Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]
Tvö ár frá fyrstu skóflustungunni

Þann 17. febrúar sl. voru tvö ár liðin frá því að Sigurjón Óskarsson tók fyrstu skóflustunguna af laxeldi í Viðlagafjöru. Í dag er fyrsti áfangi á lokastigi og er fyrsti skammturinn af seiðum nú þegar kominn í stórseiðahúsið. Í færslu á facebook-síðu Laxeyjar segir að þetta hafi verið ótrúlegur uppgangur út í Viðlagafjöru samhliða uppbyggingu […]
Laxey – Fjórði flutningur seiða

„Í vikunni fór fram fjórði flutningurinn á seiðum frá klakstöð yfir í startfóðrun (RAS 1). Þessi áfangi er alltaf sérstakur, sama hve oft hann er framkvæmdur, enda mikilvægur hluti af vaxtarferli seiðanna,“ segir á Fésbókarsíðu Laxeyjar í gær. Seiðin voru flutt úr seiðaeldisstöð Laxeyjar við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í eldisstöðina í Viðlagafjöru. Er gert ráð […]
Sigurður Arnar Magnússon ráðinn til Laxeyjar

„Laxey hefur ráðið Sigurð Arnar Magnússon í starf verkefnastjóra á framkvæmdasviði. Sigurður Arnar, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum, lauk nýverið MS-gráðu í iðnaðar- og kerfisverkfræði frá The Ohio State University með áherslu á aðfangakeðjustjórnun og framleiðslukerfi,“ segir í frétt á Fésbókarsíðu Laxeyjar. „Hann hefur reynslu af verkefnastjórnun, ferlagreiningu og hefur unnið að þróun stafrænna lausna. […]
Hluthafi í Laxey skoðar að opna fóðurverksmiðju á Íslandi

Mynd: Óskar Jósúason Norski fóðurframleiðandinn Skretting Norway kannar nú möguleikann á því að setja upp fóðurverksmiðju á Íslandi fyrir laxeldi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum þar sem haft er eftir Haarvard Walde, forstjóra Skretting Norway, að Ísland gæti í framtíðinni orðið þriðji stærsti laxaframleiðandi heims. „Þetta mun taka tíma, en möguleikarnir eru klárlega til staðar. […]
Samið um fjármögnun

Arion banki og Laxey hafa undirritað samning um fjármögnun. Samstarf félaganna mun styðja við áform Laxey um að starfrækja fiskeldisstöð á landi í Vestmannaeyjum. Samkomulagið er mikilvægur þáttur í langtímarekstri Laxey og styður við áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins. Samstarfið undirstrikar skuldbindingu Laxey til uppbyggingar fiskeldis í Vestmannaeyjum með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi, segir í tilkynningu […]
Teymið stækkar hjá Laxey

„Carl Terblanche verður aðstoðarstöðvarstjóri áframeldis hjá Laxey!“ Þetta segir í færslu á facebook-síðu Laxey. Þar segir jafnframt að Carl hafi BS-gráðu í dýravísindum með áherslu á fiskeldi og hefur hann góða reynslu af fiskeldi. „Hann verður mikilvægur liðsauki í teyminu okkar nú þegar styttist í að fyrsti skammtur færist frá seiðastöðinni yfir í áframeldið. Carl mun […]
Búið er að bólusetja fyrsta skammtinn

„Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm. Fyrsti seiðahópurinn var nefnilega bólusettur og gekk það vonum framar. Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum,“ segir á FB-síðu Laxeyjar í morgun. „Stórt hrós til þeirra fyrir að sjá um […]
Borað eftir sjó og eigin vatnsframleiðsla

Allur úrgangur nýttur sem áburður Í Viðlagafjöru eru risin fjögur af átta lokuðum kerjum sem verða klár í lok október. Öll verða sandblásin að innan og er sú vinna hafin. Loks verða kerin húðuð að innan með til þess gerðu efni. Byrjað er á minni kerjum sem seiðin eru í stuttan tíma áður en eldið hefst […]
Að byggja upp atvinnu í Vestmannaeyjum

„Það var alltaf hugmynd okkar Daða að byggja upp atvinnu í Vestmannaeyjum. Verandi í fiski höfðum við fylgst með uppgangi í fiskeldi í Noregi og Færeyjum. Fiskeldi á landi var það eina sem kom til greina og eitt leiddi af öðru. Markaður fyrir lax er í dag sá stærsti og hann er þekktasta varan og […]