Í gær var haldin opnunarhátíð MATEY Seafood Festival í Sagnheimum, Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Viðburðurinn markaði upphaf hátíðarinnar sem fagnar íslenskum sjávarfangi og framúrskarandi matreiðslu. Í ár eru gestakokkarnir allar konur, leiðtogar í matreiðslu og koma víða að úr heiminum.
Frosti Gíslason, verkefnastjóri Mateyjar var ánægður með hvernig til tókst. „Það var vel mætt, góð stemning og gaman að hafa þessa frábæru listasýningu hjá listafólkinu Litku með á hátíðinni. Einnig er gaman að fá þessi frábæru viðbrögð frá erlendu gestunum okkar.“ segir hann í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net.
Frosti er mjög ánægður með að fá fulltrúa frá stórum fjölmiðli Spáni, auk blaðamanna frá tveimur stórum miðlum á Bretlandi. Svo má ekki gleyma fulltrúum frá Grapevine, Morgunblaðinu auk okkar frábæru bæjarmiðla sem gera hátíðinni mjög góð skil.
„Í dag fengum við svo frábæra kynningu fyrir okkar erlendu gesti hjá Vinnslustöðinni. Þar fengum við m.a. góða kynningu á vinnsluferlinu í saltfiskvinnslunni. Erlendu gestirnir eru að njóta alls þess sem eyjan hefur upp á að bjóða í mat, drykk og afþreyingu. Þau eru í skýjunum með móttökur heimamanna, sem mun reynast okkur vel í markaðssetningu erlendis á Vestmannaeyjum – sem mögnuðum áfangastað og sjávarsamfélagi sem stendur saman út í eitt.”
Ritstjóri Eyjafrétta sem var viðstaddur opnunina segir að viðburðurinn hafi verið bæði skemmtilegur og fróðlegur. Hann fór bæði fram á íslensku og á ensku og ekki annað að heyra en allir hafi skemmt sér konunglega enda mikið hlegið í gegnum alla dagskránna.
Einnig spilaði tónlistarfólk úr Eyjum létta tóna og boðið var upp á kynningar og smakk á fjölbreyttum matvælum frá VSV og Ísfélaginu . Gestir fengu einnig tækifæri til að smakka nýjan bjór frá Brothers Brewery auk veitinga frá Ölgerðinni.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, opnaði hátíðina formlega. Frosti Gíslason hélt erindi um sjávarsamfélagið í Vestmannaeyjum og Gísli Matthías Auðunsson kynnti hugmyndafræði matarhátíðarinnar, ásamt því að kynna sigurvegara í matreiðslukeppni Íslandsstofu / Seafood from Iceland.
Gestakokkar hátíðarinnar voru einnig kynntir. Adriana Solis Cavita frá Mexíkó mun elda á veitingastaðnum GOTT, Rosie May Maguire frá Bretlandi verður á Slippnum og Renata Zalles frá Bólivíu mun vera gestakokkur á Einsa Kalda. Ásamt þessu var einnig opnuð listasýningin ,,Sjávarsamfélagið” þar sem listafólk úr Listafélaginu Litku sýnir verk sín. Þá sögðu gestakokkarnir einnig nokkur orð við opnunina.
Matey hátíðin heldur áfram í dag og um helgina með spennandi dagskrá, þar sem gestir fá tækifæri til að upplifa einstaka sjávarrétti og listviðburði.
Fleiri myndir frá Karl Petersson má sjá hér að neðan.
Dást að gæðum veitingastaðanna – Eyjafréttir (eyjafrettir.is)
Ómótstæðilegir matseðlar á Matey
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst