Kvennalið ÍBV hefur fengið við sig til liðs írsku knattspyrnukonuna Chloe Hennigan.
Chloe er 22 ára gömul og kemur til Eyja frá írska félaginu Treaty United. Hún kom til Treaty í byrjun árs frá öðru írsku úrvalsdeildarliði, Athlone Town. Áður var hún í ungliðaliði enska félagsins Tottenham Hotspur, segir í frétt á mbl.is.
ÍBV er sem stendur í áttunda sæti Bestu-deildar kvenna eftir 4:1 tap á móti Tindastóli á Sauðárkróki sl. sunnudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst