Risa Grease tónleikasýningin frumsýnd á Goslokahátíðinni

TWE Live kynnir með miklu stolti frumsýningu Grease tónleikasýningarinnar á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum föstudagskvöldið 2. júlí í Íþróttahöllinni. Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson (Ingó veðurguð) bregða sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease. „Það er með miklu stolti og gleði sem við hjá TWE Live tilkynnum að Grease […]

Rafrænt Jólahvísl í ár – myndband

Árið 2016 fengu vinkonunar Jenný Guðnadóttir, Elísabet Guðnadótir og Guðný Emilíana Tórshamar þá hugmynd að bjóða Eyjamönnum á jólatónleika og hlutu þeir nafnið Jólahvísl. Tónleikarnir hafa verið árlegur viðburður síðan og vaxið með hverju árinu. Í ár eru aðstæður aðrar en það aftrar þó ekki hópnum að gleðja Eyjamenn með söng sínum og bjóða því […]

Eyjatónleikar færðir til 1. maí

Í ljósi aðstæðna hafa aðstandendur Eyjatónleikanna, sem fara áttu fram 23.janúar næstkomandi, ákveðið í samráði við Hörpu tónlistarhús, að færa tónleikana til laugardagskvöldsins 01.maí 2021. Um leið verður smá breyting á söngvarahópnum, Helgi Björns og Silja eru því miður upptekin í öðrum verkefnum en í staðinn koma inn Brekkusöngsstjórnandann Ingó Veðurguð og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, […]

Listagjöf til þjóðarinnar á aðventunni

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember nk. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf […]

Upphaf aldauðans II Sýning í Eldheimum

Listasafn ASÍ stendur fyrir myndlistarsýningum, barnanámskeiðum og vinnustofum barna á fjórum stöðum á landinu. Verkefnið tengist útkomu bókar Gísla Pálssonar um FUGLINN SEM GAT EKKI FLOGIÐ. Fyrstu viðkomustaðir sýningarinnar voru í Ásmundarsal við Freyjugötu og Listagilinu á Akureyri. Eldheimar eru næsti viðkomustaður og sýningin verður opin á opnunartíma safnsins kl. 13:30 – 16:30 laugardaginn 21. […]

Ási í Bæ mættur á bryggjuna

Í dag luku starfsmenn Ísfélagsins uppsetningu á bronsstyttu af skáldinu, sjómanninum og tónlistarmanninum, Ása í Bæ við flotbryggjurnar á smábátasvæðinu. Um er að ræða styttu af Ása í raunstærð þar sem hann situr á steini. Einnig hefur bekk verið komið fyrir við styttuna þar sem hægt er að hlusta á lög og sögur frá Ása […]

Fattararnir frá Eyjum eiga inni nokkrar níðstangir

Brandarafélag í Eyjum, sem kenna sig við Ketil Bónda hafa varpað fram fullyrðingum um uppruna MOM air og telja að um sé að ræða brandara af einhverri sort. “Við sem föttuðum uppá þessum brandara” segja þeir í fréttatilkynningu til Eyjafrétta. Þessir miklu fattarar hafa þó ekki fattað að kynna sér sögu MOM air, sem gengur […]

Safnahelgi í skugga Covid

Safnahelgin og síðar Safnavikan hafa verið ljósið okkar í upphafi skammdegisins sem hellist yfir á þessum árstíma. Verið ein allsherjar menningarveisla þar sem ótrúlegur fjöldi listamanna hefur komið við sögu undanfarin 16 ár, venjulegast fyrstu vikuna í nóvember. Þetta ár er skrítið svo vægt sé til orða tekið og horfum við inn í annan veruleika […]

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja verður áfram í Hvíta húsinu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku voru lögð voru fram drög að leigusamningi húsfélagsins SHIVE, sem starfrækt er um fasteignina að Strandvegi 50, og Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sem framleigir 2. og 3. hæð hússins til Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja. Haustið 2019 var gerður leigusamningur við Lista- og menningarfélagið til eins árs. Samningur þessi gildir frá 1. […]

Loksins ný útgáfa

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum, sem er hópur áhugafólks um sögu og menningu Vestmannaeyja, hefur um nokkurra ára skeið átt sér þann draum að standa fyrir útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar sóknarprests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Eins og mörgum er kunnugt var Ólafur einn þeirra sem teknir voru til fanga í Tyrkjaráninu 1627 þegar ræningjar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.