Samkomulag um heildarveiði en ekki skiptingu uppsjávarfisks

Fulltrúar strandríkjanna sem eiga hagsmuni af uppsjávarveiðum í norðaustur Atlantshafi hafa komist að samkomulagi um hámarks heildarveiði á síld, kolmunna og makríl fyrir næsta ár. Samkomulag er ekki um skiptingu kvótans innbyrðis á milli landanna frekar en oft áður. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskifrétta. Fundirnir fóru fram 17. og 18. október í […]

Vegur og virðing jólasíldar VSV vex

„Við lögðum verðandi jólasíld VSV í edikspækil í lok september, lítum til kerjanna nokkrum sinnum á sólarhring og hrærum í. Framleiðslan í ár er með sama sniði og í fyrra enda mæltist jólasíldin afar vel fyrir þá. Bitarnir eru minni í ár en áður, það er eina breytingin. Og svo hófumst við handa ögn fyrr […]

Aflinn mest þorskur og ýsa

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Afli Bergs var 68 tonn og afli Vestmannaeyjar 65 tonn. Síldarvinnslan ræddi stuttlega við skipstjórana að löndun lokinni. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að afli þeirra hafi mest verið þorskur og ufsi. „Við vorum að veiðum á Ingólfshöfða og á […]

Hvað hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn gert fyr­ir þig?

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi efna nú til fjölda funda um landið og viljum heyra, beint og milliliðalaust, hvað brennur á fólki í tengslum við sjávarútveg. Sjálfbær nýting sjávarauðlindarinnar og hvernig arðinum af henni er skipt varðar okkur öll. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, leiðir fundina og fær til liðs við sig Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðing […]

Hagnaður sjávarútvegsfélaga 67 milljarðar 2022

Tekjur í sjávarútvegi jukust um 73 milljarða frá árinu 2021 til 2022 eða um 23,8% en á sama tíma nam hækkun á íslenskum sjávarafurðum 18,7%. Hagnaður ársins 2022 var 67 milljarðar króna, um tveimur milljörðum meiri en 2021 og reiknaður tekjuskattur var 17 milljarðar króna. Skuldastaða sjávarútvegsfyrirtækja hækkaði um 4,4 milljarða á árinu og fór […]

Líf og fjör fyrir austan

Það var líf og fjör í höfninni á Seyðisfirði á sunnudag og mánudag en það var landað yfir 300 tonnum úr fjórum skipum samstæðunnar segir á heimsíðu Síldarvinnslunnar. Vestmannaney landaði á sunnudagsmorgun 61 tonni og var uppistaða aflans þorskur. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri var nokkuð sáttur með túrinn „Þetta var stuttur túr og var fiskað […]

Hærri veiðigjöld og uppboð heimilda

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra mun leggja til við Alþingi að veiðigjöld sem lögð er á sjáv­ar­út­veg­inn verði hækkuð. Til­kynnti hún þetta í ræðu sinni vegna kynn­ing­ar á til­lög­um starfs­hópa stefnu­mót­un­ar­verk­efn­is­ins Auðlind­in okk­ar um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu sem fram fór í gær á Hilt­on Reykja­vík Nordica, greint er frá þessu á mbl.is. Benti Svandís meðal ann­ars á […]

Gengið vel á ufsa

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum sl. laugardag og Bergur VE landaði nánast fullfermi í Neskaupstað í á mánudag. Afli Vestmannaeyjar var mestmegnis ufsi sem fékkst á Kötlugrunni og segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að þarna sé um að ræða besta ufsatúr í langan tíma. Afli Bergs var aðallega ýsa […]

Hefðbundinn veiðirúntur

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í gær. Bergur landaði í Grindavík en Vestmannaey í Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan ræddi stuttlega við skipstjórana og innti þá frétta af veiðiferðinni. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að túrinn hjá þeim hafi verið stuttur. „Við fórum út á sunnudag og áttum að taka karfa í túrnum. Haldið […]

Bergur VE í Þjóðhátíðarstopp

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær en hann landaði einnig fullfermi sl. miðvikudag. Rætt var við við Jón Valgeirsson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar og fyrst var spurt hvað hefði verið veitt. „Þetta var þorskur og ýsa í báðum túrum. Í fyrri túrnum tókum við þorskinn á Ingólfshöfða og ýsuna á Papagrunni en […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.