Birna Berg Haraldsdóttir áfram hjá ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020, þegar hún kom frá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hafði þá leikið í atvinnumennsku erlendis um nokkurra ára skeið. Birna varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í upphafi yfirstandandi tímabils, bikarleik ÍBV gegn Gróttu, […]
Jón Jökull og Róbert Aron framlengja við ÍBV

Knattspyrnumennirnir Jón Jökull Hjaltason og Róbert Aron Eysteinsson hafa ákveðið að framlengja samninga sína við félagið til næstu tveggja ára. Róbert Aron er uppalinn í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur spilað með öllum flokkum félagsins en Jón Jökull er að hluta uppalinn hjá félaginu. Róbert, sem er 22 ára miðjumaður, hefur spilað 61 leik fyrir […]
Sunna framlengir við ÍBV

Sunna Jónsdóttir hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. “Hún hefur leikið með ÍBV frá haustinu 2018 og hefur nú samþykkt að starfa með okkur fram á vorið 2025, hið minnsta. Sunna hefur verið fyrirliði kvennaliðsins okkar undanfarin ár og sinnt því hlutverki ákaflega vel,” segir í tilkynningu frá ÍBV. Sunna er […]
ÍBV stelpurnar mæta Valsstúlkum fyrir framan áhorfendur

ÍBV stelpurnar taka á móti taka á móti Valsstúlkum í kvöld í Íþróttamiðstöðinni. ÍBV stelpur hafa verið á góðu róli í síðustu leikjum og unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Valsstúlkur eru sem stendur í öðru sæti í Olís-deildinni með 16 stig úr 12 leikjum. ÍBV er í fimmta sæti með 12 stig úr 11 […]
VSV og ÍBV gera nýja samstarfssamning

Aðalstjórn ÍBV og Vinnslustöðin hf. undirrituðu nýjan þriggja ára samstarfssamning nýverið. VSV leggur áherslu á að styðja við blómlegt íþróttastarf í Vestmannaeyjum og þar með það mikla starf sem ÍBV-íþróttafélag viðhefur í fótbolta og handbolta. ÍBV hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna heimsfaraldursins og hefur mátt sjá á eftir tveimur Þjóðhátíðum. En hátíðin er eins […]
Uppselt í The Puffin Run 2022

Alls hafa 1.000 hlauparar skráð sig í The Puffin Run 2022. Þátttakendafjöldi hefur mestur verið 870 manns og verður þetta því stærsta hlaupið til þessa. Um helgina verður listi yfir þátttakendur settur inn á thepuffinrun.com. Þeir sem náðu ekki að skrá sig geta sent tölvupóst á thepuffinrun@gmail.com og óskað eftir að vera á biðlista. The […]
Verstu samgöngur sem ég hef búið við á 30 árum

Það er víðar spilaður handbolti en í Ungverjalandi því kvennalið ÍBV stendur í ströngu þessa dagana. Þær mættu Aftureldingu í Mosfellsbæ í gærkvöldi og unnu þar góðan sigur og eiga svo annan útileik gegn Fram komandi laugardag. Sigurður Bragason þjálfari liðsins er ánægður með stöðuna á liðinu en hann er allt annað en sáttur með […]
Að verða uppselt í Puffin Run

Síðdegis í gær höfðu 926 manns skráð sig í The Puffin Run 2022 að sögn Magnúsar Bragasonar eins af skipuleggjendum hlaupsins. Fjöldi keppenda takmarkast við 1.000 manns. Í fyrra var fullbókað í lok febrúar. Það er því vissara fyrir þá hlaupara sem ætla að taka þátt í ár að skrá sig sem fyrst inn á […]
ÍBV-Haukar í dag

Eyjastúlkur mæta Haukum Olís-deild kvenna í dag. Haukastúlkur hafa leikið vel upp á síðkastið og sitja í þriðja sæti deildarinnar 13 stig eftir 11 leiki. ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar með 6 stig úr 8 leikjum. Haukastelpur koma með flugi til Eyja og því ekkert því til fyrirstöðu að flautað verði til leiks […]
Fimm fulltrúar ÍBV í janúarverkefnum KSÍ

ÍBV á fimm fulltrúa í landsliðshópum sem æfa í janúar hjá KSÍ. Íva Brá Guðmundsdóttir var valin í hóp til æfinga hjá U16, en æfingarnar fóru fram 12.-14. janúar sl. í Skessunni í Hafnarfirði. Magnús Örn Helgason er þjálfari liðsins. Kristján Logi Jónsson var valinn í æfingahóp hjá U15, æfingarnar fara fram 24.-26. janúar nk. […]