Sigurbergur og Sísí klúbbmeistarar GV

Sigurbergur Sveinsson landaði rétt í þessu sínum fyrsta klúbbmeistaratitli GV er hann sigraði Andra Erlingsson í 6 holu bráðabana. Fyrir daginn hafði Sigurbergur 1 höggs forystu yfir Andra og voru þeir tveir í bílstjórasætinu í átt að titlinum. Lárus Garðar Long og Karl Haraldsson náðu að narta aðeins í hæla þeirra í upphafi hringsins en […]

Sigurbergur leiðir fyrir lokadaginn

Spennan magnast fyrir lokadag meistaramóts GV en að loknum 54 holum er það Sigurbergur Sveinsson sem leiðir á samtals sjö höggum yfir pari. Fast á hæla hans fylgir Andri Erlingsson sem hefur slegið einu höggi meira. Manna best lék Lárus Garðar Long í dag en hann kom í hús á 71 höggi. Lokaráshóp morgundagsins mynda […]

Karl leiðir meistaramót GV

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja hófst í gær. Karl Haraldsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði Meistaramótsmet Kristófers Tjörva Einarssonar og Lárusar Garðars Long er hann lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins á fyrsta degi mótsins. Kalli leiðir því mótið með 3 höggum, Andri Erlingsson er í öðru sæti á 69 höggum og […]

Heimir mætir Mexíkó í undanúrslitum

Karlalandslið Jamaíka í fótbolta sem Heim­ir Hall­gríms­son stýrir mætir Mexíkó í undanúr­slitum Gull­bik­ars­ins í Norður- og Mið-Am­er­íku í fót­bolta á morgun. Jamaíka vann Gvatemala, 1:0, í átta liða úr­slit­un­um. Það var Am­ari’i Bell, leikmaður Lut­on í ensku úr­vals­deild­inni sem skoraði sig­ur­markið.  á 51. mín­útu eft­ir send­ingu frá Dem­arai Gray, leik­manni enska liðsins Evert­on. Í nýjasta […]

Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari

Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ÍBV í handbolta. Ásamt því að aðstoða Magnús mun Roland einnig sjá um markmannsþjálfun og yngri flokka þjálfun hjá félaginu. Roland er gríðarlega reynslumikill, fyrrum landsliðsmarkmaður Íslands en hann spilaði handbolta á sínum tíma með Val, Stjörnunni og einnig ÍBV! Þá Roland verið þjálfari hjá Stjörnunni, FH […]

ÍBV – Stjarnan á Hásteinsvelli í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. ÍBV er í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig og Stjarnan í sjötta sæti með tólf stig. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á Hásteinsvelli. Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs. Leikir á dagskrá í dag: (meira…)

Daniel Vieira genginn til liðs við ÍBV

Portúgalinn og hægri skyttan Daniel Vieira hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV eins og fram kemur á Facebook síðu deildarinnar. „Daniel kemur til okkar frá Avanca í Portúgal en þar hefur hann spilað síðustu tvö tímabil í portúgölsku úrvalsdeildinni og staðið sig mjög vel! Daniel er 22 ára, 194 cm á hæð og kraftmikil skytta. Við […]

Norðanmenn mæta á Hásteinsvöll

Þrír leikir fara fram í Bestu deildinni í kvöld. Þrjú neðstu lið deildarinnar verða í eldlínunni. ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar en liðið fær KA í heimsókn í fyrsta leik dagsins. ÍBV getur lyft sér upp um þrjú sæti með sigri en þá getur KA fallið úr efri hlutanum. miðvikudagur 28. júní Besta-deild […]

Orkumótið hefst á morgun

Sigurlið Stjörnunnar á Orkumótinu 2021

Á morgun hefst Orkumótið í knattspyrnu sem fer fram í Vestmannaeyjum á ári hverju. Á mótinu etja kappi drengir í 6. flokki og stendur mótið til laugardags. Búist er við 1100 þátttakendum auk foreldra. Lögreglan í Vestmannaeyjum biður ökumenn í bænum að hafa varan á og taka tillit til mikils fólksfjölda í bænum. „Við viljum […]

Nýr línumaður til ÍBV

Í dag tilkynnti handknattleiksdeild ÍBV að Ásdís Guðmundsdóttir, 25 ára línumaður að norðan, hefur gengið til liðs við félagið. Ásdís á 10 A-landsleiki að baki en síðast lék hún með sænska félaginu Skara HF. „Hún er reynslumikill leikmaður og mikill hvalreki fyrir okkar félag. Við hlökkum til að sjá Ásdísi í hvítu treyjunni” segir í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.