Marinella Panayiotou til ÍBV

Kýpverska knattspyrnukonan Marinella Panayiotou hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið 2023. Marinella hefur leikið víða í Evrópu en flesta leiki á hún á Kýpur þar sem hún hefur leikið með tveimur liðum og skorað samtals 125 mörk í 117 leikjum. Síðast var Marinella á samningi hjá ítalska liðinu ACF Arezzo en áður hjá […]

ÍBV að þétta raðirnar í fótboltanum

Þeir Dwayne Atkinson og Richard King eru gengnir í raðir ÍBV frá þessu er greint á vefnum forbolti.net. Báðir koma þeir frá heimalandinu Jamaíku. Þeir skrifa undir samninga út tímabilið og er ÍBV með möguleika á að framlengja þá samninga. King er 21 árs gamall varnarmaður sem hefur leikið ellefu landsleiki (samkvæmt Transfermarkt) fyrir Jamaíku […]

4. flokkur kvenna í handbolta deildarmeistarar

4. flokkur kvenna í handbolta tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 3. deild á sunnudaginn síðastliðinn. Þjálfarar liðsins eru Gísli Steinar Jónsson og Hilmar Ágúst Björnsson. HSÍ og ÍBV óskar stelpunum innilega til hamingju með flottan árangur. (meira…)

Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Það er komið að fyrsta heimaleik sumarsins í fótboltanum. Blikar koma í heimsókn í dag á Hásteinsvöll klukkan 16:00 og má búast við spennandi leik. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að grillið verður á sínum stað fyrir leik og eru Eyjamenn hvattir til að mæta og styðja ÍBV til sigurs! (meira…)

ÍBV bætir við sig markmanni

Markvörðurinn Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV en hún hefur leikið með Clayton State háskólanum um nokkurra ára skeið. Þessi 24 ára markvörður sem er frá Venesúela hefur verið viðloðandi landsliðið þeirra og kemur til með að styðja við Guðnýju Geirsdóttur markvörð ÍBV. Hún hefur nú þegar hafið æfingar með liðinu og kann […]

ÍBV mætir FH í undanúrslitum

FH og ÍBV mætast í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik. Það varð ljóst eftir að liðin sendu andstæðinga sína, Selfoss og Stjörnuna, í sumarfrí í gærkvöldi. ÍBV vann Stjörnuna öðru sinni í hörkuleik í TM-höllinni, 27:23. FH fór létt með Selfoss í Sethöllinni á Selfossi, 33:24. Fyrsti leikur FH og ÍBV verður í Kaplakrika […]

Rútuferð: Stjarnan – ÍBV á morgunn

Nú er úrslitakeppnin komin á fullt og tímabært að fá alla með í bátana og láta vaða á þetta! Alvöru stuð og stemning hefur einkennt ÍBV í úrslitakeppni undanfarin ár og núna verður engin breyting á! Handknattleiksdeild ÍBV vill kanna áhuga á rútuferð á leik ÍBV og Stjörnunnar, leik 2 í 8 liða úrslitum karla. […]

ÍBV mætir KA í dag fyrir norðan

Þrír leikir verða spilaðir í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. ÍBV mætir KA fyrir norðan kl. 16:00 á Greifavellinum. Leikurinn er sýndur í beinni á Besta deildin2. Aðrir leikir á dagskrá eru Keflavík-KR kl. 14:00 FH-Stjarnan kl. 16:00     (meira…)

Úrslitakeppni karla hefst á morgunn

ÍBV mætir Stjörnunni í 8 liða úrslitum og verður fyrsti leikurinn á morgunn laugardag kl.14:00, heima í Eyjum. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur!. Frítt er fyrir börn á grunnskólaaldri/iðkendur ÍBV. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Fyllum Íþróttamiðstöðina af hvítum treyjum og hvetjum okkar menn til sigurs! Áfram ÍBV Alltaf, alls staðar! (meira…)

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. ÍBV mætir Stjörnunni

Dregið var í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Liðin í Bestu deild karla koma nú inn í keppnina ásamt þeim 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ dró úr pottinum, með aðstoð Ingólfs Hannessonar fyrrum íþróttafréttamanni og Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra KSÍ. 32 liða úrslitin fara fram dagana 19-21. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.