Uppselt á Ásvelli

ÍBV getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í þriðja sinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 ÍBV í vil en Haukar sigruðu í síðasta leik liðanna í Vestmannaeyjum með sex mörkum. Fari svo að ÍBV vinni hafa allir þrír Íslandsmeistaratitlar félagsins unnist í Hafnarfirði en […]
KFS – Kormákur/Hvöt kl. 18.00 í dag (staðfest)

Staðfestur leiktími KFS við Kormák/Hvöt á Týsvelli kl. 18.00 í dag. KFS er í níunda sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjár umferðir. KFS tapaði gegn Hvíta Riddaranum í síðasta leik 1-0. Mætum á völlinn og hvetjum strákana. (meira…)
Stefnir í áhorfendamet í íþróttamiðstöðinni

Þriðji úrslitaleikur ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Mikið verður um dýrðir í kringum leikinn enda ekki útilokað að úrslit ráðist í kapphlaupinu um Íslandsbikarinn. ÍBV stendur vel að vígi eftir tvo sigurleiki, 33:27 og 29:26. Haukar hafa ekki […]
Stefán Jónsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum

Ákveðið hefur verið að ráða Stefán Jónsson sem yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum frá 1. júní nk. Stefán gegnir nú stöðu aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Stefán tekur við af Jóhannesi Ólafssyni sem lætur af störfum frá sama tíma vegna aldurs. Jóhannes hóf störf í lögreglunni 12. október […]
Fótbolti úti í Eyjum – Nýtt lag eftir Jón Jónsson

Jón Jónsson hefur samið lag fyrir fótboltamótin í Vestmannaeyjum og er það komið inn á Spotify, hægt að hlusta hér: https://open.spotify.com/album/1jawUcb0Qfxj9vfAnjkx6A… Í tilkynningu frá Orkumótinu eru keppendur hvattir til að læra textann áður en þeir koma, til að geta sungið með þegar Jón mætir á kvöldvökuna til að frumflytja lagið. Textan má lesa hér að […]
Úrslitaeinvígið heldur áfram í dag

Annar leikur í úrslitaeinvígi ÍBV og Hauka fer fram í dag kl. 18.00 á Ásvöllum í Hafnafirði. Fyrsti leikur liðanna fór fram í Eyjum á laugardaginn síðastliðinn þar sem ÍBV sigraði Hauka 33-27 eftir kaflaskiptan leik. Staðan í hálfleik var jöfn 14:14. Okkar menn sýndu gríðarlegan mikinn karakter og snéru leiknum alveg á hvolf með […]
KFS flýtir leik vegna veðurs

KFS á leik við Hvíta Riddarann í dag í 3 umferð Íslandsmótsins. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardaginn en var færður vegna veðurs. KFS vann síðasta leik sinn gegn Ými 1-2 í Kórnum síðustu helgi. Sæbjörn Sævar Jóhannsson skoraði bæði mörk KFS í 2-1 sigri á Ými. Arian Ari Morina kom Ýmismönnum í […]
Annar leikur ÍBV og Vals í úrslitaeinvíginu kl. 18.00 í dag
Kvennalið íBV heimsækir Valskonur í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í dag kl. 18.00 í Origo – Höllinni. Í fyrsta leik liðanna sigraði Valur og því afar mikilvægt að stelpurnar sæki sigur á útivelli. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. (meira…)
Stelpurnar fá toppliðið í heimsókn

Tveir leikir eru á dagskrá í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag en topplið Þróttar heimsækir ÍBV á Hásteinsvöll. Þróttarar hafa unnið tvo og gert eitt jafntefli í deildinni en ÍBV hefur tapað tveimur og unnið einn. Þór/KA og Breiðabliks mætast þá á Þórsvelli. Bæði lið eru með 6 stig í deildinni. Leikir dagsins: […]
Samstarf ÍBV og KFS heldur áfram

ÍBV hefur lánað þá Sigurð Grétar Benónýsson og Ólaf Hauk Arilíusson yfir í KFS í sumar. Sigurður er 27 ára framherji sem á að baki 95 leiki í meistaraflokki, hann hefur undanfarin ár spilað með ÍBV og Vestra. Siggi hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að koma sér almennilega á skrið aftur. Hann […]