Arnór Sölvi áfram með ÍBV

Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að knattspyrnumaðurinn Arnór Sölvi Harðarson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann lék með liðinu seinni hluta tímabilsins og kom við sögu í fimm leikjum. Arnór er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í mörgum stöðum en hann er fæddur 2004 og bindur ÍBV vonir við að […]

Fá Fram í heimsókn í bikarnum

Keppni í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Fram. Liðin sitja í fjótða og fimmta sæti Olísdeildarinnar bæði með ellefu stig eftir níu leiki en liðin hafa ekki mæst það sem af er vetri. Það má því búast við jöfnum og spennandi leik í dag. 18. […]

Stelpurnar fá Val í heimsókn

Eyja 3L2A0803

ÍBV fær Val í heimsókn í tíundu umferð Olís deild kvenna í dag. ÍBV er í fjórða sæti með tíu stig eftir níu umferðir og Valur í öðru sæti með 16 stig. Leikurinn hefst kl. 18:00 í íþróttamiðstöðinni. Leikir dagsins: 16. nóv. 23 18:00 ÍBV – Valur 16. nóv. 23 18:00 KA/Þór – ÍR 16. nóv. 23 19:30 Fram – Stjarnan […]

Stelpurnar fallnar úr Evrópubikarkeppninni

ÍBV hefur lokið þátttöku sinni í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna á þessari leiktíð. ÍBV tapaði tvívegis fyrir Madeira Anderbol SAD á tveimur dögum um helgina, 36:23 og 33:19 og því viðureigninni samtals með 27 mörkum. Báðir leikirnir fór fram ytra. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Sunna Jónsdóttir voru markahæsta ÍBV kvenna með fjögur mörk hvor í […]

Ómaklegt og ómálefnalegt

Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni ÍBV á félagið sem og Handknattleikssamband Íslands. Gagnrýnin hefur snúið að leikskipulagi ÍBV og þá helst leik Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi […]

ÍBV-íþróttafélag fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka – Tilkynning

Atburðarás síðustu daga hefur sýnt okkur hjá ÍBV-íþróttafélagi að það vill enginn hlusta. Við höfum kallað og kallað hátt en fáum lítil sem engin svör. Jafnvel þó heilsu íþróttafólks sé stefnt í hættu. Við kölluðum eftir samtali um velferð leikmanna. Það skipti engu máli hvert við leituðum,Haukar, HSÍ eða ÍSÍ. Alger þögn frá Haukum, HSÍ […]

Hallgrímur Heimisson ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Vals

Eyjapeyjinn Hallgrímur Heimisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Vals næstu þrjú árin. Í facebook færslu segir hann: “Ég er ótrúlega spenntur og þakklátur fyrir þessu nýja hlutverki. Það er mikill heiður að fá mitt fyrsta meistaraflokks-tækifæri hjá liði á þessari stærðargráðu og starfa með Pétri Péturs.” Óskum honum innilega til hamingju! (meira…)

Deila ÍBV við HSÍ og Hauka nær nýjum hæðum

Ótrúleg óbilgirni HSÍ og Haukar hafa sýnt ótrúlega óbilgirni vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni kvenna. Neituðu að fresta leik sem fer fram á Ásvöllum í kvöld. Nú bætast samgönguerfiðleikar ofan á vanda Eyjakvenna og fara þær með Björgunarbátnum Þór í Landeyjahöfn til að geta mætt í leikinn á Ásvöllum í kvöld. Með Þór í Landeyjahöfn […]

Umdeildur toppslagur í dag

Kvennalið ÍBV og Hauka mætast á Ásvöllum í dag. Lið Hauka hefur byrjað tímabilið vel og situr í efsta sæti deildarinnar. ÍBV liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hefur fengið meiri umfjöllun í aðdraganda hans en gengur og gerist með deildarleiki í nóvember. Ástæðan er yfirlýsing sem ÍBV sendi frá sér á dögunum um […]

Fimleikafélagið Rán

Frá árinu 2018 hefur Fimleikafélagið Rán farið stækkandi, bæði þegar kemur að iðkendum og þjálfurum. Á árunum 2018-2021 fjölgaði iðkendum um 222 talsins. Mesta aukningin hefur verið í leikskólahópunum og hjá börnum í 1.-4. bekk. Árið 2018 voru aðalþjálfarar þrír, ásamt fjórum aðstoðarþjálfurum. Árið 2021 voru 15 aðalþjálfarar, 14 aðstoðarþjálfarar og einn yfirþjálfari. Í ár […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.