6-7 : KFS-Vængir Júpíters

Nú fer fram leikur KFS gegn Vængjum Júpíters á Týsvellinum. Leikurinn hófst kl. 14:00 og stendur yfir. KFS er fyrir leik í 6. sæti deildarinnar með 32 stig, en Vængirnir eru í 11. sæti með 17. stig. Fréttin verður uppfærð. kl. 18:15 Leik er lokið og þvílík markasúpa sem varð hér í dag. KFS með […]
Breiðablik – ÍBV : 3-0

Nú stendur yfir leikur ÍBV og Breiðabliks í Kópavogi, töluverður styrkleikamunur er á liðunum og tölfræðilega séð er líklegra að Blikar fari með sigur af hólmi, hins vegar getur allt gerst í boltanum og ÍBV liðið á mikið undir. ÍBV er nú í 9. sæti Bestu deildarinnar og ljóst er að liðið mun spila í […]
Valið í A landslið kvenna í handbolta

Þjálfarateymi A-landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til æfinga hér á landi dagana 26. september – 1. október nk.. Þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni HM 2024. Ísland leikur gegn Ísrael 5. og 6. nóvember og fara báðir leikirnir fram hér heima. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari ákvað að þessu sinni að velja fimm leikmenn […]
Áfram í 5. sæti

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu gerði jafntefli við Þór/KA í dag, lokaniðurstaðan var 3-3. Þó skoraði íBV fleiri mörk í leiknum, því eitt reyndist sjálfsmark. Kristín Erna Sigurlásdóttir átti góðan leik og skoraði tvö af mörkum íBV. Eftir leikinn er lið ÍBV enn í 5. sæti með 23 stig. Mörk ÍBV skoruðu Kristín Erna Sigurlásdóttir á […]
ÍBV stelpurnar fara norður í dag

15. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu heldur áfram að rúlla í dag, en ÍBV stelpurnar okkar heimsækja Þór/KA fyrir norðan. Norðanstelpur eiga mikið undir og eru í fallhættu eftir úrslit leiks Aftureldingar og KR í gær, þar sem Afturelding fór með sigur af hólmi. Þór/KA er í 8. sæti með 13 stig. ÍBV er […]
Heimir til Jamaíka?

Sparkspekingar landsins virðast nú keppast um að giska á hvert knattspyrnuþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson fer næst til að þjálfa. Heimir, hefur sem kunnugt er, verið á leikskrá hjá ÍBV síðan í sumar, en hann hefur verið án formlegs þjálfarastarfs síðan hann yfirgaf Al Arabi í Katar í júní 2021. Í síðustu viku var orðið á götunni […]
Besta kvenna: ÍBV tekur á móti Breiðabliki

ÍBV stelpurnar okkar taka á móti Breiðabliki á Hásteinsvelli í dag kl. 17:00 Breiðablik er í 2. sæti Bestu deildar kvenna, en íBV er í 6. sætinu, 11 stig skilja liðin að. Búast má við hörkuleik, eins og alltaf, þegar stelpurnar okkar eiga í hlut. (meira…)
Herjólfur ohf. & KFS framlengja samstarfi

Herjólfur verður einn aðalstyrktaraðili KFS, sem kemur sér afar vel í baráttunni í 3. deild. Með KFS spila ungir og efnilegir knattspyrnumenn með reyndari leikmönnum í meistaraflokki. Í liði ÍBV í dag sem og undanfarin ár spila fjölmargir leikmenn sem hófu meistaraflokksferil sinn með KFS. KFS er 25 ára í dag og er því vel […]
Eyjakonan Díana Dögg fyrirliði í þýska boltanum

„Þetta er mjög mikill heiður en um leið leiðinlegt að geta ekki farið fyrir liðinu i fyrsta leiknum í deildinni,“ sagði handknattleikskonan og Eyjakonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í gærkvöld eftir að sagt var frá því á heimasíðu þýska félagsliðsins BSV Sachsen Zwickau að Díana Dögg hafi verið útnefndur fyrirliði liðsins á keppnistímabilinu sem […]
Heimir orðaður við Val

Heimir Hallgrímsson hefur verið orðaður við þjálfun karlaliðs Vals í fótbolta fyrir næsta tímabil. Heimir hefur undanfarna mánuði verið á leikskýrslu hjá ÍBV sem aðstoðarþjálfari en hefur sést í stúkunni á leikjum Vals. Valur hefur Ólaf Jóhannesson sem þjálfara núna, en hann tók við þegar Heimir Guðjónsson var látinn fara fyrr á tímabilinu. Ólafur er […]