Þess virði að missa af Herjólfsferð

Slippurinn fagnar 10 ára afmæli og bauð til afmælishátíðar í dag að því tilefni. Opið var á barinn fyrir gesti og þjónar gengu um og buðu gestum upp á frumlega smárétti sem voru hver öðrum betri. Gísli Matthías, kokkur Slippsins og eigandi, stiklaði á stóru yfir ótrúlega magnaða sögu staðarins og lýsti því þrekvirki sem […]

Eyjamenn geta Eldað rétt

Eldum Rétt

Þjónustan Eldum rétt hefur náð nokkrum vinsældum sökum þæginda fyrir upptekið fólk. Einnig eru pakkarnir fjölbreyttir og hráefni góð. Nú geta Eyjamenn einnig Eldað rétt en fyrirtækið býður nú heimsendingarþjónustu sína víðar um land og meðal annars í Eyjum. Þannig bætist enn í flóru þjónustu sem hægt er að nýta sér í Vestmannaeyjum. Þjónustan hefur […]

Covid haft mikil áhrif á nýtingu á heimsendum mat

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku grein fyrir þróun heimsends matar til þjónustuþega stuðningsþjónustu og til stofnana Vestmannaeyjabæjar. Fyrir liggur mun meiri aukning á þjónustunni en áætlun gerir ráð fyrir og virðist áhrif Covid hafa fest í sessi meiri nýtingu á þessari þjónustu, fjölgun þjónustuþega og stöðugri nýtingu […]

Heimsending – samstarf hjá Kránni og Handknattleiksdeild ÍBV

Í dag, 31.október, hefjum við í handknattleiksdeildinni samstarf með Kránni sem snýr að heimsendingu á mat. Þetta verður í boði á milli klukkan 18 og 20 alla daga. Ef þú pantar fyrir 4.000 kr.- eða meira hjá Kránni getur þú fengið heimsendingu á matnum fyrir aðeins 500 kr.- sem renna beint til ÍBV og svo […]

Pastaréttur og döðlugott

11275543

MATGÆÐINGUR VIKUNNAR Í síðusta blaði skoraði Sigþóra Guðmundsdóttir á dóttur sína Guðnýju Geirsdóttur sem næsta matgæðing. Ég elda nú mjög sjaldan eftir uppskriftum og ein af fáu uppskriftunum sem ég fer eftir er sveitakjúklingurinn sem mamma setti inn. Hin uppskriftin sem ég fer eftir er pastaréttur sem ég fékk stundum sem barn. Það sem þig […]

Karrýfiskur og steiktur karfi

MATGÆÐINGUR VIKUNNAR Í síðusta blaði skoraði Ragnheiður Borgþórsdóttir á Jónu Sigríði Guðmundsdóttur sem næsta matgæðing. „Ég þakka Ragnheiði vinkonu fyrir að skora á mig. Við vinkonurnar eru miklir matgæðingar og spáum mikið í matargerð. Fiskur er vinsæll á mínu heimili og reyni ég að hafa fjölbreytileika bæði í uppskriftum og tegundum af fiski. Hér eru […]

Lágkolvetna brokkolísalat, pizza og Quinoa puffs kökur

Ég vil byrja á því að þakka Guðbjörgu áskorunina. Þar sem ég hef sjálf dregið úr kolvetnaneyslu sl. 18 mánuði ætla ég að koma með nokkrar hugmyndir í þeim dúr. Fyrst kemur brokkolí salat sem ég hef gert í mörg ár. Í upprunalegu uppskriftinni er 1 dl. sykur en ég er farin að setja sykurlaust […]

Fiskiflök með lauk og karrý og frönsk súkkulaðikaka

Í síðusta blaði skoraði Sigurgeir Jónsson á Deng sem næsta matgæðing. Hún skoraðist hins vegar undan. Við leituðum því á náðir nágranna okkar hjá KPMG, Guðbjargar Erlu Ríkharðsdóttur. Hún var ekki lengi að hrista saman dýrindis fiskrétt og einni franskri í eftirrétt. (meira…)

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda á morgun, en hægt er að lesa blaðið á netinu hérna. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði og er blaðið að sjálfsögðu tileinkað Goslokunum. Það var þann 3. júlí 1973 þegar Almannavarnanefnd tilkynnti að gosinu væri lokið að […]

Kráin og Ölgerðin fagna farsælu samstarfi

Í tilefni af 12 ára farsælu samstarfsafmæli Kráarinnar og Ölgerðarinnar verður slegið upp heljarinnar veislu í Kránni um helgina. Boðið verður upp á bjór af krana á hálfvirði ásamt því að Kári kynnir nýung á matseðli, sem er tilvalin með einum köldum. „Ég er að byrja með nýjung hjá mér sem ég kalla Tríó. Ostastangir, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.