Göngumessa, ratleikur og sýningar

Nú fer hver að verða síðastur að sjá skemmtilegar sýningar í tengslum við goslokahátíð. Göngumessa frá Landakirkja og ratleikur á vegum Ægis verða einnig á boðstólnum í dag. (meira…)

Goslokadagurinn 3. júlí

Okkur er tamt að segja í Vestmannaeyjum – fyrir og eftir gos. Svo djúp og óafmáanleg er minningin um eldgosið sem hófst aðfaranótt 23. janúar 1973.  Íbúarnir, yfir fimm þúsund einstaklingar, yfirgáfu heimili sín sem mörg hver fóru undir ösku og eld. Hluti af Heimaey fór undir hraun og austurbærinn sem áður var blómleg byggð […]

Sjómannadagshelgi (Myndir)

Hátíðarhöld í tilefni af Sjómannadeginum fóru fram með óhefðbundnu sniði um helgina. Enginn dansleikur var í Höllinni þetta árið sökum samkomu takmarkana en sjómenn gerðu sér glaðan dag með öðrum leiðum. Víða annarsstaðar á landinu voru hátíðarhöld felld niður eða haldin með fábreyttara sniði. Sjómannadagurinn var haldinn með glæsilegum hætti í Vestmannaeyjum eins og þessar […]

“Sagan okkar” með Eyja sonum komið út

Annað lagið frá Eyja sonum er komið út. Lagið heitir Sagan okkar og er lag og texti eftir Daníel Franz Davíðsson. Hljómsveitar meðlimir: Daníel Franz Davíðsson gítar og söngur. Elísa Elíasdóttir. Söngur. Arnþór Ingi Pálsson Gítar, Eldur Antoníus Hansen. Bassi. Einar Örn Valsson. Trommur. Bogi Matt Harðarsson. Hljómborð. Símon Þór Sigurðsson. Slagverk og umboðsmaður. Bókanir […]

Óskar Pétur hefur opnað sýningu í Vigtinni

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari opnaði í dag ljósmyndasýningu sem hann verður með í Vigtinni Bakhúsi um Sjómannadagshelgina. Óskar bauð gesti velkomna og rifjaði upp sögur af því þegar faðir hans starfaði sem vigtarmaður í sama húsi. „Í haust sýndi ég myndir frá höfninni, skipin og sjómennina þessi sýning er með svipuðu sniði. Höfnin hefur alla […]

Vel heppnaðir tónleikar KK og Mugison (myndir)

Það er óhætt að segja að lífið í Vestmannaeyjum sé að færast í eðlilegra horf með hækkandi sól eftir erfiðan vetur. Það má best merkja á líf hefur færst yfir bæinn með auknum gestkomum og líflegum samkomum. Ein slík fór fram í Höllinni á sunnudagskvöld þegar tónlistarmennirnir KK og Mugison héldu vel heppnaða tónleika fyrir […]

Heimaklettur með Eyjasonum komið út

Hljómsveitin Eyjasynir sendi í morgun frá sér skemmtlegt myndband við lagði sitt Heimaklettur. Lag og Texti: Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir og Daníel Franz Davíðisson. Myndataka: Ásmundur Ari Pálsson, Einar Örn Valsson og Símon Þór Sigurðsson. Upptaka lags: Arnar Júlíusson. Sérstakar þakkir: Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir Arnar Júlíusson Birgir Nielsen Þórsson Tónlistarskóli Ve Mamma og pabbi Einars fyrir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.