Auknar heimildir til strandveiða

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um auknar heimildir til strandveiða. Alls verður 1.171 tonnum af þorski bætt við en um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Með þessari aukningu verður því heildarmagn í þorski á strandveiðum alls 11.171 tonn og […]
Um eignarhaldsmál Vinnslustöðvarinnar – að gefnu tilefni

Greint er frá því í fréttum að ítrekuð sé beiðni hóps alþingismanna um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefi Alþingi skriflega skýrslu um „eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi“. Skýrslubeiðendur eru Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og fleiri. Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um fjárfestingar útgerðarfélaganna í „félögum sem ekki hafa útgerð með […]
Uppsjávarafli dróst saman í júní

Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn sem er 21% minni afli en í júní 2020. Botnfiskafli var nær óbreyttur frá fyrra ári, tæp 35 þúsund tonn. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn. Uppsjávarafli dróst saman um 54% í júní og var mestmegnis kolmunni, 5.900 tonn og makríll rúm […]
Drangavíkin vélarvana

Drangavík VE-80, ísfisktogari Vinnslustöðvarinnar, varð vélarvana á mánudaginn. Brynjólfur VE-3, frystitogari Vinnslustöðvarinnar, dró Drangavík í land er hún var á veiðum austan við Vestmannaeyjar. Blaðamaður hjá 200 Mílum Mbl.is náðu tali af Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV: „Það varð tjón á vélinni. Þannig að þetta er sennilega talsvert mikið tjón. Véin hefur skemmst talsvert, það […]
Drangavík gerð klár til veiða á sólríkum sumarmorgni

Drangavík VE og Brynjólfur VE sögðu skilið við humarinn um mánaðarmótin og bjuggu sig undir nýjan kafla í veiðiskap. Áhafnirnar skiptu um veiðarfæri og lagt var úr höfn á áliðnum sunnudegi í lok goslokahátíðar til að sækja fisk til vinnslu; þorsk, ýsu, karfa, löngu, skötusel og annað það sem hafnar í trollinu. Ufsi er samt […]
Makrílrannsóknir í norðurhöfum

Hafrannsóknarstofnun greindi frá því á mánudaginn að rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefði lagt úr höfn til þess að taka þátt í fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum, að sumarlagi, (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas). Leiðangurinn mun standa yfir í 23 daga og verða sigldar tæplega 4.100 sjómílur eða um 7.500 kílómetra. Eitt af meginmarkmiðum […]
Fiskistofa tók tilboði Sigurðar VE 15

Fiskistofa birti í dag niðurstöðu tilboðsmarkaðarins í júní. Úrvinnslu var þar með lokið á aflamarkaðsskiptum. Alls bárust 37 tilboð, þar af voru 5 afturkölluð í samræmi við 4. gr. reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021 nr. 726/2020. Að þessu sinni var 7.453.231 aflamark af makríl í boði og samþykkt voru 976.380 aflamark af þorski. […]
Nýbakaðir sjávarútvegsfræðingar ráðnir til starfa í Vinnslustöðinni

„Vinnslustöðin var alltaf fyrsti kostur sem vinnustaður enda var ég í góðu sambandi við hana á námstímanum og lokaverkefnið tengdist fyrirtækinu,“ segir Dagur Arnarsson, nýútskrifaður úr sjávarútvegs- og viðskiptafræðum frá Háskólanum á Akureyri og nú fastráðinn starfsmaður VSV. Annar nýútskrifaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri, Hallgrímur Þórðarson, er líka kominn í fast starf hjá Vinnslustöðinni. […]
Veiddu eina stærstu sandhverfu sem veiðst hefur við Ísland

Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í gærmorgun með fullfermi. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinsslunnar. Í afla skipsins var sandhverfa sem mun vera ein hin stærsta sem veiðst hefur hér við land. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og spurði hann fyrst hvar fiskurinn hefði veiðst. „Við veiddum þennan fisk við […]
Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun í þorski

Í dag kynnir Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli varúðarsjónarmiða og langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir tæplega 30 nytjastofna. Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 256.593 […]