Verðmæti loðnuhrogna aldrei meira

Útflutningsverðmæti loðnuafurða er komið í tæpan 21 milljarð króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar af nemur útflutningsverðmæti loðnuhrogna 12,3 milljörðum og hefur aldrei verið meira, að því er kemur fram í greiningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir að hrognin nema 59% af heildarútflutningsverðmæti loðnuafurða á tímabilinu. Útflutningur á heilfrystri loðnu í landi, hefur skilað […]

Verkfallsboðun sjómanna gæti tengst loðnuvertíð

Kjara­mál­in mun vænt­an­lega bera hæst, sem og ör­ygg­is­mál, á þingi Sjó­manna­sam­bands Íslands sem haldið verður á fimmtu­dag og föstu­dag. Kjara­samn­ing­ar sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa nú verið laus­ir í tæp­lega tvö ár. Val­mund­ur Val­munds­son, formaður SSÍ, seg­ir í samtali við mbl.is að lítið sé að ger­ast í kjaraviðræðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi […]

Skjót og góð viðbrögð áhafnar urðu til bjargar

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE lagðist að bryggju í Neskaupstað um klukkan þrjú í nótt, ellefu klukkustundum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á hafi úti. Allur eldur er slökknaður og allir skipverjar heilir á húfi. Þegar eldurinn kom upp um klukkan 16 í gær freistuðu skipverjar þess að slökkva hann en lokuðu vélarrúminu kirfilega […]

Eldur kom upp í Vestmannaey

Eld­ur kom upp í vél­ar­rúmi í fiski­skips­ins Vest­manna­eyja á fimmta tím­an­um í dag. Skipið, sem staðsett var 30 míl­ur suðaust­ur af landi, var á leið í land til Nes­kaupsstaðar til lönd­un­ar með full­fermi. Sam kvæmt frétt á vef mbl.is er skipið orðið raf­magns­laust en skipið Ber­gey VE dreg­ur það nú í land. Skip­verji á Ber­gey-VE seg­ir […]

Betra ef hér væru fleiri skip

Uppsjávarskipið Polar Amaroq er statt við línuna á milli Íslands og Grænlands og leitar loðnu. Heimasíða Síldarvinnslunnar hafði samband við skipið í gær og ræddi við Ólaf Sigurðsson, stýrimann. Ólafur var fyrst spurður hvort vart hefði orðið við loðnu. „Við erum hérna Grænlandsmegin við línuna og það eina sem við höfum séð núna er smáryk. Við […]

Sjórannsókna- og síldarleiðangur

Þann 20. október sl. hófst sjórannsókna- og síldarleiðangur á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Í leiðangrinum verða gerðar mælingar á hita og seltu sjávar á rúmlega 70 stöðum umhverfis landið ásamt því að taka sýni til rannsókna á efnafræði sjávarins, m.a. súrnun sjávar. Þessar rannsóknir eru hluti af langtímavöktun á umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland. Hægt að […]

Brælur og betri verð 

Það er lítið að frétta, það gengur ágætlega í síldinni sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni þegar við ræddum við hann á þriðjudag. Hann sagði brælur og rólegt fiskerí hafa sett svip á bolfiskveiðarnar í haust. „Breki er í haustrallinu fyrir Hafrannsóknarstofnun, hann landaði í gær á Siglufirði. Breki er búinn að taka djúpkantana úti fyrir Vestfjörðum og á Grænlandssundi og langt […]

Ísfélagið með mesta loðnukvótann

Fiski­stofa hef­ur út­hlutað veiðiheim­ild­um í loðnu vegna kom­andi vertíðar í sam­ræmi við afla­marks­hlut­deild út­gerða. Farið var yfir úthlutunina á vef mbl.is í morgun. Ísfé­lag Vest­manna­eyja er með stærsta hlut­inn eða 19,99% og er fyr­ir­tæk­inu því heim­ilt að veiða 125.313 tonn. Þrjú fyr­ir­tæki og tengd fé­lög fara með 56,48% af loðnu­kvót­an­um. Heild­arafli vertíðar­inn­ar má verða allt […]

Sjávarútvegsdagurinn 2021

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn þriðjudaginn 19. október í Silfurbergi, Hörpu. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10:00. Léttur morgunverður frá klukkan 8:00. Yfirskrift Sjávarútvegsdagsins í ár er: Vel í stakk búinn og vísar til þess að bæði sjávarútvegur og fiskeldi komust nokkuð klakklaust í gegnum […]

Síldardansinn dunar

„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun. Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.