Í frétt á vef Vísis hefur verið tekið saman hvaða fótboltatreyja er ódýrust í jólapakkann. Þar kemur fram að treyjur Breiðabliks og ÍBV eru ódýrastar á landinu á meðal Bestu-deildar félaga. Bæði félög eru í Nike og seljast fullorðinstreyjur liðanna á 6.495 krónur á meðan barnatreyjur eru þúsund krónum ódýrari, á 5.495 krónur, í H-verslun.
ÍBV skipti nýverið úr Hummel í Nike með alla sýna búninga. FH og KR eru einnig í Nike en treyjur þeirra eru dýrari. FH treyjur eru ekki á meðal þess sem selt er í veglegri vefverslun félagsins en þær eru fáanlegar í Músik og sport í Hafnarfirði. FH-treyjurnar kosta þar 8.490 krónur í fullorðinsstærðum en eru ekki fáanlegar í barnastærðum í versluninni. Líklegt má þykja að ungir FH-ingar fái treyjur beint frá umboði, en upplýsingar um verð fundust ekki á veraldarvefnum.
Treyjur FH eru því tvö þúsund krónum dýrari en Nike-treyjur Blika og Eyjamanna, um 30 prósent hærri í verði. KR selur sínar Nike-treyjur í verslun félagsins og kosta þær 1.500 krónum meira en treyjur Breiðabliks og ÍBV. Fullorðinstreyja kostar 7.990 krónur en barnatreyja er þúsund krónum ódýrari, kostar 6.990 krónur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst