Róbert Sigurðarson til Drammen

Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir samning hjá norska úrvalsdeildarliðinu Drammen. Fram kemur á facebook síðu ÍBV Handbolti að Róbert hefur verið einn albesti varnarmaður landsins undanfarin ár og verið algjör lykilmaður í varnarleik ÍBV. Hann gekk til liðs við ÍBV haustið 2017 á láni frá liði Akureyrar. Haustið 2019 voru svo gerð endanleg félagaskipti til […]
Lokaumferð Olísdeild karla í dag. Valur-ÍBV

Loka umferðin í Olísdeild karla í handbolta fer fram í dag þar sem ÍBV mætir Val í Origohöllinni kl. 16:00. Í síðasta leik sigruðu þeir Hauka örugglega heima í Eyjum, 38-24, og eru staðráðnir að halda uppi góðum gír. Við hvetjum Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu til þess að mæta, hita upp fyrir úrslitakeppnina og styðja okkar […]
KFS tekur á móti Þrótti Rvk á heimavelli

KFS á heimaleik gegn Þrótti Rvk fimmtudaginn 6. apríl kl. 14:00 á Helgafellsvelli. KFS komst áfram úr fyrstu umferð mjólkurbikarsins með sigri á Ými frá Kópavogi og lendir í skemmtilegu verkefni á móti Þrótt Rvk, sem leikur í Lengjudeildinni. Athyglisvert er að segja frá því að þjálfari Þrótts er Ian Jeffs. (meira…)
Tvöfaldur leikdagur hjá ÍBV

Tveir leikir fara fram í Olísdeild kvenna og karla í dag. Karlaliðið mætir Gróttu í Hertz höllinni Seltjarnanesi kl. 14:00. Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð2Sport. Kvennaliðið mætir síðan Fram í Framhúsinu Úlfarársdal kl. 16:00. Leikurinn verður sýndur í beinni á Fram Tv (meira…)
ÍBV spáð 8. sæti

Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Keflavík og HK er spáð falli. ÍBV er spáð 8. sæti deildarinnar en spáin var opinberuð á kynningarfundi Bestu deildarinnar í höfuðstöðvum Vodafone í dag. Keppni í Bestu deildinni hefst með heilli umferð annan í páskum, […]
ÍBV deildarmeistari 2023

ÍBV varð í dag deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik. Liðið innsiglaði titilinn með sigri á Selfoss á heimavelli, 41:27, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 21:15. Sigurinn var jafnframt sá tuttugasti í röð hjá liðinu. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem ÍBV verður deildarmeistari í handknattleik kvenna en […]
Hanna og Sunna í 20 leikmanna hóp
Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið 20 leikmenn til æfinga fyrir umspilsleiki liðsins um laust sæti á HM 2023 gegn Ungverjalandi. Liðin mætast að Ásvöllum 8. apríl nk. og síðari leikurinn fer fram í Ungverjalandi 12. apríl. Það lið sem vinnur sameiginlega báðar viðureignir tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður 30. nóvember – […]
Tíu ungir iðkendur semja

Tíu ungir iðkendur knattspyrnudeildar skrifuðu undir tveggja ára samninga við deildina í gær, er um að ræða svokallaða ungmennasamninga en iðkendurnir eru allir í 2. flokki ÍBV, karla og kvenna. Margir leikmannanna hafa nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og nokkrir sinn fyrsta leik fyrir KFS. Á síðustu dögum hafa leikmenn og foreldrar […]
Mikilvæg stig í boði í Skógarseli
Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í kvöld þegar ÍR fær ÍBV í heimsókn. Þau eru mikilvæg stigin sem eru í boði í dag því ÍR situr í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. ÍBV getur með sigri komist upp að hlið FH í öðru sæti deildarinnar. […]
Ísfélagið og Herjólfur koma Eyjamönnum á leikinn
ÍBV stelpur mæta Valskonum á morgun í bikarúrslitum í Laugardalshöll. Ísfélagið og Herjólfur ætla í sameiningu að sjá til þess að Eyamenn fylli Höllina á morgun. Ísfélagið býður frítt í rútur fyrir stuðningsmenn ÍBV og þeir sem bóka sig í rútuna fá sömuleiðis fría Herjólfsmiða! Farið frá Eyjum kl.09:30 á morgun og svo heim með […]