Pathway landar í Eyjum

OPF DSC 1318

Uppsjávarskipið Pathway kom til Vestmannaeyja í morgun. Skipið var með um 2300 tonn af kolmunna sem landað er hjá Ísfélaginu. En Ísfélagið festi einmitt kaup á skipinu í fyrra og var um það samið að það yrði afhent í maí nk. Páll Scheving Ingvarsson, verksmiðjustjóri FES, fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir í gær […]

​Fóru 2490 sjómílur í rallinu

20250316 084251

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vorrall Hafrannsóknarstofnunar. Bæði Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE tóku þátt í rallinu en því lauk hjá Vinnslustöðvar-skipunum um helgina, að því er segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, fæðu, ástand […]

Erlend skip landa kolmunna í Eyjum

Eros OPF 20250317 123024

​Norska uppsjávarskipið Eros er nú við löndun í Eyjum. Að sögn Páls Scheving Ingvarssonar, verksmiðjustjóra FES er um að ræða 1700 tonna kolmunnafarm sem landað er hjá Ísfélaginu. „Við erum að starta verksmiðjunni eftir töluverðar endurbætur og því gaman að sjá að hvernig þetta gengur,” segir hann. Þetta verður ekki eina erlenda skipið sem landar […]

Vertíðarfiskurinn ekki kominn á hefðbundnar slóðir

Sjomadur Bergey Opf 22

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var mjög blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og rauðspretta. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að vertíðarfiskurinn sé ekki enn kominn á hefðbundin vertíðarmið. „Við hófum veiðar í túrnum á Planinu vestan við Eyjar en færðum okkur síðan á Landsuðurhraunið í Háfadýpinu. Á […]

Maginn fullur af burstaormum

Kristgeir Kap 2025 TMS IMG 7560

Áhöfnin á Kap VE kvartar ekki undan aflabrögðunum þessa dagana. Þegar fréttaritari VSV náði tali af Kristgeiri Arnari Ólafssyni skipstjóra síðdegis í gær voru þeir að leggja í hann til Eyja. „Það er búin að vera fínasta veiði. Fínasta blanda. Einhver 20-25 tonn á dag,” segir hann er hann var spurður um aflabrögðin upp á síðkastið. […]

„Feginn að fá loksins svona veður”

jon_valgeirs_opf

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Vestmannaey landaði fullfermi í Eyjum á sunnudag og Bergur landaði fullfermi á laugardag og aftur í dag. Að sögn Jóns Valgeirssonar, skipstjóra á Bergi hafa þeir verið að undanförnu á Ingólfshöfðanum og þar hefur verið fantaveiði. „Í fyrri túrnum upplifðum við loksins […]

Hlýtur að fara að lagast

Vestmannaey 22

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 45 tonnum í Vestmannaeyjum í gær að loknum stuttum túr. Helmingur aflans var þorskur en síðan var töluvert af ýsu og ufsa í aflanum. Egill Guðni Guðnason skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að þetta hafi verið erfiður túr. „Þetta var einungis tveggja sólarhringa túr en hann var erfiður, veðrið […]

„Ölduhæðin 10 metrar og djöflagangurinn engu líkur”

Vestmannaey Okt 22

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær og Bergur VE landaði þar í dag. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar í dag. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, talaði mest um veðrið. „Það er ekki einleikið hvernig veðrið lætur við okkur þessa dagana. Það hefur í sannleika sagt verið djöfullegt. Janúar var […]

Eydís kveður Vinnslustöðina eftir rúman aldarfjórðung

Eyd 20250227 102114

Særún Eydís Ásgeirsdóttir hóf störf hjá Vinnslustöðinni 1997 sem verkakona í fiskvinnslu. Eydís vann í Vinnslustöðinni nær óslitið til dagsins í dag. Tók sér örstutta pásu þegar hún flutti frá Eyjum. Hún hefur verið umsjónarkona á kaffistofu Vinnslustöðvarinnar í ein 10 ár. Eydís fer yfir starfsferilinn og uppvöxtinn í ítarlegu viðtali á Vinnslustöðvarvefnum. Grípum niður […]

Óbreytt ráðgjöf eftir síðustu loðnumælingar

not_lodn_op

Uppsjávarveiðiskipin Aðalsteinn Jónsson og Polar Ammassak voru í samvinnu við Hafrannsóknastofnun við loðnurannsóknir í síðustu viku. Markmiðið var að kanna hvort meira af loðnu hefði skilað sér inn á norðvesturmið síðan loðnumælingar fóru fram þar í fyrri hluta febrúarmánuðar. Magn af loðnu sem mældist nú var ívið lægra en fyrri mælingin og því ljóst að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.