Ærið verkefni bíður ÍBV í Sarpsborg

Í dag kl. 17.00 á íslenskum tíma fer fram síðari leikur ÍBV í viðureigninni gegn Sarpsborg 08 í Evrópudeild UEFA. Leikurinn fer fram á Sarpsborg stadion í Noregi. Sarpsborg 08 sigraði fyrri leikinn með fjórum mörkum gegn engu og eru því í góðri stöðu fyrir leikinn í dag. Til sigra í viðureigninni þarf ÍBV að […]
ÍBV á fjóra fulltrúa á Evrópumóti U-20 ára sem hefst í dag

U-20 ára landslið Íslands hefur leik á Evrópumótinu í Slóveníu í dagen þar á ÍBV fjóra fulltrúa. Elliða Snæ Viðarsson, Friðrik Hólm Jónsson, Daníel Griffin og Ágúst Emil Grétarsson. Fyrsti leikur liðsins er gegn liði Rúmena og hefst leikurinn kl. 13:00 á íslenskum tíma. Allir leikir mótsins verða sendir út beint á vef EHF-TV (www.ehftv.com) […]
Tap hjá stelpunum í vesturbænum

Í kvöld mættu ÍBV stúlkur KR í vesturbænum í leik í Pepsideildinni. En fyrir leik höfðu KR ekki enn unnið leik á heimavelli og tapað öllu síðan í fyrstu umferð þar sem þær sigruðu Selfoss. Eyjastúlkur byrjaði betur og á 23. mínútu kom Sigríður Lára Garðarsdóttir ÍBV yfir með skallamarki. En restina af leiknum tóku […]
ÍBV mætir PAUC frá Frakklandi í EHF-bikarnum

Dregið var í fyrstu umferðir í Evrópukeppni félagsliða, EHF-bikarsins, í handbolta í dag. Þrefaldir meistarar ÍBV sitja hjá fyrstu umferðina og koma beint inn í aðra. Þar munu þeir mæta Pays d’Aix Université Club handball eða PAUC frá Frakklandi. Fyrri leikurinn fer fram heima 6. eða 7. október en síðari leikurinn í Frakklandi 13. eða […]
Heimir hættur sem landsliðsþjálfari

KSÍ hefur nú staðfest að Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram þjálfari A landsliðs karla. „Eftir 7 góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla. Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið […]
Katrín og Daníel Ingi Vestmannaeyjameistarar

Það var allskonar veður í boði á meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja sem fram fór dagana 11. til 14. júlí. Verðlaunaafhending fór fram í gærkvöldi og voru það Daníel Ingi Sigurjónsson og Katrín Harðardóttir sem krýnd voru Vestmanneyjameistarar. Gríðarleg spenna um efstu sætin Æsispennandi keppni var meðal þriggju efstu manna í meistarflokki karla þeirra Daníels Inga Sigurjónssonar […]
Fara út og spila fyrir ÍBV og bara njóta

Eyjamenn eru eðlilega vonsviknir eftir slæma útreið í evrópuleiknum á Hásteinsvelli í gær. „Þetta er of stórt. Þetta er ekki svona mikill munur á þessum liðum. Ég talaði við nokkra í liðinu þeirra fyrir leik og þeir voru skíthræddir að koma hingað. Við ákváðum það að mæta þeim hérna í byrjun og pressa vel á þeim,” […]
Evrópudraumurinn svo gott sem úti

ÍBV steinlá gegn Sarpsborg08 á Hásteinsvelli í kvöld í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Norðmennirnir hafi verið meira með boltann. Áttu Eyjamenn nokkur ágætis færi og voru óheppnir að skora ekki. Í síðari hálfleik snerist leikurinn algerlega gestunum í hag og skoraði Rashad Muhammed […]
Möguleikinn liggur á heimavelli

Í dag, fimmtudaginn 12. júlí kl. 18.00 fer fram stærsti leikur ÍBV síðastliðin fimm ár í Vestmannaeyjum eða allt síðan félagið mætti Rauðu Stjörnunni frá Serbíu árið 2013. Þá mætir Sarpsborg08 frá Noregi á Hásteinsvöll í fyrstu umferð, undankeppni UEFA Evrópudeildarinnar. Þetta mun vera fyrsti evrópuleikur Sarpsborg08 frá stofnun félagsins 2008 og er því búist […]
Fjórar Eyjastelpur spiluðu með U-16

Eyjastelpurnar Andrea Gunnlaugsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir tóku þátt í European Open með U-16 ára landsliðinu í handbolta sem haldið var í Gautaborg, Svíþjóð, 2.-6. júlí sl. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið fyrir U-16 ára landslið en hingað til hefur það verið fyrir U-18 landslið. Eftir riðlakeppnina […]