Ærið verkefni bíður ÍBV í Sarpsborg

Í dag kl. 17.00 á íslenskum tíma fer fram síðari leikur ÍBV í viðureigninni gegn Sarpsborg 08 í Evrópudeild UEFA. Leikurinn fer fram á Sarpsborg stadion í Noregi. Sarpsborg 08 sigraði fyrri leikinn með fjórum mörkum gegn engu og eru því í góðri stöðu fyrir leikinn í dag. Til sigra í viðureigninni þarf ÍBV að […]

ÍBV á fjóra fulltrúa á Evrópumóti U-20 ára sem hefst í dag

U-20 ára landslið Íslands hefur leik á Evrópumótinu í Slóveníu í dagen þar á ÍBV fjóra fulltrúa. Elliða Snæ Viðarsson, Friðrik Hólm Jónsson, Daníel Griffin og Ágúst Emil Grétarsson. Fyrsti leikur liðsins er gegn liði Rúmena og hefst leikurinn kl. 13:00 á íslenskum tíma. Allir leikir mótsins verða sendir út beint á vef EHF-TV (www.ehftv.com) […]

Tap hjá stelpunum í vesturbænum

Í kvöld mættu ÍBV stúlkur KR í vesturbænum í leik í Pepsideildinni. En fyrir leik höfðu KR ekki enn unnið leik á heimavelli og tapað öllu síðan í fyrstu umferð þar sem þær sigruðu Selfoss. Eyjastúlkur byrjaði betur og á 23. mínútu kom Sigríður Lára Garðarsdóttir ÍBV yfir með skallamarki. En restina af leiknum tóku […]

ÍBV mætir PAUC frá Frakklandi í EHF-bikarnum

Dregið var í fyrstu umferðir í Evrópukeppni félagsliða, EHF-bikarsins, í handbolta í dag. Þrefaldir meistarar ÍBV sitja hjá fyrstu umferðina og koma beint inn í aðra. Þar munu þeir mæta Pays d’Aix Université Club handball eða PAUC frá Frakklandi. Fyrri leikurinn fer fram heima 6. eða 7. október en síðari leikurinn í Frakklandi 13. eða […]

Heimir hættur sem landsliðsþjálfari

KSÍ hefur nú staðfest að Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram þjálfari A landsliðs karla. „Eftir 7 góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla.  Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið […]

Katrín og Daníel Ingi Vestmannaeyjameistarar

Það var allskonar veður í boði á meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja sem fram fór dagana 11. til 14. júlí. Verðlaunaafhending fór fram í gærkvöldi og voru það Daníel Ingi Sigurjónsson og Katrín Harðardóttir sem krýnd voru Vestmanneyjameistarar. Gríðarleg spenna um efstu sætin Æsispennandi keppni var meðal þriggju efstu manna í meistarflokki karla þeirra Daníels Inga Sigurjónssonar […]

Fara út og spila fyrir ÍBV og bara njóta

Eyjamenn eru eðlilega vonsviknir eftir slæma útreið í evrópuleiknum á Hásteinsvelli í gær. „Þetta er of stórt. Þetta er ekki svona mikill munur á þessum liðum. Ég talaði við nokkra í liðinu þeirra fyrir leik og þeir voru skíthræddir að koma hingað. Við ákváðum það að mæta þeim hérna í byrjun og pressa vel á þeim,”  […]

Evrópudraumurinn svo gott sem úti

ÍBV steinlá gegn Sarpsborg08 á Hásteinsvelli í kvöld í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Norðmennirnir hafi verið meira með boltann. Áttu Eyjamenn nokkur ágætis færi og voru óheppnir að skora ekki. Í síðari hálfleik snerist leikurinn algerlega gestunum í hag og skoraði Rashad Muhammed […]

Möguleikinn liggur á heimavelli

Í dag, fimmtudaginn 12. júlí kl. 18.00 fer fram stærsti leikur ÍBV síðastliðin fimm ár í Vestmannaeyjum eða allt síðan félagið mætti Rauðu Stjörnunni frá Serbíu árið 2013. Þá mætir Sarpsborg08 frá Noregi á Hásteinsvöll í fyrstu umferð, undankeppni UEFA Evrópudeildarinnar. Þetta mun vera fyrsti evrópuleikur Sarpsborg08 frá stofnun félagsins 2008 og er því búist […]

Fjórar Eyjastelpur spiluðu með U-16

Eyjastelpurnar Andrea Gunnlaugsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir tóku þátt í European Open með U-16 ára landsliðinu í handbolta sem haldið var í Gautaborg, Svíþjóð, 2.-6. júlí sl. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið fyrir U-16 ára landslið en hingað til hefur það verið fyrir U-18 landslið. Eftir riðlakeppnina […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.