafntefli á Hásteinsvelli í kvöld

ÍBV og Breiðablik skildu jöfn í kvöld á Hásteinsvelli. Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir kom Breiðabliki yfir með skalla­marki á 32. mín­útu. Cloé Lacasse jafnaði fyr­ir ÍBV á 80. mín­útu. Breiðablik er enn í topp­sæti deild­ar­inn­ar, nú með 34 stig. ÍBV er í fimmta sæti með 15 stig. (meira…)

Stelpurnar mæta toppliði deildarinnar

ÍBV og Breiðablik mætast í þrettándu umferð Pepsí-deildar kvenna á Hásteinsvelli í dag. Breiðablik hefur verið að gera það gott og er liðið á toppi deildarinnar með 33 stig. Stelpurnar okkar eru í sjötta sæti með 14 stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í dag og er einnig sýndur á stöð tvö sport. (meira…)

Vestmannaeyjahlaupið hlaupið í áttunda sinn 1. sept

Vestmannaeyjahlaupið verður hlaupið í áttunda sinn laugardaginn 1. september. Boðið verður upp á 5, 10 og 21 km. Það eru hjónin Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir sem standa að skipulagningu á hlaupinu. Vestmannaeyjahlaupið var valið götuhlaup ársins 2017 hjá hlaup.is en þetta er annað árið í röð sem að hlaupið hlýtur nafnbótina. Þátttökugjöld og […]

26 ára Portúgali til ÍBV

Portúgalinn Diogo Coelho hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. „Diogo er 26 ára vinstri bakvörður og hefur undandarið spilað í annari deild í Portugal en á þessu ári á hann að baki 26 leiki í Ledma Liga Pro, næstu efstu deild í Portúgal. Við bjóðum hann velkominn til Eyja,” segir í tilkynningu frá […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.