Gott veður hefur verið í Eyjum í gær og í dag. Sannkölluð blíða. En samt minnir veturinn á sig með kuldatíð og frosti. Áfram er gert ráð fyrir kuldatíð. „Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 syðst á morgun. Bjart að mestu og frost 0 til 7 stig.” segir í nýrri spá Veðurstofunnar fyrir Suðurland.
Halldór B. Halldórsson flaug yfir Heimaey í blíðunni í gær og má sjá skemmtilegt myndband hans hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst