VSV: Endurskipuleggja útgerð uppsjávarskipa

vsv_2016-6.jpg

Í dag var sjómönnum á uppsjávarskipum samstæðu Vinnslustöðvarinnar tilkynnt um breytingar á skipastól útgerðarinnar. Félagið gerir nú út þrjú skip til uppsjávarveiða.  Huginn VE, Sighvat Bjarnason VE og Gullberg VE.  Í kjölfar minnkandi aflaheimilda í makríl, síld og loðnu, sem nema 45 þúsund tonnum,  er ekki þörf á að gera öll þrjú skipin út á […]

Sjómenn á frystitogara landa sjálfir

Yfirlýsing Sjómannasambands Íslands vegna frávika frá aðalkjarasamningi. Sjómenn ganga í störf hafnarverkamanna og taka að sér löndun eftir langa útiveru. Sjómannasamband Íslands leggur það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara „stéttarfélaga“. Nú er hins vegar svo komið að ekki verður orða bundist. Útgerðarfélagið Brim hf með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, […]

Annar karfatúr Bergs á einni viku

Bergur Nyr Opf

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi af karfa í Þorlákshöfn á laugardaginn. Þetta var annar karfatúr skipsins á einni viku.  Haft er eftir Jóni Valgeirssyni skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar að veiðin hafi gengið vel. “Það var einfaldlega fantakarfaveiði á Fjöllunum á Reykjaneshryggnum. Það gekk hratt og vel að fylla skipið rétt eins og í karfatúrnum á […]

Fylltu skipið af karfa á 30 tímum

20220816_bergur_tm_min

Bergur VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn með fullfermi af karfa að aflokinni stuttri veiðiferð. rætt er við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvernig veiðin hefði gengið. ,,Hún gekk býsna vel. Það var jöfn og góð veiði. Veitt var á Reykjaneshryggnum en síðasta holið var þó tekið […]

Fyrsti makríllinn til Eyja

Makrílvinnsla er hafin í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar. Sighvatur Bjarnason VE kom til Eyja í gærkvöldi með fyrsta makrílfarminn í ár. Ólafur Óskar Stefánsson skipstjóri á Sighvati segir í samtali við Vinnslustöðvarvefinn að aflinn hafi fengist í Rósagarðinum. Hann segir að þeir hafi leitað á leiðinni en ekki orðið varir við makríl. Aðspurður um gæði segir hann […]

Laxey lýkur 900 milljóna hlutafjárútboði

laxey_seidast_laxey_is_cr

Félagið hefur nú undirbúning að áfanga tvö í áframeldi á laxi í Vestmannaeyjum Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk nýlega 900 milljóna króna viðbótar hlutafjáraukningu, sem verður nýtt til að hefja undirbúning á öðrum áfanga í uppbyggingu á landeldi félagsins. Áfangi tvö mun bæta 4.500 tonna framleiðslu á laxi við […]

Rauðátan – Rannsóknarleiðangur lofar góðu

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]

Tilraunir á rauðátu hefjast í sumar

„Það er gaman að sjá þetta verða að veruleika og okkur hlakkar mikið til að prófa fullvaxin veiðarfæri“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem  hefur tekið rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson á leigu í sumar til tilraunaveiða á rauðátu. „Alls eru þetta allt að 10 til 14 dagar sem við skiptum í tvennt, líklega vika í […]

Gengið vel hjá Bergi og Vestmannaey

Gengið hefur vel hjá hjá Vestmannaeyjarskipunum Bergi VE og Vestmannaey VE að undanförnu. Þau hafa staldrað stutt við á miðunum og komið að landi með fullfermi. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra útgerðanna. “Segja má að þetta hafi gengið eins og í sögu og það er gjarnan landað fullfermi annan hvern dag. Skipin fóru […]

Fiskast vel upp á síðkastið

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Systurskipið Vestmannaey VE kom þá einnig til hafnar með fullfermi en ekki var landað úr skipinu fyrr en í gær. Afli Bergs var mest þorskur, ufsi og ýsa en afli Vestmannaeyjar var mest þorskur og ufsi. Heimasíða síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Arnars Richardssonar, […]