Helstu niðurstöður stofnmælinga botnfiska að haustlagi

20241016 143943

Hafrannsóknastofnun hefur tekið saman helstu niðurstöður stofnmælingar botnfiska að haustlagi en leiðangurinn fór fram dagana 27. september-29. október 2024. Í ár tóku togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 þátt í verkefninu ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200 Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og þær bornar saman við fyrri ár. Verkefnið hefur verið […]

Byrja árið á fullfermi

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn sl. mánudag og í kjölfar hans kom Vestmannaey VE einnig með fullfermi og landaði í gær. Afli skipanna var að mestu þorskur og ýsa. Rætt er við skipstjórana á heimasíðu Síldarvinnslunnnar í dag. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, sagði að rólegt hefði verið framan af túrnum. „Við […]

Bergur og Vestmannaey með tæp 5.000 tonn í fyrra

bergey_opf

Afli bolfiskskipa Síldarvinnslusamstæðunnar var mjög góður á árinu 2024 en heildarafli þeirra var 36.890 tonn. Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, færðu samtals að landi tæplega 5.000 tonna afla, Bergur 4.752 tonn og Vestmannaey 4.992 tonn. Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna, segir – í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar – að menn séu ágætlega sáttir við árið. […]

Kæra ákvörðunina til mat­vælaráðuneyt­is

Berg­ur-Hug­inn ehf. hef­ur lagt fram kæru til mat­vælaráðuneyt­is­ins vegna ákvörðunar Fiski­stofu um að svipta tog­ar­a félagsins Vest­manna­ey VE-54 leyfi til að veiða í tvær vik­ur í byrjun næsta árs fyr­ir vigt­un­ar­brot. Fréttavefurinn mbl.is greinir frá. Fram kemur í umfjölluninni að útgerðarfélagið krefjist þess að ákvörðun Fiski­stofu verði ógilt en að öðrum kosti að fresta refs­ing­unni […]

Svipt veiðileyfi í 2 vikur

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Fiskistofa hefur svipt skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE 54 leyfi til veiða í tvær vikur frá og með 6. janúar nk. til og með 19 janúar. Þetta kemur fram í ákvörðun Fiski­stofu sem birt er á vefsíðu Fiskistofu. Er skipið svipt veiðiréttinum vegna vigtarbrots sem átti sér stað þann 5. desember 2023. Fram kemur í ákvörðuninni […]

Nóg að gera hjá Laxey

  Í byrjun desember var skammtur tvö færður frá RAS 2 yfir í RAS 3 og undanfarna daga hefur hann verið bólusettur. Það er NORVACC sem sá um verkefnið líkt og síðast; fyrirtækið sérhæfir sig í bólusetningu seiða. Jafnvel í landeldi gegnir bólusetning mikilvægu hlutverki við að vernda heilsu fiska, tryggja góðan rekstur og styðja […]

Síldarsæla á aðventu

​Hefð er orðin fyrir því að bjóða starfsmönnum, fyrrum starfsmönnum og velunnurum Vinnslustöðvarinnar til síldarveislu á aðventunni. Er þetta í fimmta skiptið sem slíkt er gert og mælist þetta afskaplega vel fyrir. Það eru þau Ingigerður Helgadóttir og Benóný Þórisson sem bera hitann og þungann af skipulagningu veislunnar. Þau sjá um að verka jólasíld Vinnslustöðvarinnar […]

Allir fá sinn jólafisk!

Staff Porto Jol 24 IMG 20241212 WA0020

Nú er sá tími ársins sem mestur erill er hjá Grupeixe, framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal. Frá því seint á haustin og fram að jólum vilja allir tryggja sér góðan saltfisk í jólamatinn en saltfiskur er algjört lykilatriði í jólahaldi Portúgala og hápunkturinn á þeim mat sem hafður er á hátíðarborðum, segir í frétt […]

„Bölvaður brælutúr“

nyjar_eyjar

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í heimahöfn í dag. Á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að um sé að ræða síðustu túra þeirra fyrir jólahátíðina. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, sagði að túrinn hafi verið heldur erfiður. „Það var skítaveður nánast allan túrinn og við vorum á sífelldum flótta undan veðrinu. Við byrjuðum […]

Garðar ráðinn rekstrarstjóri Hafnareyrar

Gardar G 20241210 160011

Garðar Rúnar Garðarsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri í Hafnareyri. Frá þessu er greint inn á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir jafnframt að hann muni leiða starfsemi Hafnareyrar. Garðar var einn af eigendum vélaverkstæðisins Þórs og starfaði hann m.a. sem framkvæmdastjóri þar. Garðar hóf störf í morgun og er hann boðinn velkominn og óskað velfarnaðar í starfi. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.