Lokaleikur áttundu umferðar Olís deildar karla fer fram í Eyjum í dag. Heimamenn taka þá á móti KA. ÍBV í sjöunda sæti fyrir leik dagsins með 7 stig. KA-menn eru hins vegar á botni deildarinnar með 4 stig úr 7 leikjum.
Tveir leikmenn ÍBV voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í vikunni og verða því ekki með í dag. Kristófer Ísak Bárðarson og Sigtryggur Daði Rúnarsson fengu báðir rauða spjaldið í leik ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild karla í handknattleik í síðustu viku. Sigtryggur Daði fékk einnig blátt spjald.
Flautað verður til leiks klukkan 15.00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst