LAXEY nær stórum áfanga – fyrstu slátrun lokið

Fyrsta slátrun hjá Laxey var í gær og var gert að laxinum í vinnsluhúsi félagsins í Viðlagafjöru. Eru þetta stór tímamót hjá Laxey sem tók á móti fyrstu hrognunum í nóvember 2023. Ári seinna, í nóvember 2024 var fyrsti laxinn fluttur í áframeldið í Viðlagafjöru. Nú, réttu ári seinna er fyrsta laxinum slátrað. Laxey Vinnsluhús […]

Laxey innan Bændasamtakanna

„Á Íslandi fellur landeldi, líkt og hjá Laxey, undir landbúnað en ekki sjávarútveg. Ástæðan er sú að starfsemin fer alfarið fram á landi og hefur meira sameiginlegt með búskap en hefðbundnum veiðum. Rekstrarformið snýst um að ala fisk við stjórnaðar aðstæður í kerfum og tönkum á landi, sambærilegt því hvernig bændur rækta plöntur eða halda […]

Laxey – Fyrsta slátrun í nóvember

Áfangi eitt er kominn í framleiðslu, og er á áætlun. Öll átta kerin, sem eru 28 metrar á þvermál og rúmar 5000 rúmmetrar, eru nú komin með lax í ræktun. Vinnsluaðstaða LAXEY er brátt að verða fullbúin og er áætlað að fyrsta vinnsla fari fram í nóvember. Samhliða þessu er uppbygging á áfanga tvö komin […]

Laxey afhendir fyrsta hóp stórseiða til samstarfsaðila

Laxey hefur náð mikilvælum áfanga í starfsemi sinni með afhendingu fyrsta hóps stórseiða til samstarfsaðila. Þetta markar upphafið að nýju og fjölbreyttara tekjustreymi fyrir fyrirtækið, þar sem reglubundin sala á hágæða stórseiðum verður nú hluti af rekstrarlíkani þess. Með þessari afhendingu er stigið stórt og markvisst skref í þá átt að nýta framleiðslugetu Laxey til […]

Tækifæri fyrir ungt fólk hjá Laxey

Áframeldi Laxey í Viðlagafjöru hefur nú verið í rekstri í um hálft ár og Eyjafréttir höfðu samband við Hallgrím Steinsson rekstrarstjóra hjá Laxey varðandi stöðuna hjá félaginu.  “Staðan er mjög góð hjá okkur, við höfum undanfarna mánuði tekið fjölmörg ný kerfi í notkun og uppkeyrslan hefur verið í samræmi við væntingar.  Fiskurinn dafnar vel í […]

„Stór áfangi náðist í dag”

Vidlagafj 280525 Fb Laxey

Í dag var greint frá því á stór áfangi hafi náðst hjá Laxey þegar steyptur var botninn í fyrsta fiskeldiskerið í áfanga 2 í Viðlagafjöru. „Þetta táknræna skref markar upphaf sýnilegrar uppbyggingar kerjanna, þó svo að vinna við áfangann hafi hafist snemma á þessu ári. Í hvert ker fara um 200 rúmmetrar af steypu og […]

Laxey á meðal gesta á Seafood Expo í Barcelona

Eins og greint var frá á dögunum fór hópur frá Vinnslustöðinni á Seafood Expo Global, stærstu sjávarútvegssýningu heims, sem fór fram dagana 6.- 8. maí. Sýningin er haldin árlega og hefur Vinnslustöðin vanalega verið með bás á sýnungunni síðastliðin ár. Með þeim á svæðinu í ár var einnig hópur frá Laxey, þó án eigin báss, […]

LAXEY lýkur 19 milljarða fjármögnun

default

Í síðustu viku lauk LAXEY hlutafjáraukningu upp á 5 milljarða króna, sem samsvarar um 35 milljónum evra. Þetta er stórt skref í átt að markmiði félagsins um að ná árlegri framleiðslu upp í 10.000 tonn af hágæða landeldislaxi. Jafnframt hefur fyrirtækið gert langtímasamkomulag við Arion banka sem felur í sér bæði endurfjármögnun og stækkun á […]

Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]

Tvö ár frá fyrstu skóflustungunni

Sigurjon Laxey 2025

Þann 17. febrúar sl. voru tvö ár liðin frá því að Sigurjón Óskarsson tók fyrstu skóflustunguna af laxeldi í Viðlagafjöru. Í dag er fyrsti áfangi á lokastigi og er fyrsti skammturinn af seiðum nú þegar kominn í stórseiðahúsið. Í færslu á facebook-síðu Laxeyjar segir að þetta hafi verið ótrúlegur uppgangur út í Viðlagafjöru samhliða uppbyggingu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.