ÍBV mætir Fram í 32 liða úrslitum

Rétt í þessu var dregið í 32 liða úrslit Coca Cola bikars karla á skrifstofu HSÍ. Liðin sem skráð voru til leiks í Coca Cola bikar karla eru:Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, Hörður, ÍBV, ÍBV 2, ÍR, KA, Kórdengir, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víkingur, Vængir Júpíters og Þór. Liðin sem sátu hjá í 32 […]
ÍBV-Fram heimild fyrir 500 áhorfendur

ÍBV stelpurnar taka á móti Fram klukkan 13:30 í dag. Stelpurnar hafa átt erfitt uppdráttar í deildinni í vetur og því ljóst að um verðugt verkefni að ræða á móti sterku liði Fram. Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar sagði í samtali við Eyjafréttir að leyfilegt væri að bjóða 500 áhorfendum í húsið þær fréttir voru […]
Leik stelpnanna frestað til morguns

Leikur Haukar og ÍBV Olísdeild kvenna sem fram átti að fara í dag 6.nóv hefur verið færður til morguns. Nýr leiktími er 7.nóv kl. 15.00. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um leiki á vegum HSÍ hér https://www.hsi.is/stodutoflur/ (meira…)
Sjö krakkar frá ÍBV í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ fer fram helgina 6. – 7. nóvember nk. í Kaplakrika, þar æfa stelpur og strákar fædd 2008. Gunnlaugur Viggósson yfirþjálfari Hæfileikamótunar HSÍ hefur valið hópa til æfinga og á ÍBV 7 fulltrúa í þessum hópum: Agnes Lilja Styrmisdóttir, Birna Dögg Egilsdóttir, Klara Káradóttir, Magdalena Jónasdóttir, Anton Frans Sigurðsson, Gabríel Snær Gunnarsson og Morgan […]
Syndum – landsátak í sundi 1. – 28. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. […]
Líf og fjör á Herrakvöldi ÍBV (myndir)

Herrakvöld knattspyrnudeildar ÍBV fór fram í Höllinni föstudagskvöldið. Góður andi var í húsin en margir gesta höfðu ekki komið í Höllina um langt skeið. Veislustjórn var í höndum Rikka G og fórst það íþróttalýsandanum vel úr hendi. Júníus Meyvant sá um tónlistaratriði og var enginn svikinn af því frekar en veitingum frá Einsa Kalda. Á dagskrá voru einnig heimatilbúin skemmtiatriði í bland við happdrætti, uppboð og […]
Stelpurnar fá Stjörnuna í heimsókn

ÍBV stelpurnar eru komnar heim úr frægðarför frá Grikklandi og taka á móti liði Stjörnunnar klukkan 15:00 í íþróttamiðstöðinni. Liðin sitja fyrir leikinn í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar bæði með tvö stig en ÍBV hefur leikið einum leik færra. (meira…)
Eyjamenn heimsækja Framara í kvöld

Eyjamenn sækja Framara heim í fyrsta leik Olísdeildar karla í kvöld sem hefst klukkan 18.00. Bæði lið hafa farið ágætlega af stað í haust og einungis tapað sitt hvorum leiknum. Fram situr í fjórða sæti eftir fimm leiki og ÍBV í því sjötta eftir fjóra leiki. (meira…)
ÍBV á fjóra fulltrúa í U-18

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U-18 kvenna hjá HSÍ hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM í Serbíu 22.-27. nóvember nk. ÍBV á 4 fulltrúa í hópnum, þær Amelíu Dís Einarsdóttur, Elísu Elíasdóttur, Söru Dröfn Richardsdóttur og Þóru Björgu Stefánsdóttur. En þær spiluðu allar með U-17 ára landsliðinu […]
Stelpurnar fara aftur til Grikklands

Dregið var í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna, 32-liða úrslitum rétt í þessu í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg. ÍBV stelpurnar voru í pottinum ásamt lið KA/Þórs. ÍBV dróst á móti gríska liðinu AEP Panorama. Leikir 32-liða úrslita eiga að fara fram 13. og 14. nóvember og 20. og 21. nóvember. ÍBV á fyrri leikinn […]