Laxey innan Bændasamtakanna

„Á Íslandi fellur landeldi, líkt og hjá Laxey, undir landbúnað en ekki sjávarútveg. Ástæðan er sú að starfsemin fer alfarið fram á landi og hefur meira sameiginlegt með búskap en hefðbundnum veiðum. Rekstrarformið snýst um að ala fisk við stjórnaðar aðstæður í kerfum og tönkum á landi, sambærilegt því hvernig bændur rækta plöntur eða halda […]

Laxey – Fyrsta slátrun í nóvember

Áfangi eitt er kominn í framleiðslu, og er á áætlun. Öll átta kerin, sem eru 28 metrar á þvermál og rúmar 5000 rúmmetrar, eru nú komin með lax í ræktun. Vinnsluaðstaða LAXEY er brátt að verða fullbúin og er áætlað að fyrsta vinnsla fari fram í nóvember. Samhliða þessu er uppbygging á áfanga tvö komin […]

Laxey afhendir fyrsta hóp stórseiða til samstarfsaðila

Laxey hefur náð mikilvælum áfanga í starfsemi sinni með afhendingu fyrsta hóps stórseiða til samstarfsaðila. Þetta markar upphafið að nýju og fjölbreyttara tekjustreymi fyrir fyrirtækið, þar sem reglubundin sala á hágæða stórseiðum verður nú hluti af rekstrarlíkani þess. Með þessari afhendingu er stigið stórt og markvisst skref í þá átt að nýta framleiðslugetu Laxey til […]

Tækifæri fyrir ungt fólk hjá Laxey

Áframeldi Laxey í Viðlagafjöru hefur nú verið í rekstri í um hálft ár og Eyjafréttir höfðu samband við Hallgrím Steinsson rekstrarstjóra hjá Laxey varðandi stöðuna hjá félaginu.  “Staðan er mjög góð hjá okkur, við höfum undanfarna mánuði tekið fjölmörg ný kerfi í notkun og uppkeyrslan hefur verið í samræmi við væntingar.  Fiskurinn dafnar vel í […]

„Stór áfangi náðist í dag”

Vidlagafj 280525 Fb Laxey

Í dag var greint frá því á stór áfangi hafi náðst hjá Laxey þegar steyptur var botninn í fyrsta fiskeldiskerið í áfanga 2 í Viðlagafjöru. „Þetta táknræna skref markar upphaf sýnilegrar uppbyggingar kerjanna, þó svo að vinna við áfangann hafi hafist snemma á þessu ári. Í hvert ker fara um 200 rúmmetrar af steypu og […]

Laxey á meðal gesta á Seafood Expo í Barcelona

Eins og greint var frá á dögunum fór hópur frá Vinnslustöðinni á Seafood Expo Global, stærstu sjávarútvegssýningu heims, sem fór fram dagana 6.- 8. maí. Sýningin er haldin árlega og hefur Vinnslustöðin vanalega verið með bás á sýnungunni síðastliðin ár. Með þeim á svæðinu í ár var einnig hópur frá Laxey, þó án eigin báss, […]

LAXEY lýkur 19 milljarða fjármögnun

default

Í síðustu viku lauk LAXEY hlutafjáraukningu upp á 5 milljarða króna, sem samsvarar um 35 milljónum evra. Þetta er stórt skref í átt að markmiði félagsins um að ná árlegri framleiðslu upp í 10.000 tonn af hágæða landeldislaxi. Jafnframt hefur fyrirtækið gert langtímasamkomulag við Arion banka sem felur í sér bæði endurfjármögnun og stækkun á […]

Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]

Tvö ár frá fyrstu skóflustungunni

Sigurjon Laxey 2025

Þann 17. febrúar sl. voru tvö ár liðin frá því að Sigurjón Óskarsson tók fyrstu skóflustunguna af laxeldi í Viðlagafjöru. Í dag er fyrsti áfangi á lokastigi og er fyrsti skammturinn af seiðum nú þegar kominn í stórseiðahúsið. Í færslu á facebook-síðu Laxeyjar segir að þetta hafi verið ótrúlegur uppgangur út í Viðlagafjöru samhliða uppbyggingu […]

Laxey – Fjórði flutningur seiða

„Í vikunni fór fram fjórði flutningurinn á seiðum frá klakstöð yfir í startfóðrun (RAS 1). Þessi áfangi er alltaf sérstakur, sama hve oft hann er framkvæmdur, enda mikilvægur hluti af vaxtarferli seiðanna,“ segir á Fésbókarsíðu Laxeyjar í gær. Seiðin voru flutt úr seiðaeldisstöð Laxeyjar við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í eldisstöðina í Viðlagafjöru. Er gert ráð […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.