Karlalið ÍBV leggur land undir fót í dag og mætir FH í Kapplakrika. Liðin eru í öðru og þriðja sæti Olísdeildarinnar en ÍBV er tveimur stigum á eftir FH og á 2 leiki til góða. ÍBV getur því með sigri komið sér í góða stöðu á loka sprettinum. Frestuðu leikirnir tveir sem ÍBV á inni verða leiknir í mars en ÍR – ÍBV fer fram 7. mars og Hörður – ÍBV 16. mars. Næsti heimaleikur karlaliðsins er svo gegn Fram þann 25. mars.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst