Viðlagafjara í dag

default

Gríðarleg uppbygging á sér stað í Viðlagafjöru. Við sjáum það vel á myndbandinu hér að neðan, sem Halldór B. Halldórsson myndaði í dag. (meira…)

Haustar á Heimaey

Skjask Hbh Bolti 24

Haustið er á næsta leiti, en þó er grasið enn iðagrænt. Halldór B. Halldórsson fór á ferðina og sýnir okkur svipmyndir frá hinum ýmsu stöðum í bænum. Í gær sýndi hann okkur svipmyndir frá nokkrum byggingarframkvæmdum og í dag sýnir hann okkur frá fleiri framkvæmdum víðsvegar um Eyjuna. Njótið. (meira…)

Heimaey í dag

Skjask Hbh Solhlid 0924

Í dag fer Halldór B. Halldórsson með okkur um bæinn. Sýnir okkur m.a. hluta af byggingaframkvæmdum bæjarins auk annars sem fyrir augu bar í morgun. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Bæjarstjórnarfundur í beinni

bæjarstjórn_vestm

1609. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í dag, miðvikudag kl. 14:00 í fundarsal Ráðhúss Vestmannaeyja. Meðal þess sem er á dagskrá fundarins er umræða um samgöngumál og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, auk nokkurra mála úr fundargerðum. Horfa má á fundinn hér að neðan. Þar fyrir neðan má sjá alla dagskrá fundarins. Almenn erindi 1.  201212068 – […]

Á annað hundrað hlauparar tóku þátt

K94A0809

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í ágætis veðri í dag. 23 þáttakendur voru skráðir í 10 km hlaupið og kom Þórólfur Ingi Þórsson fyrstur í mark þar á tímanum 00:34:51. Sigurjón Ernir Sturluson var annar í mark á tímanum 00:35:11. Fyrst kvenna í 10 km hlaupinu var Íris Dóra Snorradóttir og hljóp hún á 00:40:03. Fríða Rún […]

Börnin hlupu í blíðunni

K94A0790

Í morgun tóku nemendur GRV þátt í Skólahlaupi ÍSÍ. Eftir hlaupið voru grillaðar pylsur fyrir nemendur. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og ekki skemmdi veðrið fyrir. Ólympíuhlaup ÍSÍ áður Norræna skólahlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Á vef ÍSÍ segir að með Ólympíuhlaupi ÍSÍ sé […]

VSV: Framkvæmdir í fullum gangi

Vsv Framkv 310824 2

Framkvæmdir ganga vel við byggingu hússins á Vinnslustöðvar-reitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá framkvæmdunum. Nánar má lesa um framkvæmdirnar hér. (meira…)

Um Heimaey með Halldóri

Hbh Skjask 290824 L

Í dag förum við á rúntinn með Halldóri B. Halldórssyni um Heimaey. Að venju fer hann með okkur víða um Eyjuna fögru. Njótið! (meira…)

Svipast um suður á eyju

K94A0727

Í dag skoðum við okkur um með Halldóri B. Halldórssyni. Hann fer með okkur um sunnanverða Heimaey. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Á ferð og flugi um Eyjarnar

Skemmtiferdaskip Uteyjar Skjask Hbh 24 L

Hafnarsvæðið er næsti viðkomustaður Halldórs B. Halldórssonar, kvikmyndatökumanns. Hann fór um svæðið í blíðunni í gær. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.