Heimir tekinn við írska landsliðinu
10. júlí, 2024
Heimir og Íris, eiginkona hans á góðri stund á Jamæka.

Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Írlands. Þetta var staðfest í dag, segir á DV.is. Heimir hætti fyrir skömmu sem landsliðsþjálfari Jamaíka sem hann fór með á Copa America nú á dögunum. Af fréttum að dæma höfðu mörg lið áhuga á að fá hann sem þjálfara og nú tekur hann við írska liðinu sem er í 60. sæti heimslista FIFA. Liðið hafnaði í fjórða sæti í undanriðli sínum fyrir Evrópumótið sem nú stendur yfir.

„Heimir hefur átt frábæran feril í þjálfun. Það þekkja allir hvað hann gerði með íslenska karlalandsliðið og hefur hann þá einnig stýrt Al-Arabi í Katar við góðan orðstýr,“ segir á DV.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst