KFS spilar í dag

Leik KFS og Vængja Júpíters hefur verið flýtt og mun leikurinn fara fram í dag kl. 18 við Egilshöll. Áður hafði leikurinn verið tímasettur á morgun, sunnudag. Liðin leika í 3. deildinni og er KFS í 8. sæti en Vængir Júpíters í því 10. Má því búast við fjörugum leik. (meira…)

Höfum aldrei átt eins sterkt landslið!

Nú eru einungis tveir dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16, og er í beinni útsendingu á RÚV. Einn helsti sparkspekingur Íslands, Hafliði Breiðfjörð sem á og rekur vefmiðilinn Fótbolta.net, er að sjálfsögðu mættur til Englands til að fylgja stelpunum okkar í landsliðinu. Hann […]

Símamótið – Tólf lið og 80 stelpur frá ÍBV

Um 80 stelpur frá Eyjum eru mættar á Símamótið sem var sett á Kópavogsvelli í kvöld. ÍBV sendir 12 lið til leiks að þessu sinni. Mótið er fyrir 5. til 8. flokk kvenna. Metþátttaka er á mótinu eða um 3000 stelpur. Leikið er svipað fyrirkomulag og venjulega þar sem raðað er í riðla eftir styrkleika. […]

Aldrei verið með sterkara landslið

EM kvenna í fótbolta hefst á morgun, 6. júlí. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er 10. júlí næstkomandi, gegn Belgíu. Það er vegleg umfjöllun um EM og stelpurnar okkar í liðinu, þær Berglindi Björgu og Elísu. Það er samdóma álit sérfræðinga að Ísland hafi aldrei átt eins góðan landsliðshóp og er þeim spáð góðu gengi […]

Vika í fyrsta leik Íslands á EM

Nú er ekki nema vika í fyrsta leik Íslands á EM, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV næsta sunnudag kl. 15:50. Fyrsti leikur mótsins er 6. júlí. Næsta blað Eyjafrétta, sem kemur einmitt út þann 6. júlí, verður sannkallað EM blað, en þar má finna ítarleg viðtöl við Eyjakonurnar okkar í landsliðinu, […]

Spenna á Hásteinsvelli

ÍBV tókst að stoppa óslitna sigurgöngu toppliðsins Breiðabliks á Hásteinsvelli í dag, en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli. Lokamínúturnar voru æsispennandi og kórónuðu þar með spennandi leik með fullt af færum hjá báðum liðum. Markverðir beggja liða áttu stjörnuleik í dag. Eftir leikinn er Breiðablik sem fyrr á toppnum, en ÍBV á botninum. (meira…)

ÍBV í Evrópubikarinn

Kvennalið ÍBV í handbolta er eitt þriggja liða á Íslandi sem sækist eftir þátttöku í Evrópubikarkeppninni á næsta tímabili, hin liðin eru KA/Þór og Valur. Þetta eru sömu þrjú lið og kepptu í þessari sömu keppni í fyrra, en þá náði ÍBV liðið lengst íslensku liðanna og lék til undanúrslita. Þetta kemur fram á vef […]

Áfram hjá ÍBV

Þrátt fyrir mikil læti er á fullu verið að undirbúa næstu leiktíð hjá handboltadeild ÍBV. Hér eru fjórir leikmenn sem hafa endurnýjað samning sinn við ÍBV á síðustu dögum. Amelía Dís og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér samning sem nær til næstu tveggja tímabila. Amelía Dís er ungur og efnilegur vinstri hornamaður sem hefur leikið […]

Framtíð boltans í hættu

Mikil ólga hefur verið í kringum handboltadeild ÍBV síðustu daga og á þessari stundu er alls óvíst hvernig þessi hraða og harkalega atburðarás muni enda. Grétar Þór fráfarandi formaður handknattleiksdeildar var í samtali hjá handbolti.is „Annarsvegar er að handboltinn leggist af í Vestmannaeyjum og hin sé að handboltinn kljúfi sig út úr ÍBV og stofni […]

Þurfum sátt sem byggir á réttlæti

Yfirlýsing frá fyrrum handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags. Aðalstjórn ÍBV  ÍÞróttafélags sendi frá sér yfirlýsingu um að ósætti ríki hjá handknattleiksráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára.  Hið rétta er að aðalstjórn tók þessa ákvörðun 15. mars sl. á grundvelli greinargerðar framkvæmdastjóra sem hefur verið hrakin að öllu leyti og stóðst […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.