Safnahelgi í Vestmannaeyjum lýkur í dag, sunnudag. Um leið og minnt er á opnanir á söfnum og sýningum Safnahelgar kynnum við síðasta dagskrárliðinn að þessu sinni.
Kl. 12 hefst í Einarsstofu fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum í samstarfi við Sögusetur 1627. Þar kynna 4 fræðimenn og rithöfundar frá Íslandi, Bandaríkjunum, Hollandi og Svíþjóð nýjar, fræðilegar útgáfur og skáldsögur sínar á erlendum tungumálum. Allar eiga þessar erlendu útgáfur það sameiginlegt að fjalla um Reisubók sr. Ólafs Egilssonar, samtímaheimild um þann ótrúlega atburð árið 1627 er 242 Vestmannaeyingar voru herteknir og fluttir sem þrælar til Alsír. Reisubók Ólafs þykir einstök heimild og munu þessir 4 fræðimenn og rithöfundar fjalla um mikilvægi textans fyrir þann sístækkandi hóp fræðimanna og rithöfunda sem á allra síðustu árum eru að hagnýta sér efniviðinn á ótrúlega fjölbreyttan hátt.
Í tilefni dagskrárinnar kemur Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar í fyrsta sinn til Eyja, en þeir hafa sérhæft sig að búa íslensk þjóðlög út í austrænum stíl. Þá munu matreiðslumeistarar frá Gott auka á stemninguna með því að töfra fram rétti í norður-afrískum anda.
Minnt er á að eftirfarandi söfn og sýningar eru opnar í dag, sunnudag.
Opið í Eldheimum milli 11 og 17.
Frítt inn í Sagnheima-byggðasafn í Safnahúsi og Sagnheima-náttúrugripasafn við Heiðarveg. Opið milli 13 og 16.
Frítt inn á Sjóminjasafn Þórðar Rafns á Flötum, milli 13 og 16.
Gestastofa Sealife Trust verður opin milli 10 og 16. Frítt inn fyrir heimafólk en tekið á móti frjálsum framlögum.
Sölusýning Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja í Fiskiðjunni verður opin milli 13 og 17.
Hvíta húsið (aðsetur Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja) verður opin milli 14 og 16.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst