Elísa og Berglind voru báðar í byrjunarliði Íslands í leiknum í dag gegn Ítalíu. Leikurinn fór 1-1 en segja má að Íslenska liðið hafi spilað mun betur í fyrri hálfleik og synd að fleiri mörk skyldu ekki hafa verið skoruð.
Karólína Lea skoraði mark Íslands á 3. mínútu leiksins.
Enn eiga stelpurnar okkar möguleika á að komast upp úr riðlinum, en það veltur á niðurstöðu annarra leikja.
Næsti leikur Íslands er á móti geysisterku liði Frakka, og fer fram n.k. mánudag. Frökkum hefur verið spáð mjög ofarlega á mótinu, og hafa sumir jafnvel gengið svo langt að spá þeim fyrsta sætinu. Það er því ljóst að sá leikur verður þungur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst