Skýlaus krafa að Hafrannsóknastofnun sé fullfjármögnuð

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum mögulegs loðnubrests á íslenskt efnahagslíf. Ekki síst gætir áhrifanna hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélögum þar sem uppsjávarvinnsla er ein af meginstoðum atvinnulífsins. Svona hefst bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga á þriðjudaginn sl. Í bókuninni segir enn fremur að ef ekki verði loðnuvertíð […]
„Á mettíma í haustrallinu”

Haustralli Hafrannsóknastofnunar er lokið, en tvö skip Vinnslustöðvarinnar rölluðu í kringum landið ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Breki VE var á djúpslóð, en Þórunn Sveinsdóttir á grunnslóð. Valur Bogason, sjávarvistfræðingur var leiðangursstjóri á Þórunni Sveinsdóttur. „Leiðangurinn á Þórunni gekk mjög vel og voru veðurguðirnir okkur mjög hliðhollir og vorum við á mettíma í haustrallinu á grunnslóð, […]
Áhersla lögð á ýsuveiði

Bergur VE kom til löndunar í Neskaupstað í gærmorgun og í kjölfarið kom Vestmannaey VE. Afli skipanna var mestmegnis ýsa en einnig dálítill þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að veitt hafi verið út af Austfjörðum í fínasta veðri. „Við byrjuðum á Glettingi og fengum þar ágætt af ýsu. Síðan var haldið á Gerpsiflak […]
Á Tangaflakinu í skítabrælu

Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Neskaupstað á sunnudag og í gær og voru bæði með fullfermi. Bergur kom á sunnudaginn og segir Jón Valgeirsson skipstjóri, í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hafi verið erfiður vegna veðurs. „Við vorum á Tangaflakinu allan tímann í skítabrælu. Veðrið var ansi þreytandi því allt verður helmingi […]
Hvalir að éta okkur út á gaddinn?

„Fyrstu niðurstöður loðnumælinga fyrir næstu loðnuvertíð eru ekki uppörvandi. En það verður farinn annar leiðangur í janúar til að mæla veiðistofninn. Vonandi náum við betur utan um mælingu á loðnustofninum þá. Vandi okkar er sá að það skortir verulega á grunnrannsóknir í hafinu og sumt má hreinlega ekki skoða eða tala um, og þá vísa […]
Ráðgjöf um engar loðnuveiðar

Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Þessi ráðgjöf er samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025. Ráðgjöfin byggir á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknarskipunum […]
Systurskipin fylgdust að

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa fiskað fyrir austan land undanfarnar vikur og oftast landað aflanum í Neskaupstað. Í síðustu viku lönduðu skipin þó í Eyjum. Í gær komu þau síðan bæði til Neskaupstaðar og lönduðu þar fullfermi. Í veiðiferðinni fylgdust skipin að og öfluðu svipað, en aflinn var nær alfarið þorskur og ýsa, […]
Ísleifur kveður Ísland

Síðdegis í dag hélt áhöfn Ísleifs VE úr heimahöfn. Ferðin markar tímamót þar sem siglt verður með skipið utan til niðurrifs. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að ferðinni sé heitið til Esbjerg í Danmörku. „Þetta eru um 1000 mílur. Við áætlum að vera fjóra sólarhringa á leiðinni.” segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið […]
„Ótrúlegur hraði“

Vel gengur hjá iðnaðarmönnunum sem byggja upp á Vinnslustöðvarreitnum. Húsið verður tveggja hæða um 5.600 fermetrar og mun hýsa saltfiskvinnslu á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Í dag var steyptur annar hluti af þremur í plötunni. Þeir stefna svo á að steypa þriðja partinn í næstu viku.“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri […]
Sigurbjörg ÁR kom til Eyja í nótt

Í nótt kom Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins í fyrsta sinn til löndunar í Vestmannaeyjum. Skipið var smíðað í Celiktrans-skipasmíðastöðinni í Istanbúl og kom það til landsins í ágúst. Mesta lengd er 48,10 m og breidd 14 m. Aðalvél er MAN 1.795 kW, 800 snúningar á mínútu. Hjálparvélar eru tvær og bogskrúfa. Spilbúnaður er 4 […]