Öll kerfi í seiðaeldisstöð komin í gagnið

Seiðeldisstöð LAXEYJAR við Friðarhöfn er komin í fulla notkun. Hrognin koma ofan af landi og eru sett inn í klakskápa þar sem vatn flæðir um þau í lokuðu kerfi, til að tryggja að hámarks vatnsgæði. Þau klekjast fljótlega út og verða að kviðpokaseiðum. Í kviðpokanum er næring seiðanna og þegar hann klárast er komin tími […]
Skoða hvort leyft verði að geyma meiri makrílkvóta

Frétt úr Austurfrétt.is Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar hvort gefin verði út sérstök heimild til að geyma meira en þau 15% sem samkvæmt reglugerð er leyft að flytja á milli ára af óveiddum makrílkvóta. Framundan í haust eru nýir samningafundir við nágrannaþjóðir um makrílveiðar. Samkvæmt tölum Fiskistofu er búið að veiða rúmlega 86.500 tonn af tæplega […]
Ráðherra leggur fram tillögur um breytingar á lögum um sjávarútveg

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum varðandi sjávarútveg. Breytingarnar byggja m.a. á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindarinnar okkar lögðu fram í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember árið 2023. Að auki er áformað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög stefnunnar hafa einnig verið […]
Sýnir styrk og samvinnu allra sem að koma

Í síðustu viku var haldin í Eyjum sjávarréttahátíðin Matey. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn. En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. […]
Borað eftir sjó og eigin vatnsframleiðsla

Allur úrgangur nýttur sem áburður Í Viðlagafjöru eru risin fjögur af átta lokuðum kerjum sem verða klár í lok október. Öll verða sandblásin að innan og er sú vinna hafin. Loks verða kerin húðuð að innan með til þess gerðu efni. Byrjað er á minni kerjum sem seiðin eru í stuttan tíma áður en eldið hefst […]
„Hentar örugglega vel til vinnslu”

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í Neskaupstað í gær. Afli beggja skipa var á milli 50 og 60 tonn, mest þorskur. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að einungis hafi verið stoppað í rúmlega 50 tíma á miðunum. „Við héldum beint á Glettinganesflak frá Eyjum og vorum þar. Veður var þokkalegt í […]
Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli

Þann 30. ágúst lauk leiðangri á Bjarna Sæmundsyni HF 30 þar sem rannsakað var ástand sjávars, sæbjúgna og sandsílis. Í ár var mesti þéttleiki sandsíla frá upphafi (mynd 1), en sandsíli hefur verið vaktað frá árinu 2006. Í leiðangrinum voru tekinn sýni með sandsílaplóg á þremur svæðum, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða. […]
Saltfiskveisla í Herjólfsbæ stóð undir nafni

„,(Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og […]
Landeldi í sátt við náttúru og samfélag

Á landi sem ekki var til fyrir rúmum 50 árum er að rísa laxeldisstöð Laxeyjar ehf. í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hafði verið í vinnslu í nokkur ár þegar fyrsta skóflustungan var tekin í lok febrúar 2023. Hugmyndin kviknaði hjá þeim Daða Pálssyni og Hallgrími Steinssyni sem nú eru að sjá draum sinn verða […]
MATEY: Mikið hlegið á opnunarhátíðinni

Í gær var haldin opnunarhátíð MATEY Seafood Festival í Sagnheimum, Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Viðburðurinn markaði upphaf hátíðarinnar sem fagnar íslenskum sjávarfangi og framúrskarandi matreiðslu. Í ár eru gestakokkarnir allar konur, leiðtogar í matreiðslu og koma víða að úr heiminum. Mun reynast okkur vel í markaðssetningu erlendis Frosti Gíslason, verkefnastjóri Mateyjar var ánægður með hvernig til […]