Erfitt að leiða hlaupið
Hlynur var aðeins fjórum sekúndum frá því að ná lágmarki inn á Evrópumótið sem nú stendur yfir í 3.000 metra hindrunarhlaupi, en krefjandi mastersnám kom í veg fyrir það. Hann er hins vegar á leið í míluhlaup í Bretlandi í dag og ætlar svo að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag.
„Þetta er reyndar fjórða skiptið í röð sem ég ætla að reyna sigra. Og vonast eftir góðum tíma og skemmtilegri stemmingu, bara gaman,“ sagði Hlynur þegar RÚV hitti hann á föstudag.
Spurður út í brautina í Reykjavíkurmaraþoninu segir Hlynur hana góða. „Brautin er mjög fín en það sem hefur verið erfiðara fyrir mig er að vera alveg einn að hlaupa allan tímann, í botni. Það er svolítið erfitt andlega að ýta allan tímann sjálfur en ég vona að tíminn verði góður í þetta skiptið.“
Hægt er að hlusta á viðtalið við Hlyn hjá RÚV hérna.