KFS spilar í dag

Leik KFS og Vængja Júpíters hefur verið flýtt og mun leikurinn fara fram í dag kl. 18 við Egilshöll. Áður hafði leikurinn verið tímasettur á morgun, sunnudag. Liðin leika í 3. deildinni og er KFS í 8. sæti en Vængir Júpíters í því 10. Má því búast við fjörugum leik. (meira…)
Höfum aldrei átt eins sterkt landslið!

Nú eru einungis tveir dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16, og er í beinni útsendingu á RÚV. Einn helsti sparkspekingur Íslands, Hafliði Breiðfjörð sem á og rekur vefmiðilinn Fótbolta.net, er að sjálfsögðu mættur til Englands til að fylgja stelpunum okkar í landsliðinu. Hann […]
Símamótið – Tólf lið og 80 stelpur frá ÍBV

Um 80 stelpur frá Eyjum eru mættar á Símamótið sem var sett á Kópavogsvelli í kvöld. ÍBV sendir 12 lið til leiks að þessu sinni. Mótið er fyrir 5. til 8. flokk kvenna. Metþátttaka er á mótinu eða um 3000 stelpur. Leikið er svipað fyrirkomulag og venjulega þar sem raðað er í riðla eftir styrkleika. […]
Aldrei verið með sterkara landslið

EM kvenna í fótbolta hefst á morgun, 6. júlí. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er 10. júlí næstkomandi, gegn Belgíu. Það er vegleg umfjöllun um EM og stelpurnar okkar í liðinu, þær Berglindi Björgu og Elísu. Það er samdóma álit sérfræðinga að Ísland hafi aldrei átt eins góðan landsliðshóp og er þeim spáð góðu gengi […]
Vika í fyrsta leik Íslands á EM

Nú er ekki nema vika í fyrsta leik Íslands á EM, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV næsta sunnudag kl. 15:50. Fyrsti leikur mótsins er 6. júlí. Næsta blað Eyjafrétta, sem kemur einmitt út þann 6. júlí, verður sannkallað EM blað, en þar má finna ítarleg viðtöl við Eyjakonurnar okkar í landsliðinu, […]
Spenna á Hásteinsvelli

ÍBV tókst að stoppa óslitna sigurgöngu toppliðsins Breiðabliks á Hásteinsvelli í dag, en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli. Lokamínúturnar voru æsispennandi og kórónuðu þar með spennandi leik með fullt af færum hjá báðum liðum. Markverðir beggja liða áttu stjörnuleik í dag. Eftir leikinn er Breiðablik sem fyrr á toppnum, en ÍBV á botninum. (meira…)
ÍBV í Evrópubikarinn

Kvennalið ÍBV í handbolta er eitt þriggja liða á Íslandi sem sækist eftir þátttöku í Evrópubikarkeppninni á næsta tímabili, hin liðin eru KA/Þór og Valur. Þetta eru sömu þrjú lið og kepptu í þessari sömu keppni í fyrra, en þá náði ÍBV liðið lengst íslensku liðanna og lék til undanúrslita. Þetta kemur fram á vef […]
Áfram hjá ÍBV

Þrátt fyrir mikil læti er á fullu verið að undirbúa næstu leiktíð hjá handboltadeild ÍBV. Hér eru fjórir leikmenn sem hafa endurnýjað samning sinn við ÍBV á síðustu dögum. Amelía Dís og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér samning sem nær til næstu tveggja tímabila. Amelía Dís er ungur og efnilegur vinstri hornamaður sem hefur leikið […]
Framtíð boltans í hættu

Mikil ólga hefur verið í kringum handboltadeild ÍBV síðustu daga og á þessari stundu er alls óvíst hvernig þessi hraða og harkalega atburðarás muni enda. Grétar Þór fráfarandi formaður handknattleiksdeildar var í samtali hjá handbolti.is „Annarsvegar er að handboltinn leggist af í Vestmannaeyjum og hin sé að handboltinn kljúfi sig út úr ÍBV og stofni […]
Þurfum sátt sem byggir á réttlæti

Yfirlýsing frá fyrrum handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags. Aðalstjórn ÍBV ÍÞróttafélags sendi frá sér yfirlýsingu um að ósætti ríki hjá handknattleiksráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Hið rétta er að aðalstjórn tók þessa ákvörðun 15. mars sl. á grundvelli greinargerðar framkvæmdastjóra sem hefur verið hrakin að öllu leyti og stóðst […]