TM mótið lokadagur og úrslit – myndaveisla

Lokadagur TM mótsins fór fram í gær, laugardag í sól en nokkru roki. Fjöldi leikja fór fram en niðurstöður leikja ÍBV er að finan hér fyrir neðan. KA og Breiðablik spiluðu til úrslita um TM mótsbikarinn á Hásteinsvelli í æsispennandi leik. KA fór fór með sigur af hólmi með marki frá Bríeti Fjólu Bjarnadóttur. […]
KFS á góðri siglingu í 3. deildinni

KFS átti góðan leik í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á Dalvík/Reyni. Mörk KFS skoruðu Daníel Már Sigmarsson á 11. mínútu og Karl Jóhann Örlygsson á 68. mínútu. KFS situr nú í 8. sæti deildarinnar með 9 stig, aðeins 3 stigum á eftir toppliðinu, KFG. (meira…)
Berglind og Elísa fulltrúar Eyja

Nú eftir hádegi í dag var tilkynnt um leikmannahóp Íslands með kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem fer á EM í júlí. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru þar á meðal. Berglind er framherji og spilar nú með Brann í Noregi, Elísa er varnarmaður og spilar með Val. EM kvenna fer fram í Englandi og eru […]
Heimaleikur á Hvolsvelli

KFS á leik í dag gegn Dalvík/Reyni. Leikurinn fer fram á Hvolsvelli og hefst kl. 12:00. (meira…)
Stjörnukonur voru betri

Leik er lokið á Hásteinsvelli þar sem ÍBV tók á móti Stjörnukonum í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan vann sannfærandi sigur með fjórum mörkum gegn einu. Mark ÍBV skoraði Haley Marie Thomas á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Júlíönu Sveinsdóttur. Það er því ljóst að það er Stjarnan en ekki ÍBV sem fer áfram í […]
TM mótið – dagur 2

Nú er öðrum keppnisdegi að ljúka á TM mótinu hjá stelpunum í 5. flokki. Í kvöld verður haldin kvöldvaka fyrir öll lið og urðu smávægilegar breytingar á henni, en Klara Elias mun koma fram í forföllum tónlistarkonunnar Bríetar. Þetta hljóta að þykja góðar fréttir fyrir unnendur nýja Þjóðhátíðarlagsins; Eyjanótt sem Klara samdi og flytur. Vafalaust […]
8 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna

Fjögur lið spila í 8 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna í dag. ÍBV fær Stjörnuna til sín og hefst leikurinn kl. 17:30 á Hásteinsvelli. Stjarnan er í öðru sæti Bestu deildar með 16 stig, en ÍBV í því sjötta, með 14 stig. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í kvöld og stuðningur heimamanna […]
Sjómannamót í golfi

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja fer fram á morgun, föstudaginn 10. júní. Glæsilegar golfkylfur eru í aðalverðlaun og aukaverðlaun eru ekki af verri endanum. Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Völlurinn lítur vel út og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð. (meira…)
Fyrsta keppnisdegi lokið

Nú er fyrsta keppnisdegi á TM mótinu að ljúka og hefur ÍBV liðunum gengið ágætlega. Öll liðin hafa spilað þrjá leiki og hér fyrir neðan má sjá úrslitin. Það verður að telja stelpunum það til happs að veðrið hefur leikið við þær í dag og spáin er líka góð fyrir morgundaginn. ÍBV 1 Víkingur-1 – […]
TM mótið

TM mótið í knattspyrnu er árlegur viðburður í Íþróttalífi Eyjanna og sannkölluð rós í hnappagat ÍBV. Mótið er haldið fyrir 5. flokk kvenna og var fyrst haldið árið 1990. Dagskrá mótsins hefst strax í kvöld með fundi fyrir þjálfara, en keppni hefst í fyrramálið. Búast má við miklu lífi í bænum í kringum mótið, enda […]