Í dag, 30. september 2024, veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2025 og fyrir efri og neðri úthafskarfa fyrir 2025, 2026 og 2027 (ices.dk). Þetta segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Helstu niðurstöður eru tíundaðar hér að neðan.
ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli norsk-íslenskrar vorgotssíldar ársins 2025 verði ekki meiri en tæp 402 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 390 þúsund tonn og er því um 3 % hækkun á tillögum ráðsins milli ára.
Árgangar síðustu ára hafa verið litlir og árgangurinn frá 2016 verði uppistaðan í veiðinni síðustu ár. Árgangurinn frá 2021 er hins vegar stærri en síðustu árgangar og kemur hann inn í veiðistofninn á næsta ári. Af þeirri ástæðu, meðal annars, er hækkun í ráðgjöfinni milli ára.
Áætlað er að heildarafli ársins 2024 verði um 447 þúsund tonn sem er 15 % umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð því sett sér aflamark einhliða. Það hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 4-42 % á ári.
ICES leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að makrílafli ársins 2025 verði ekki meiri en 577 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 739 þúsund tonn og því er um að ræða 22 % lægri ráðgjöf nú. Ástæða þess er fyrst og fremst að stofninn er metinn minni.
Áætlað er að heildarafli ársins 2024 verði ríflega 954 þúsund tonn sem er 29 % umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli allra þeirra þjóða sem stunda veiðar úr makrílstofninum um skiptingu aflahlutdeildar. Hefur hver þjóð sett sér einhliða aflamark sem hefur haft þær afleiðingar að veiðar hafa verið umfram ráðgjöf ICES. Frá árinu 2010 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 9-86 % á ári.
ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að kolmunnaafli ársins 2025 verði ekki meiri en tæp 1,45 milljón tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 1,53 milljón tonn og er því um að ræða rúmlega 5 % lækkun á ráðgjöf frá í fyrra.
Ástæðan fyrir lækkun á ráðgjöf er minnkandi veiðistofn, sem helgast af háum fiskveiðidauða og litlum árgöngum sem eru að ganga inn í stofninn (frá 2022 og 2023).
Áætlað er að heildarafli ársins 2023 verði tæplega 1,88 milljón tonn sem er 23 % umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr kolmunnastofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð sett sér einhliða aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að veitt er umfram ráðgjöf ICES og síðan 2018 hafa þær numið 23-38 % á ári.
ICES ráðleggur í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY) að veiðar skuli ekki stundaðar árin 2025, 2026 og 2027.
Hrygningarstofninn hefur minnkað verulega frá því að veiðar úr neðri stofni úthafskarfa hófust í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Frá sama tíma hækkaði veiðidánartala mikið og hefur verið mjög há allt frá aldarmótum.
Leiðangrar til að meta stærð stofnsins hafa verið farnir annað hvert ár frá árinu 1999, síðast árið 2024. Niðurstöður þessara leiðangra sýna að stofninn hefur minnkað mikið allt tímabilið. Ráðgjöfin sem nú er kynnt er byggð á líkani sem nýtir m.a. gögn um lengdardreifingu og aldurssamsetningu í veiðum, auk þess að nota gögn úr ofangreindum leiðangri. Niðurstöðurnar eru að stofninn hefur minnkað jafnt og þétt allt frá því um 1995 og er nú langt undir varúðarmörkum (Blim). Jafnframt sýna framreikningar að þótt engar veiðar verði stundaðar næstu tvö árin muni stofninn áfram verða undir varúðarmörkum í lok þess tímabils.
Ekki hefur verið samkomulag milli veiðiþjóða um skiptingu afla um langt skeið. Jafnframt hefur verið ágreiningur um stofngerð og telja Rússar að í Grænlandshafi sé einungis einn stofn og að ástandið sé mun skárra en ICES hefur talið. Hafa þeir því úthlutað veiðiheimildum til rússneskra skipa í samræmi við það og þær heimildir verið langt umfram ráðlagðan heildarafla.
Stofnstærð efri stofns úthafskarfa var mæld með bergmálsmælingum árið 2024. Samkvæmt vísitölu stofnstærðar hefur stofninn stækkað umtalsvert frá árinu 2013, þegar mjög lítið mældist, og er mælingin árin 2021 og 2024 þær hæstu frá árinu 2005. Engar upplýsingar eru um veiðiálag og viðmiðunarmörk hafa ekki verið skilgreind fyrir stofninn. Metin stofnstærð árin 2021 og 2024 er um 20 % af því sem var á öndverðum níunda áratug síðustu aldar og er því talin vera undir mögulegum viðmiðunarmörkum. Vegna þessa ráðleggur Alþjóðahafrannsóknaráðið í samræmi við varúðarsjónarmið að ekki skuli stunda veiðar úr efri stofni úthafskarfa árin 2025, 2026 og 2027.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst