Sjómannahelgin í söfnunum

Í Einarsstofu er myndlistasýning Villa á Burstafelli, sýningin ber yfirskriftina: byggðin undir hrauni. Það er opið alla helgina og frítt inn. (meira…)

Um 90 skip til hafnar í sumar

Það verður mikið að gerast í höfninni í Eyjum en von er á tæplega 90 skemmtiferðaskipum í sumar. Að sögn hafnarstjóra hófst siglingatímabilið í byrjun maí og von er á síðasta skipinu þann 20. september, svo sumarið er langt á höfninni í ár. Stærsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju í ár er 62.375 tonn, var […]

Þjóðhátíðarlagið frumflutt

xr:d:DAFCFl_9Mto:6,j:28043622488,t:22060709

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Hún gerði garðinn frægan hér um aldamótin með hljómsveitinni Nylon. Hún semur einmitt Þjóðhátíðarlagið í samvinnu með Ölmu Guðmundsdóttur sem var einnig í hljómsveitinni. Lagið nefnist Eyjanótt og má nálgast hér á Spotify.  (meira…)

Sjómannabjórinn er sigurbjórinn

Um nýliðna helgi fór fram tíunda Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal og bruggmeistarar The Brothers Brewery voru á staðnum með sína vöru. Þetta er í fimmta sinn sem þeir fara á Hóla og hafa í öll fimm skiptin komið heim með verðlaun. Í tvígang hafa þeir hneppt fyrstu verðlaun og að sögn bruggmeistaranna, eru þau […]

16 er töfratalan við bjórdælingu

Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin. Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar […]

Gullna hlið Vestmannaeyja

Miðbæjarfélagið Heimabær, var stofnað síðla árs 2021 af áhugafólki um miðbæ Vestmannaeyja. Tilgangur félagsins er að vinna að og hvetja á jákvæðan hátt að uppbyggingu miðbæjarins enn frekar. Eitt af markmiðum félagsins er að skilgreina miðbæinn betur svo gestir og gangandi átti sig betur á því hvar hann er. Þá kviknaði sú hugmynd að setja […]

Peyjar og pæjur á Oasis tónleikum

Hópur Eyjafólks, um 25 manns, er nú samankominn á Englandi til að hlýða á söngvarann Liam Gallagher. Tónleikarnir, sem voru allir hinir glæsilegustu, fór fram á Knebworth Park í gær. Liam Gallager var söngvari hinnar dáðu hljómsveitar Oasis, sem átti sín bestu ár upp úr aldamótum, en hljómsveitin lagði upp laupana árið 2008. Síðustu tónleikar […]

Að leita langt yfir skammt

Agnes Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi heimsótti Vestmannaeyjar í maí síðastliðnum og predikaði í Landakirkju. Hún segir kirkjuna ekki nógu sýnilega í íslensku þjóðlífi. Það sé jafnvel að fólk leiti langt yfir skammt að þjónustu sem kirkjan sé að veita, en fólk veit ekki af. Kirkjan sé ekki sýnileg, þó þörfin sé mikil. Ítarlegt viðtal við […]

Bruggmeistarar BB komu, sáu og sigruðu

Nú um helgina er haldin 10. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal. Þar safnast saman allir helstu bruggmeistarar Íslands og stilla fram nýrri vöru. Í ár voru 40 bjórar á boðstólnum. Á hátíðinni kjósa gestirnir bestu bjórana, og eins og kynnir hátíðarinnar tók svo skemmtilega fram, þá kemur sigurbjórinn þetta árið, ekki frá Íslandi, heldur Vestmannaeyjum. […]

Stormasamt í kringum Ingó Veðurguð

Ingólfur Þórarinsson

Í frétt á vefnum vísir.is er fjallað um sýknudóm Sindra Þórs Sigríðarsonar Hilmarssonar af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Telur lögmaður Ingólfs að um tímamótadóm sé að ræða þar sem niðurstaðan staðfesti að segja megi hvað sem er um hvern sem er. Ingólfur stefndi Sindra Þór vegna fimm ummæla sem sá síðarnefndi lét falla sumarið 2020. […]