Sigurbergur og Sísí klúbbmeistarar GV

Sigurbergur Sveinsson landaði rétt í þessu sínum fyrsta klúbbmeistaratitli GV er hann sigraði Andra Erlingsson í 6 holu bráðabana. Fyrir daginn hafði Sigurbergur 1 höggs forystu yfir Andra og voru þeir tveir í bílstjórasætinu í átt að titlinum. Lárus Garðar Long og Karl Haraldsson náðu að narta aðeins í hæla þeirra í upphafi hringsins en […]
Sigurbergur leiðir fyrir lokadaginn

Spennan magnast fyrir lokadag meistaramóts GV en að loknum 54 holum er það Sigurbergur Sveinsson sem leiðir á samtals sjö höggum yfir pari. Fast á hæla hans fylgir Andri Erlingsson sem hefur slegið einu höggi meira. Manna best lék Lárus Garðar Long í dag en hann kom í hús á 71 höggi. Lokaráshóp morgundagsins mynda […]
Karl leiðir meistaramót GV

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja hófst í gær. Karl Haraldsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði Meistaramótsmet Kristófers Tjörva Einarssonar og Lárusar Garðars Long er hann lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins á fyrsta degi mótsins. Kalli leiðir því mótið með 3 höggum, Andri Erlingsson er í öðru sæti á 69 höggum og […]
Heimir mætir Mexíkó í undanúrslitum

Karlalandslið Jamaíka í fótbolta sem Heimir Hallgrímsson stýrir mætir Mexíkó í undanúrslitum Gullbikarsins í Norður- og Mið-Ameríku í fótbolta á morgun. Jamaíka vann Gvatemala, 1:0, í átta liða úrslitunum. Það var Amari’i Bell, leikmaður Luton í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði sigurmarkið. á 51. mínútu eftir sendingu frá Demarai Gray, leikmanni enska liðsins Everton. Í nýjasta […]
Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari

Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ÍBV í handbolta. Ásamt því að aðstoða Magnús mun Roland einnig sjá um markmannsþjálfun og yngri flokka þjálfun hjá félaginu. Roland er gríðarlega reynslumikill, fyrrum landsliðsmarkmaður Íslands en hann spilaði handbolta á sínum tíma með Val, Stjörnunni og einnig ÍBV! Þá Roland verið þjálfari hjá Stjörnunni, FH […]
ÍBV – Stjarnan á Hásteinsvelli í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. ÍBV er í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig og Stjarnan í sjötta sæti með tólf stig. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á Hásteinsvelli. Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs. Leikir á dagskrá í dag: (meira…)
Daniel Vieira genginn til liðs við ÍBV

Portúgalinn og hægri skyttan Daniel Vieira hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV eins og fram kemur á Facebook síðu deildarinnar. „Daniel kemur til okkar frá Avanca í Portúgal en þar hefur hann spilað síðustu tvö tímabil í portúgölsku úrvalsdeildinni og staðið sig mjög vel! Daniel er 22 ára, 194 cm á hæð og kraftmikil skytta. Við […]
Norðanmenn mæta á Hásteinsvöll

Þrír leikir fara fram í Bestu deildinni í kvöld. Þrjú neðstu lið deildarinnar verða í eldlínunni. ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar en liðið fær KA í heimsókn í fyrsta leik dagsins. ÍBV getur lyft sér upp um þrjú sæti með sigri en þá getur KA fallið úr efri hlutanum. miðvikudagur 28. júní Besta-deild […]
Orkumótið hefst á morgun

Á morgun hefst Orkumótið í knattspyrnu sem fer fram í Vestmannaeyjum á ári hverju. Á mótinu etja kappi drengir í 6. flokki og stendur mótið til laugardags. Búist er við 1100 þátttakendum auk foreldra. Lögreglan í Vestmannaeyjum biður ökumenn í bænum að hafa varan á og taka tillit til mikils fólksfjölda í bænum. „Við viljum […]
Nýr línumaður til ÍBV

Í dag tilkynnti handknattleiksdeild ÍBV að Ásdís Guðmundsdóttir, 25 ára línumaður að norðan, hefur gengið til liðs við félagið. Ásdís á 10 A-landsleiki að baki en síðast lék hún með sænska félaginu Skara HF. „Hún er reynslumikill leikmaður og mikill hvalreki fyrir okkar félag. Við hlökkum til að sjá Ásdísi í hvítu treyjunni” segir í […]