Stelpurnar á góðri siglingu

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu vann góðan sigur á móti Aftureldingu í kvöld að Varmá í Mosfellsbæ með einu marki gegn engu. Olga Sevcova skoraði mark ÍBV á 44. mínútu. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)

Ólöf María áfram hjá ÍBV

Ólöf María Stefánsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja tímabila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Ólöf María hefur leikið með ÍBV síðustu 2 tímabil, en hún var lykilmaður í U-liði okkar í vetur ásamt því að vera hluti af meistaraflokksliðinu. Hún hefur smollið frábærlega inn […]

TM mótið lokadagur og úrslit – myndaveisla

Lokadagur TM mótsins fór fram í gær, laugardag í sól en nokkru roki. Fjöldi leikja fór fram en niðurstöður leikja ÍBV er að finan hér fyrir neðan. KA og Breiðablik spiluðu til úrslita um TM mótsbikarinn á Hásteinsvelli í æsispennandi leik. KA fór fór með sigur af hólmi með marki frá Bríeti Fjólu Bjarnadóttur.   […]

KFS á góðri siglingu í 3. deildinni

KFS átti góðan leik í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á Dalvík/Reyni. Mörk KFS skoruðu Daníel Már Sigmarsson á 11. mínútu og Karl Jóhann Örlygsson á 68. mínútu. KFS situr nú í 8. sæti deildarinnar með 9 stig, aðeins 3 stigum á eftir toppliðinu, KFG. (meira…)

Berglind og Elísa fulltrúar Eyja

Nú eftir hádegi í dag var tilkynnt um leikmannahóp Íslands með kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem fer á EM í júlí. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru þar á meðal. Berglind er framherji og spilar nú með Brann í Noregi, Elísa er varnarmaður og spilar með Val. EM kvenna fer fram í Englandi og eru […]

Heimaleikur á Hvolsvelli

KFS á leik í dag gegn Dalvík/Reyni. Leikurinn fer fram á Hvolsvelli og hefst kl. 12:00. (meira…)

Stjörnukonur voru betri

Leik er lokið á Hásteinsvelli þar sem ÍBV tók á móti Stjörnukonum í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan vann sannfærandi sigur með fjórum mörkum gegn einu. Mark ÍBV skoraði Haley Marie Thomas á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Júlíönu Sveinsdóttur. Það er því ljóst að það er Stjarnan en ekki ÍBV sem fer áfram í […]

TM mótið – dagur 2

Nú er öðrum keppnisdegi að ljúka á TM mótinu hjá stelpunum í 5. flokki. Í kvöld verður haldin kvöldvaka fyrir öll lið og urðu smávægilegar breytingar á henni, en Klara Elias mun koma fram í forföllum tónlistarkonunnar Bríetar. Þetta hljóta að þykja góðar fréttir fyrir unnendur nýja Þjóðhátíðarlagsins; Eyjanótt sem Klara samdi og flytur. Vafalaust […]

8 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna

Fjögur lið spila í 8 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna í dag. ÍBV fær Stjörnuna til sín og hefst leikurinn kl. 17:30 á Hásteinsvelli. Stjarnan er í öðru sæti Bestu deildar með 16 stig, en ÍBV í því sjötta, með 14 stig. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í kvöld og stuðningur heimamanna […]

Sjómannamót í golfi

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja fer fram á morgun, föstudaginn 10. júní. Glæsilegar golfkylfur eru í aðalverðlaun og aukaverðlaun eru ekki af verri endanum. Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Völlurinn lítur vel út og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.