ÍBV gerði góða ferð í Garðabæ í dag þegar liðið sigraði Stjörnuna, 25-22 í Olís deild kvenna. Staðan í leikhléi var 14-12 ÍBV í vil. Í síðari hálfleik hélt ÍBV forystunni og hafði á endanum betur.
Hjá ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir markahæst með níu mörk. Dagbjört Ýr Ólafsdóttir skoraði fjögur mörk og Sunna Jónsdóttir gerði þrjú mörk. Marta Wawrzykowska varði níu skot í markinu. ÍBV er í fjórða sæti deildarinnar með fimm stig, en Stjarnan er með tvö stig í sjötta sæti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst