Fótbolti úti í Eyjum – Nýtt lag eftir Jón Jónsson

Jón Jónsson hefur samið lag fyrir fótboltamótin í Vestmannaeyjum og er það komið inn á Spotify, hægt að hlusta hér: https://open.spotify.com/album/1jawUcb0Qfxj9vfAnjkx6A… Í tilkynningu frá Orkumótinu eru keppendur hvattir til að læra textann áður en þeir koma, til að geta sungið með þegar Jón mætir á kvöldvökuna til að frumflytja lagið. Textan má lesa hér að […]

Úrslitaeinvígið heldur áfram í dag

ÍBV Haukar 3L2A1773

Annar leikur í úrslitaeinvígi ÍBV og Hauka fer fram í dag kl. 18.00 á Ásvöllum í Hafnafirði. Fyrsti leikur liðanna fór fram í Eyjum á laugardaginn síðastliðinn þar sem ÍBV sigraði Hauka 33-27 eftir kaflaskiptan leik. Staðan í hálfleik var jöfn 14:14. Okkar menn sýndu gríðarlegan mikinn karakter og snéru leiknum alveg á hvolf með […]

KFS flýtir leik vegna veðurs

KFS á leik við Hvíta Riddarann í dag í 3 umferð Íslandsmótsins. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardaginn en var færður vegna veðurs. KFS vann síðasta leik sinn gegn Ými 1-2 í Kórnum síðustu helgi. Sæbjörn Sævar Jóhannsson skoraði bæði mörk KFS í 2-1 sigri á Ými. Arian Ari Morina kom Ýmismönnum í […]

Annar leikur ÍBV og Vals í úrslitaeinvíginu kl. 18.00 í dag

Kvennalið íBV heimsækir Valskonur í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í dag kl. 18.00 í Origo – Höllinni. Í fyrsta leik liðanna sigraði Valur og því afar mikilvægt að stelpurnar sæki sigur á útivelli. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. (meira…)

Stelpurnar fá toppliðið í heimsókn

Tveir leikir eru á dagskrá í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag en topplið Þróttar heimsækir ÍBV á Hásteinsvöll. Þróttarar hafa unnið tvo og gert eitt jafntefli í deildinni en ÍBV hefur tapað tveimur og unnið einn. Þór/KA og Breiðabliks mætast þá á Þórsvelli. Bæði lið eru með 6 stig í deildinni. Leikir dagsins: […]

Samstarf ÍBV og KFS heldur áfram

ÍBV hefur lánað þá Sigurð Grétar Benónýsson og Ólaf Hauk Arilíusson yfir í KFS í sumar. Sigurður er 27 ára framherji sem á að baki 95 leiki í meistaraflokki, hann hefur undanfarin ár spilað með ÍBV og Vestra. Siggi hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að koma sér almennilega á skrið aftur. Hann […]

Úrslitaeinvígið hefst í kvöld

Kvennalið ÍBV tekur á móti Val í úrslitaeinvíginu í dag kl. 19.00 í Eyjum. Upphitun fyrir leik hefst kl 17:15. Borgarar og kaldir drykkir verða til sölu, ÍBV andlitsmálning og glaðningur fyrir krakka. Fjölmennum á leikinn og styðjum stelpurnar! (meira…)

Áframhaldandi starfsamningur við ÍBV

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Sæunn Magnúsdóttir formaður ÍBV íþróttafélags undirrituðu áframhaldandi samstarfsamning milli bæjarins og félagsins í vikunni. Frá þessu er greint í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. “ÍBV skiptir samfélagið í Eyjum miklu máli. Félagið heldur úti öflugu íþróttastarfi og auk þess heldur ÍBV íþróttafélag fjóra stóra viðburði á ári hverju; þjóðhátíð, tvo stór fótboltamót […]

Oddaleikur ÍBV-Hauka í dag

Oddaleikur ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna fer fram kl.18:00 í dag. Sæti í úrslitaeinvíginu gegn Valskonum er undir. Upphitun fyrir leik hefst kl. 16:45, grillaðir verða borgarar og stemmingin keyrð í gang. (meira…)

Víkingar mæta á Hásteinsvöll

Sjötta umferð Bestu deildar karla klárast í kvöld með fjórum leikjum. Fjörið hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli þegar Eyjamenn taka á móti Víkingum. Víkingar hafa leikið gríðarlega vel í upphafi tímabils og hafa sigrað alla fimm leiki sína í deildinni. Eyjamenn hafa hins vegar sigrað tvo af fimm leikjum sínum á tímablinu. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.