Um 23 þúsund tonn af kolmunna á land í Eyjum

Gullberg OPF 20250422 134754 (1)

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við Eyjafréttir að Vinnslustöðin hafi farið aftur af stað í kolmunna í byrjun apríl.  „Síðan þá hafa veiðarnar gengið mjög vel og Gullberg var að klára að landa þriðja farminum í síðustu viku.” Þegar við heyrðum í Sindra í lok síðustu viku var Huginn í sínum þriðja […]

Heimaey VE seld til Noregs

Heimaey VE TMS 20210304 085721

Ísfélag hf. hefur selt Heimaey VE til norska félagsins Andrea L AS. Skipið mun halda í síðasta sinn úr heimahöfn í Eyjum í kvöld. Áfangastaðurinn er Maloy en þar verður skipið afhent norskum kaupendum í næstu viku. Heimaey var smíðuð fyrir Ísfélagið og var afhent félaginu árið 2012. Skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Asmar í […]

„Menn vilja spara þorskinn”

hift_bergur_DSC_2920

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á laugardaginn og systurskipið Vestmannaey VE landaði þar einnig fullfermi í fyrradag. Bæði skip lögðu áherslu á ýsuveiði, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, lét vel af túrnum. „Við tókum aflann á Víkinni og þetta var mest ýsa en töluvert af þorski með. […]

Strandveiðar hafnar – myndir

Strand­veiðar hófust í dag. Veiðitímabilið stend­ur yfir í 48 daga. Gefin hafa verið út 775 ­leyfi í ár og er þetta er metfjöldi báta á strandveiðum. Til samanburðar lönduðu 756 bátar afla á strandveiðum í fyrra. Strandveiðarnar virka þannig að bátar mega veiða í maí, júní, júlí og ágúst. Veiða má 12 daga í hverjum […]

Rífandi gangur í saltfiskvinnslu VSV

VSV IMG 7682

„Núna í lok apríl náðum við þeim áfanga í saltfiskvinnslu VSV að hafa unnið úr 5000 tonnum af hráefni á yfirstandandi vetrarvertíð. Það er að langstærstum hluta þorskur sem er saltaður fyrir Portúgalsmarkað en einnig er hluti af þorsknum sem fer til Spánar. Að auki vinnum við ufsa til söltunar en hann endar á mörkuðum […]

Tap á rekstri Vinnslustöðvarinnar í fyrra

Adalfundur_VSV_2025_IMG_7660

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir árið 2024 var haldinn í húsakynnum félagsins í gær. Helstu tölur félagsins eru eftirfarandi: Velta samstæðunnar var 177 milljónir evra, eða jafnvirði liðlega 26 milljarða króna. Tap félagsins var 3,5 milljónir evra eða jafnvirði 500 milljóna króna. Bókfærðar heildareignir félagsins námu 422 milljónum evra, eða jafngildi 61 milljarðs króna. Þar af […]

„Góð veiði í bongóblíðu”

Tms 20250429 091158

Bergur VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað vel að undanförnu. Túrar skipanna hafa verið góðir og stuttir. Bæði skipin lönduðu fullfermi í Grindavík á laugardaginn og síðan lönduðu þau aftur fullfermi í Eyjum á mánudaginn. Rætt var við skipstjórana á síðu Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir nánar út í veiðina. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, […]

Aggan – Frítt smáforrit sem tryggir öryggi sjómanna

Smáforritið Agga, á vegum nýsköpunarfyrirtækisins Alda Öryggi, býðst íslenskum smábátasjómönnum þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða sérhannað öryggisstjórnunarkerfi, sem nútímavæðir, auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála smábáta. Forritið heldur öllum upplýsingum er varðar öryggismál bátsins á einum stað. Þetta kemur fram í tilkynningu. Nú eru leyfðir fleiri veiðidagar og má því búast við aukinni […]

Tveir sólarhringar höfn í höfn

londun_eyjarnar

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Túrinn var einungis tveir sólarhringar höfn í höfn hjá þeim báðum, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi verið að veiðum á sömu slóðum. Þau byrjuðu á Sjötíu faðma blettunum vestur af Surti og […]

Feðgarnir á Víkurröstinni

K94A2124

Þeir létu ekki á sig fá smá pus, feðgarnir Haraldur Hannesson og Baldur Haraldsson. Halldór B. Halldórsson fylgdist með þeim í gegnum linsuna þegar þeir voru að koma í land í dag. Hannes Haraldsson, faðir Halla og afi Baldurs beið svo á kæjanum og aðstoðaði við að landa aflanum. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.