Opnaði veitingastað með Gordon Ramsay

Vestmannaeyjar eru komin á heimskort matgæðinga og öllum er boðið að koma og taka þátt í sjávarréttahátíðinni MATEY sem haldin verður 8., 9. og 10. september 2022. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í  sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum  taka höndum saman og vekja athygli á menningararfleiðinni og  fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum og bjóða upp margvíslega töfrandi […]

Nýtt sjóðheitt lag frá Foreign Monkeys

Í dag, föstudaginn 12. ágúst, kemur út nýtt lag með Foreign Monkeys og nefnist það FEEL GOOD. Lagið er að finna á Spotify og öllum öðrum helstu streymisveitum. Lagið er þriðja smáskífa Foreign Monkeys þetta árið, og er óhætt að segja að hér sé á ferð partýslagari af gamla skólanum í bland við blúsaðan fíling […]

Ný skilti og útgáfudagskrá

Hinn 16. júlí eru 395 ár liðin frá því að alsírsk ræningjaskip komu hér til Vestmannaeyja, rændu, brenndu, drápu 36 Vestmannaeyinga og tóku með sér 242 manneskjur héðan til Alsír, í Barbaríið, eins og Íslendingar kölluð Alsír á þeim tíma. Þar beið fólksins þrældómur og ill meðferð. Um 200 íbúar urðu eftir í Vestmannaeyjum, þjakaðir […]

Hagstofustjóri gefur Vestmannaeyjabæ kort

„Í allt eru þetta um 70 landakort og gamlar koparstungumyndir sem tengjast Íslandi. Þau  elstu eru frá 1570 ná til 1827. Reyni ég að stikla á stóru í sögu kortagerðar á Íslandi og er gaman að sjá hvernig menn sáu fyrir sér lögun landsins. Sérstaklega í upphafi þegar kortin eru byggð á sögusögnum, ævintýrum og […]

Þess virði að missa af Herjólfsferð

Slippurinn fagnar 10 ára afmæli og bauð til afmælishátíðar í dag að því tilefni. Opið var á barinn fyrir gesti og þjónar gengu um og buðu gestum upp á frumlega smárétti sem voru hver öðrum betri. Gísli Matthías, kokkur Slippsins og eigandi, stiklaði á stóru yfir ótrúlega magnaða sögu staðarins og lýsti því þrekvirki sem […]

24 dagar til Þjóðhátíðar

Mikið líf var í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar hópur af sjálfboðaliðum var þar samankominn við að undirbúa fyrir Þjóðhátíð. Myndirnar tala sínu máli. Dagskráin fer að verða fullmótuð, samkvæmt vefsíðunni dalurinn.is, en þau sem koma fram eru meðal annarra: Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Hreimur, Herbert Guðmundsson og Aldamótatónleikarnir. Auk þeirra er búið að bóka Birgittu […]

Forsölu í Dalinn lýkur á morgun

Þjóðhátíð Dalurinn

Félagsmenn ÍBV geta keypt miða á Þjóðhátíð á betri kjörum í forsölu, en þeirri forsölu lýkur á morgun. Miðasala fer fram á Tix.is og getur hver félagsmaður keypt 5 miða í Dalinn. Félagsmenn þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og staðfesta félagsaðild við kaup. Myndin er frá Ingu Láru Pétursdóttur. (meira…)

Veikindi koma í veg fyrir tónleika

Tónleikar með Þjóðlagasveit Ásgeirs Ásgeirssonar og stórsöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur, sem voru áætlaðir í Eldheimum í dag kl. 17:00, falla niður vegna veikinda. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.