Forræktun krydd- og matjurta í boði Visku og Eyjafrétta

Á næstu vikum munu Viska Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Eyjafréttir bjóða Eyjamönnum upp á hin ýmsu fjarnámskeið þeim að kostnaðalausu. Það fyrsta í röðinni verður á mánudaginn kemur, þann 20. apríl, þegar Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, sýnir okkur allt um sáningu og forræktun krydd- og matjurta. Á fjarnámskeiðinu verður farið yfir sáningu […]
Heima með Dóra Popp klukkan 21

Í kvöld kl 21 á facebook síðu Eyþórs Harðarsonar, verða tónleikar í beinni í boði algjörlega að kostnaðarlausu… Í samtali við blaðamann sagði Eyþór „þetta er mín leið að gefa fólki tilbaka og þakka fyrir mig“. Eyþór, eða Dóri Popp eins og flestir þekkja hann er ekki að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni enn […]
Hugvekja á páskadegi með sr. Ólafi Jóhanni Borgþórssyni

Hugvekja í Seljakirkju á páskadegi. Umsjón sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson og Tómas Guðni Eggertsson. (meira…)
Verkefni í Vestmannaeyjum fengu úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir […]
Eitrun í Eyjum á Storytel

Fyrsta mál nýrrar seríu af Sönnum íslenskum sakamálum á Storytel kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. „Það sem þeir […]
Snertilaust bókasafn

Bókasafn Vestmannaeyja hefur ekki lokað heldur lánar enn þá út bækur, snertilaust að sjálfsögðu. “Bækur eru hinn besti félagsskapur og hægt er að panta bækur í gegnum síma (488-2040) eða messenger og við reddum málunum,” segir á facebook síður safnsins. Þær bækur sem skilað er fara í “sóttkví” í 4 daga áður en þær fara aftur í útlán, sprittaðar og fínar. Allar bækur eru sprittaðar áður […]
Rafræn myndlistasýning GRV

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að nemendur í myndlistarvali hjá Grunnskóla Vestmannaeyja vinni sjálfstæð verkefni í tímum eftir áramót og sýni svo afraksturinn á vorsýningu í Einarsstofu. Vegna covid-19 var tekin sú ákvörðun að halda rafræna sýningu með verkum eftir nemendur svo bæjarbúar og aðrir fái að njóta. Hlekk á sýninguna má finna […]
Tími til að lesa

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri. Lestur veitir fullorðnum örvandi hvíld […]
Kirkjuklukkur hljóma nú í hádeginu hvern dag

Á dögum samkomubanns leitar kirkjan ýmissa leiða til að koma boðskap sínum til fólksins. Í gær ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa undirbúið. Það kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 […]
Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra

Hugvekja sr. Viðars á miðföstu í samkomubanni „Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína“ (Slm 121:7) Kona ein sem ég lít mjög mikið upp til sagði mér í nýliðinni viku: „Veistu Viðar, það er ákaflega hentugt að vera alkóhólisti þessa dagana.“ Ég leyni því ekki að ég var nokkuð hissa […]