Herjólfur í áætlun í næstu viku

​Farþegaferjan Herjólfur hefur síðustu rúmar tvær vikur verið í slipp í Hafnarfirði. Hefur hefðbundnu viðhaldi verið sinnt og skipið málað að utan og innan. Um sex tonn af málningu „Allt frá því skipið var tekið upp í slipp, mánudaginn 8. september, hefur verið unnið alla daga, myrkranna á milli. Stærsta verkefnið er heilmálun á skipinu, […]

Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag

Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag þar sem ófært er fyrir ferjunna í Landeyjahöfn vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Farþegar sem áttu bókað kl. 07:00, 10:00, 16:00 og 19:00 færast sjálfkrafa milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til […]

Seinkun hjá Baldri vegna bilunar – uppfært

20250909 203208

Baldur átti að sigla frá Landeyjahöfn klukkan 17.00 en var hins vegar að leggja úr höfn þegar þessi frétt er skrifuð kl. 17.50. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er um að ræða bilun í stjórnbúnaði skipsins sem tókst að gera við. Í tilkynningu frá Herjólfi sem var að birtast á facebook síðu félgsins segir að Baldur sé […]

Baldur með undanþágu til siglinga í Þorlákshöfn

Baldur OPF 20250911 151359

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna á slipptöku Herjólfs og afleysingarskipi á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að Herjólfur sé kominn í slipp í Hafnarfirði, en gert er ráð fyrir að slippurinn taki um tæpar þrjár vikur. Helstu verkefni í slippnum eru einkum tvenn. Annars vegar málun og hins vegar upptaka veltiugganna. Skipið verður […]

Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi

Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi og hefur verið tekin ákvörðun um að sigla frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar kl 11.00 en beðið verður í Landeyjahöfn og brottför kl 13.00 aftur þaðan. Aðstæður eiga að lagast þegar líður á daginn og er stefnt að fullri áætlun seinni partinn, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. (meira…)

Ófært í Landeyjahöfn

Næstu ferðir Baldurs falla niður frá Vestmannaeyjum kl. 09.00 og frá Landeyjahöfn kl. 10.00 vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir einnig að næsta brottför frá Vestmannaeyjum sé áætluð kl. 11:00 í dag. Gefin verður út tilkynning sé þess þörf vegna áframhaldandi siglinga í dag. (meira…)

Baldur kominn í lag

Fella þurfti niður ferð Baldurs milli lands og Eyja um kvöldmatarleitið í kvöld vegna bilunar. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs fékk ferjan veiðafæri í skrúfuna. „Það þurfti að kalla til kafara til að skera netadræsurnar úr skrúfunni. Það gekk vel og mun Baldur sigla næstu ferðir,” segir hann í samtali við Eyjafréttir. Hér […]

Baldur bilaður

20250909 203208

Ákveðið  hefur verið að fella niður næstu ferð Baldurs frá Vestmannaeyjum kl 18.00 og Landeyjahöfn kl 19.00 vegna bilunar sem þarf að skoða. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. en Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp. Í tilkynningunni segir jafnframt að hvað varði næstu ferðir þá eru þær á áætlun þar […]

Baldur siglir milli lands og Eyja

Á morgun mánudag mun ferjan Baldur taka við siglingum á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur IV verður í slipp í Hafnarfirði næstu 2-3 vikurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Siglingaáætlun Baldurs má sjá hér að neðan. Ef sigla þarf til/frá Þorlákshöfn, þá færast eftirfarandi ferðir sjálfkrafa milli hafna. Brottför frá […]

Reiknað með fyrstu niðurstöðum í haust

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Eyjólfur Ármannssson, innviðaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Gísla Stefánssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins um samgöngur milli lands og Vestmannaeyja. Afstaða tekin til verkefnisins í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun Gísli spurði annars vegar hvort ráðherra hyggist tryggja fjármagn á þessu ári sem þarf til að hefja rannsóknir á jarðlögum í Vestmannaeyjum í samræmi við ráðleggingar starfshóps um […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.