Heil umferð fer fram í Olís deild kvenna í dag. Um er að ræða 5. umferð Íslandsmótsins. Í Eyjum verður háður Suðurlandsslagur þegar lið Selfoss kemur í heimsókn. ÍBV um miðja deild með 5 stig á meðan Selfoss er með 2 stig í næst neðsta sæti.
Leikurinn er svokallaður bleikur leikur til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Kraftur & Heimaey verði með varning til sölu & Tranbergs bakarí selur bleikar möffins til styrktar Krabbavörn. „Allur ágóði af miðasölu rennur óskiptur til Krabbavarnar Vestmannaeyja. Mætum vel í húsið, styðjum stelpurnar okkar til sigurs og í leiðinni gott málefni!”
Leikir dagsins:
lau. 12. okt. 24 | 13:30 | 5 | Skógarsel | ÁRM/ÞHA/GEG | ÍR – Fram | |||
lau. 12. okt. 24 | 14:00 | 5 | Hertz höllin | APÁ/HAÐ/VÓM | Grótta – Stjarnan | |||
lau. 12. okt. 24 | 14:00 | 5 | Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja | JEL/ÓÖJ/SIÓ | ÍBV – Selfoss | |||
lau. 12. okt. 24 | 14:15 | 5 | N1 höllin | RMI/MJÓ/KHA | Valur – Haukar |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst