Spænski knattspyrnumaðurinn Vicente Valor hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, samningurinn gildir til loka árs 2025.
Valor sem er 26 ára gamall miðjumaður hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðasta árið en þar hefur hann leikið með Bolabítunum frá Bryant háskólanum. Á síðustu mánuðum hefur hann byrjað alla leiki liðsins nema einn og komið að þó nokkrum mörkum bæði með stoðsendingum og góðum skotum.
Þá verður knattspyrnukonan unga Helena Hekla Hlynsdóttir verður áfram leikmaður ÍBV en hún skrifaði undir samning sem gildir til loka árs 2025. Helena lék seinni hluta tímabilsins með ÍBV á síðustu leiktíð eftir að hafa áður leikið með liðinu í 3. flokki. Hún er 20 ára leikmaður sem getur leikið margar stöður á vellinum og kemur til með að hjálpa ÍBV í baráttunni í Lengjudeild kvenna.
Ásamt Helenu þá skrifaði Elísa Hlynsdóttir, 17 ára systir hennar, einnig undir samning sömu lengdar við félagið. Þetta er fyrsti samningu Elísu við ÍBV en hún fékk félagaskipti til félagsins í maí á síðasta ári.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst