Þjónustan Eldum rétt hefur náð nokkrum vinsældum sökum þæginda fyrir upptekið fólk. Einnig eru pakkarnir fjölbreyttir og hráefni góð. Nú geta Eyjamenn einnig Eldað rétt en fyrirtækið býður nú heimsendingarþjónustu sína víðar um land og meðal annars í Eyjum. Þannig bætist enn í flóru þjónustu sem hægt er að nýta sér í Vestmannaeyjum.
Þjónustan hefur einnig bætt við sig valmöguleikanum Veldu rétt þar sem fyrir fram eru pantaðir nokkrir skammtar í vikuna.
„Viðskiptavinir velja þannig þá rétti sem þeir eru í stuði fyrir hverju sinni og geta svo látið sig hlakka til vikunnar. Hægt er að velja allt frá tveimur réttum og upp í fimm. Svo er ekki verra að við erum farin að senda um allt land og það er óhætt að segja að fólk á landsbyggðinni hefur heldur betur tekið við sér og fjölmargir farnir að nýta sér þann kost,“ segir Hrafnhildur Hermannsdóttir, einn eigenda Eldum rétt.
Þjónustan gefur kost á færri búðaferðum og einfaldari undirbúningstíma. Hrafnhildur segir einnig að “þjónustunni fylgir minni matarsóun því fólk fær einungis það hráefni sem þarf fyrir hverja máltíð. Það eru svo margir kostir við pakkana frá okkur og fólk virðist í auknum mæli vera að átta sig á því,“
Eldum rétt er bæði með vefsíðu og app.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst