Um síðustu helgi fóru Akóges-félagar og frúr í skemmtiferð til Porto í Portúgal. Heimsótti hópurinn m.a. dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe. Fyrirtækið sérhæfir sig í saltfiskvinnslu.
Hópurinn taldi 16 félaga og 15 maka. Kristmann Karlsson var einn þeirra sem fór ferðina. Hann segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að móttökurnar sem hópurinn fékk hafi verið alveg hreint stórkostlegar.
„Meiriháttar í alla staði. Móttökurnar í saltfisk-fyrirtækinu voru stórkostlegar.” segir hann. Spurður um hvað stóð upp úr í ferðinni svarar Kristmann að bragði:
„Það var að skoða fyrirtækið, hvað þetta er stórt og vel gert. Hvað þeir eru ánægðir með samstarfið við Vinnslustöðina. Svo var okkur boðið í hádegisverð. Þar var töfruð fram fimm rétta veisla með öllu tilheyrandi. Fimm rétta saltfiskveisla.”
Er Kristmann er spurður hvort eitthvað hafi komið á óvart í ferðinni segir hann svo ekki vera.
Það kom ekkert á óvart. Þetta stóð undir öllum væntingum. Vel skipulagt af hálfu Vinnslustöðvarinnar.
Undanfarna daga hafa geisað skógareldar í Portúgal. Okkur lék forvitni á að vita hvort Eyjahópurinn hafi orðið var við þá. Kristmann segir að svo hafi ekki verið.
„Það var ekki fyrr en við komum heim og sáum það í sjónvarpinu. Hitinn var kominn í 32°. þegar að við fórum heim. Við fórum í loftið að kvöldi en sáum enga elda.”
Er talið berst aftur að saltfisknum og hvort hann hafi verið hrifinn af honum segir hann ákveðið.
„Mjög svo. Ég gæti borðað fisk í öll mál og þar er saltfiskurinn framarlega á blaði. Einnig var gaman að smakka nýjar útfærslur. Þeir nota einhver sérstök krydd á fiskinn sem leika við bragðlaukana.”
Spurður um hvað hópurinn hafi gert fleira í ferðinni segir Kristmann að flestir úr hópnum hafi farið í siglingu á fljótinu.
Sigurður Georgsson, Akóges-félagi er einnig mikill matgæðingur. Hann var hæstánægður með ferðina. „Alveg geggjuð ferð.” segir hann. Spurður hvað hafi staðið upp úr segir hann segir að ferðin um fyrirtækið hafi staðið uppúr.
„Hvernig þetta fór fram þarna hjá þeim. Það var líka sérstakt að sjá að það var kvenfólk í nánast öllum störfum þarna. Þær voru lyfturum, setja í þurrkklefann og gegnu í raun í öll störf. Allir virtust vera mjög ánægðir þarna.
Svo fórum við á matsölustað. Þar fengum við sjö mismunandi saltfiskrétti. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera mikið úr saltfisk. Nuno sagði við okkur að það væri ekki saltfiskur nema að þú fáir eitt og eitt bein.” segir Sigurður og hlær.
Nuno sem Sigurður vísar til er Nuno Araújo, framkvæmdastjóri Grupeixe. Hann segir að það hafi verið afar ánægjulegt að fá þennan góða hóp frá Vestmannaeyjum í heimsókn.
„Grupeixe er ekki bara portúgalskt fyrirtæki heldur einnig íslenskt og ekki síst Vestmannaeyskt. Við leggjum mikla áherslu á uppruna vörunnar og tengingu okkar til Vestmannaeyja. Þessi heimsókn styrkir þá tengingu svo sannarlega. Við hjá Grupeixe þökkum þessum góðu gestum fyrir komuna og sendum bestu kveðjur til Vestmannaeyja.” segir Nuno Araújo.
Fleiri myndir frá heimsókninni má sjá hér.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst