Mæta Stjörnunni

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í 14. umferð Olísdeild kvenna í dag. Stjarnan vann fyrri leik liðana í Garðabæ í haust. Fyrir leiki dagsins situr ÍBV í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig úr 13 leikjum. Stjarnan er hins vegar í næst neðsta sætinu með 5 stig. Flautað verðu til leiks klukkan 13.00. (meira…)
Hjörvar Daði til ÍBV

Markvörðurinn Hjörvar Daði Arnarsson hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann kemur frá HK þar sem hann hefur verið á samningi síðan 2018. Hjörvar er 23 ára gamall og hefur hann leikið á láni síðustu þrjú tímabil, það fyrsta hjá ÍR og seinni tvö hjá Hetti/Hugin. Á síðustu leiktíð var hann valinn besti […]
Stelpurnar heimsækja Fram

Kvennalið ÍBV heimsækir Fram í Úlfársdalinn í dag þegar 13 umferð í Olísdeild kvenna verður leikin. Fram situr í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig, en ÍBV er í sæti neðar með 14 stig. Leikurinn hefst kl. 18:00. (meira…)
Fyrsti heimaleikur ársins í dag

Fyrsti heimaleikur ársins er í dag þegar stelpurnar fá ÍR í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 18.00 í Íþróttamiðstöðinni. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í dag. (meira…)
Evrópuleikur í Eyjum

ÍBV tekur í dag á móti austurríska handknattleiksliðið Förthof UHK Krems í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Fyrri leiknum í Austurríki lauk með tveggja marka sigri Krems 30-28 en ÍBV leiddi í hálfleik 10-13. Það er því ljóst að ÍBV á ágætis möguleika á því að krækja sér í sæti […]
Efnilegir markaskorarar

Fyrstu lotu var að ljúka í 3. og 4. flokki karla og kvenna í handbolta HBStatz hefur tekið saman hvaða leikmenn hafa verið iðnir við að skora það sem af er vetri. HBStatz er samstarfsaðili HSÍ og er innsláttar- og greiningarkerfi fyrir tölfræði í handbolta. Kerfið er hugsað fyrir þjálfara, fjölmiðla og handboltaáhugafólk almennt. ÍBV á tvo fulltrúa á lista þeirra […]
ÍBV-HK í dag

Það er nóg að gera hjá ÍBV strákunum þessa dagana en í kvöld fá þeir HK í heimsókn kl. 18:30. Lið HK er í áttunda sæti Olísdeildarinnar með sjö stig en ÍBV í því fjórða með 13 stig en bæði liðin hafa leikið 10 leiki. Framundan er svo seinni leikurinn í Evrópubikar á móti Krems […]
ÍBV mætir Aftureldingu í 8 liða úrslitum Poweradebikarsins

Íslandsmeistarar ÍBV og Bikarmeistarar Aftureldingar voru dregin saman í átta liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í gær. Samkvæmt handbolti.is eiga leikirnir að fara fram sunnudaginn 11 og mánudaginn 12. febrúar. Leikirnir geta hins vegar færst til vegna leikja í 16 liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar sem eiga að fara fram 10 og 11 febrúar og 17 og 18 febrúar. […]
Evrópubikarkeppnin heldur áfram í dag

Handboltastrákarnir eru komnir til Austurríkis þar sem ÍBV liðið tekur þátt í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í kvöld. ÍBV mætir austurríska liðinu Krems kl. 18:00 á íslenskum tíma, hægt verður að horfa á leikinn á meðfylgjandi hlekk. https://fan.at/handball/videos/655f7123474e4528cad04d38 Heimaleikur ÍBV gegn Krems verður síðan 2. desember. (meira…)
Samstarfsamningur undirritaður við Rán

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur, í fyrsta skiptið, milli Vestmannaeyjabæjar og Fimleikafélagsins Ránar. Samningurinn var undirritaður af þeim Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra og Önnu Huldu Ingadóttur framkvæmdarstjóra Ránar. Ánægjulegt hefur verið að sjá þann vöxt sem hefur verið innan fimleikafélagsins undanfarinn ár og er félagið orðið eitt af þeim stærstu íþróttafélögunum í Vestmannaeyjum. Fyrir er Vestmannaeyjabær […]