Fjórði leikur í Eyjum í kvöld

Fjórði leikur ÍBV og Hauka í undanúrslitaeinvígi karla í handbolta fer fram í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir ÍBV en Eyjamenn unnu fyrstu tvo leikina, 35-30 og 27-23. Á laugardag unnu Haukar hins vegar 28-25 á heimavelli og geta því jafnað einvígið með sigri í Vestmannaeyjum í kvöld. Takist ÍBV hins vegar að vinna er […]
Stelpurnar mæta Fram í dag

Handbolta stelpurnar fá Fram í heimsókn í dag í öðrum leik einvígis liðanna í undanúrslitum. Leikurinn hefst klukkan 19:40! Fram unnu fyrsta leikinn sannfærandi 28-18 og því verðugt verkefni framundan hjá ÍBV að snúa taflinu við. “Stuðningurinn skiptir ótrúlega miklu máli og treystum við á ykkur kæru stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn og láta vel […]
Ísak Rafnsson til ÍBV!

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Ísak Rafnsson til næstu þriggja ára. Ísak þarf nú ekki að kynna fyrir handboltaáhugafólki en hann kemur til liðs við ÍBV frá uppeldisfélagi sínu, FH. Hann hefur leikið allan sinn feril hér heima á Íslandi með FH en lék tímabilið 2018-19 með austurríska liðinu Schwaz Handball Tirol. “Ísak er hávaxinn […]
Undanúrslitin hjá stelpunum hefjast í dag

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna heldur áfram í dag þegar fyrstu leikir undanúrslita verða spilaðir. kl. 18:00 Valur – KA/Þór kl. 19:40 Fram – ÍBV Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Leikir ÍBV og Fram hafa verið spennandi í vetur og hefur ÍBV unnið tvo af þremur leikjum liðna. Sjá má úrslit leikja […]
Baráttan heldur áfram í kvöld

Leikur númer tvö í viðureign ÍBV og Hauka í undanúrslitum úrslitakeppni Olís deildar karla fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV er leiðir 1-0 í einvíginu eftir góðan úti sigur í fyrstu viðureigninni í Hafnarfirði 30-35. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer áfram í úrslit og mætir þar Val eða Selfoss […]
Oddaleikur hjá stelpunum í kvöld

ÍBV og Stjarnan mætast í kvöld í Vestmannaeyjum. Um er að ræða hreinan oddaleik um sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni Olís deildar kvenna. Hvort lið hefur unnið einn leik en báðir hafa unnist á útivelli. Búast má við hörku leik en hvorugt liðið hefur á huga á því að fara í sumarfrí í kvöld. Leikurinn […]
Upplýsingafundur um gerfigras í dag

ÍBV íþróttafélag heldur opinn upplýsingafund í dag kl 19:00 í Akóges. Á fundinum verður fjallað um væntanlegar framkvæmdir við Hásteinsvöll sem hefjast að tímabili loknu. Til fundarins koma: Bjarni Þór Hannesson, grasvallasérfræðingur Brynjar Harðarson, stýrði gervigrasvæðingu Vals Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks Kári Jónsson, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi Garðabæjar Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri KR (meira…)
Rútuferðir á leikir helgarinnar

Handknattleiksdeild ÍBV ætlar að hafa rútuferðir á leik 2 hjá Stjörnunni og ÍBV í 6 liða úrslitum kvenna og svo Hauka og ÍBV í undanúrslitum karla. Plönin eru eftirfarandi: Laugardagurinn 30.apríl Herjólfur kl.12:00 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni) Farið beint í Mýrina í leikinn sem hefst kl.16:00 að hvetja […]
Nú mæta allir!!

Nú þegar að það liggur loks fyrir að Manúela er búin að fá töskurnar sem gleymdust í Ísrael þá eru engar afsakanir lengur fyrir að mæta ekki á kvennaleik ÍBV og Stjörnunnar í úrslitakeppninni í handboltanum. Leikurinn er nú á fimmtudaginn kl. 19:30 í Íþróttamiðstöðinni því Týsheimilið er upptekið. En ágætu Eyjamenn, þið eruð að […]
Fyrsti heimaleikurinn í Bestu deildinni hjá stelpunum

Það er komið að fyrsta leik sumarsins hjá stelpunum í Bestu deildinni. Fjörið hefst á því að Stjarnan kemur í heimsókn á Hásteinsvöll í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. Liðið hefur eins og oft áður gengið í gegnum töluverðar breytingar milli ára og hæst ber að Jonathan Glenn hefur tekið við þjálfun […]