ÍBV sigraði Suður­lands­slaginn

00001 Olga Undirskrift

ÍBV vann í kvöld góðan sig­ur á Sel­fossi á útivelli í 16. um­ferð Lengjudeildar kvenna í knatt­spyrnu. Lokatölur 0-3. ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig, þrem­ur stig­um á eft­ir Fram og Gróttu í sæt­un­um fyr­ir ofan og eiga Eyjastúlkur því enn mögu­leika á því að ná öðru sæt­inu, sem gef­ur sæti í Bestu […]

Suðurlandsslagur á Selfossi

ibv-fhl-sgg

16. umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með þremur leikjum. Á Selfossi verður Suðurlandsslagur þegar ÍBV kemur í heimsókn. ÍBV hefur aðeins verið að missa flugið eftir ágætis rispu, en liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum og er í fjórða sæti með 22 stig. Selfoss, sem er í bullandi fallbaráttu sigraði lið Aftureldingar á útivelli […]

Nýtt handboltafélag stofnað í Eyjum

Hbh Logo

Í dag var tilkynnt um stofnun nýs handboltafélags í Vestmannaeyjum, Handknattleiksbandalag Heimaeyjar (HBH). Í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV segir að undanfarin ár hafi ÍBV handboltafélag haldið úti ungmennaliði. „U-liðs leikmenn okkar hafa fram að þessu verið okkar framtíðarleikmenn. Verið landsliðsmenn yngri landsliða og verið að stefna á eða stíga sín fyrstu skref inn í […]

Eyjafólkið – Vestmannaeyjameistarar í golfi

Fyrr í mánuðinum fór fram Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja. Mótið fór fram dagana 10. til 13. júlí og er þetta í 85. skiptið sem að það er haldið. Fjölmargir efnilegir kylfingar tóku þátt en þátttakendur sem luku keppni voru 90 talsins og spiluðu í samtals 11 flokkum. Vestmannaeyjameistarar 2024 í karla- og kvennaflokki í golfi eru þau […]

Löglegt skal það vera

Helgi Björnsson er að mæla leiðina í Vestmannaeyjahlaupinu. Hann er löggiltur mælingarmaður og starfar hjá Tímatöku. Vestmannaeyjahlaupið hefur fengið vottun frá Frjálsíþróttasambandi Íslands og fara úrslit í afrekaskrá FRÍ. Vestmannaeyjahlaupið verður 7.september. Boðið verður upp á fimm og tíu km. hlaup.   (meira…)

ÍBV í toppsætið

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5640

ÍBV komst í dag upp fyrir Fjölni og á topp Lengjudeildar karla í fyrsta sinn í sumar. ÍBV sigraði Gróttu á Hásteinsvelli 2-1 á meðan Þór og Fjöln­ir skildu jöfn fyrir norðan. Vicente Val­or kom ÍBV yfir á sjö­undu mín­útu. Sverr­ir Páll Hjaltested skoraði svo annað mark ÍBV und­ir lok fyrri hálfleiks.  Grótta minnkaði muninn á […]

Taka á móti botnliðinu

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5609

18. umferð Lengjudeildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Gróttu. Eyjamenn eru í baráttu á toppi deildarinnar. Þeir eru í öðru sæti með 32 stig, stigi á eftir toppliði Fjölnis. ÍBV fór illa af ráði sínu í síðasta leik gegn ÍR, þegar þeir töpuðu niður tveggja marka forystu […]

Fram sótti þrjú stig til Eyja

Eyja_3L2A2658

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í Eyjum tók ÍBV á móti Fram. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Fram skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu með marki frá Emmu Björt Arnarsdóttur. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ágústa María Valtýsdóttir metin, en á 66. mínútu skoraði Birna Kristín Eiríksdóttir annað […]

ÍBV og Fram mætast í Eyjum

sisi-ibvsp

Fimmtánda umferð Bestudeildar kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Eyjum mætast ÍBV og Fram. Liðin eru með jafn mörg stig í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og má því búast við hörkuleik á Hásteinsvelli. Í fyrri leik liðana sigraði ÍBV á útivelli. Flautað er til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18.00. Sjá má leiki […]

Töpuðu dýrmætum stigum á heimavelli

Tomas Bent Mynd

Eyjamenn töpuðu í kvöld dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar er liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn ÍR. ÍBV komst yfir í leiknum þegar Viggó Val­geirs­son skoraði í fyrri hálfleik. Á 60. mín­útu fékk Jordi­an Fara­hani rautt spjald og ÍR-ingar manni færri það sem eftir lifði leiks. Tóm­as Bent Magnús­son kom ÍBV í 2:0 á 65. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.